föstudagur, janúar 23, 2009

Nú skal rætt um kreppuna

Mikið hefur verið rætt um þörfina á því að ræða kreppuna og lausnir á henni fremur en ESB... sem er auðvitað kjaftæði.

Ég vil benda á fyrirlestraröðina ,,Mannlíf og kreppur" sem nú má horfa á á vefsvæði Háskóla Íslands en þar ræddu sex fræðimenn og læknar um nákvæmlega það.

------------------------------

Hversu sturlaður þarf maður að vera til að reka Sigmund og frú (og þar með drepa endanlega fréttir Stöðvar 2 og Mannamál) plús Kompás gengið? Sem sagt meirihluti alls vitræns efnis á stöðinni.

Það er samt gott að við fáum áfram að fylgjast með því hvort að ráðamenn á borð við Bjarna Ben séu duglegir að vaska upp í ,,Ísland í dag" á meðan Ísland brennur og söguleg valdaskipti eiga sér stað í Washington... svolítið eins og að sleppa því að sýna úrslitaleik í Meistaradeildinni útaf hraðskákmóti grunnskóla Austurlands.

Er lífið kannski bara viðbjóður?

Efnisorð:

4 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Mikið hefur verið rætt um þörfina á því að ræða kreppuna og lausnir á henni fremur en ESB... sem er auðvitað kjaftæði.
- Það fór ekki mikið fyrir því hjá þér í afmæli Hauks að þér þætti það kjaftæði ? Vildir þú bara ekki taka snúning á því við vitleysing eins og mig ?

Er ESB eina lausnina og mun hún leysa öll okkar vandamál ?

BK

23 janúar, 2009 17:30  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

:)
,,sem er auðvitað kjaftæði" var bætt við sérstaklega í lokinn til að fá fram hörð viðbrögð frá föður mínum - gott að aðrir aðdáendur VG taka líka við sér... enda nóg fyrir þá að ræða um fyrst að Steingrímur J. hefur engar lausnir :)

23 janúar, 2009 20:58  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Í síðasta skipti ég skipa mér ekki í sess með neinum flokki ég kýs eftir aðstæðum :)

Það er ekki séns að VG myndu fá mitt atkvæði þetta skiptið ef marka má orð SJS um að skila bara láninu frá IMF og byrja allt upp á nýtt. Kannski hefur maðurinn hefur bara "misst" sig aðeins - merkari menn en hann hafa misst sig og rifið rauð spjöld þrátt fyrir litla merkingu :)

9. maí virðist ætla að verða merkur dagur í sögu Íslendinga því þá munum við marka okkur nýtt upphaf.

Frjálshyggjan er dauð það er nokkuð augljóst, en hvað viljum við í staðinn ?
Halda sömu einangrun og við höfum haft stunda okkar landbúnað og fiskerí og gleyma þessum Wall Street hugmyndum?
Hlaupa til ESB í flýti svo þeir taki við okkur því það virðist sem flest ríkin þar vilji okkur ekki, en með smá klíkuskap gætum við troðið okkur inn með aðstoð Rehn en við höfum lítin tíma til stefnu!!
Reyna að fara aftur í sama farið, byrja einkavæðinguna upp á nýtt og koma xD sem best fyrir aftur ?

Þetta þurfa allir að gera upp við sig.

BK

24 janúar, 2009 19:31  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

9. maí árið 1950 var skrifað undir Schuman yfirlýsinguna um að Þjóðverjar og Frakkar mynduðu kol- og stálbandalag sem hefur svo þróast á önnur svið efnahagslega og pólitískt um meginhluta Evrópu.
Það er vonandi að þessi sama tímasetning á kosningunum sé til marks um hvert við stefnum.

Varðandi möguleikana þrjá þá held ég að við reynum að taka allt af því besta.

1. Gera grundvallarbreytingar á sjávarútvegnum, hætta að gefa kvóta sem menn svo aftur selja og græða á sjálfir en ekki fólkið í landinu.

2. Förum í ESB.

3. Hefjum einkavæðingu með miklum skilmálum, reglusetningu og auknu eftirliti þar sem ríkið á góðan hluta í bönkunum svo að gróðinn verði ekki einkavæddur en skuldirnar ríkisvæddar.

Fyrir öllu er þó hugarfarsbreyting og að þeir sem hafa hegðað sér eins og barbarar fari að hegða sér eins og skynsamar manneskjur sem taka minni áhættu en meiri.

En auðvitað þarf miklu meira til.

Ástarkveðja Bjarni Þór.

24 janúar, 2009 22:09  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim