fimmtudagur, janúar 22, 2009

Stjórnmál

Þetta eru ansi magnaðir tímar sem við lifum á. Í gær fór ég að hlusta á lausnir á fundi um Auðlindir sem þjóðareign innan ESB þar sem Michael Köhler hélt tölu. Það var merkilegt miðað við mikilvægi þessa fundar bæði varðandi mögulega inngöngu Íslands í ESB og að sjávarútvegsmál verða sennilega aðal deiluefnið ef að verður, að þá mátti varla sjá ungt fólk á fundinum, held við höfum verið þrír og að minnsta kosti annar hinna var blaðamaður. Meðalaldurinn var ca. 70 ár og sennilega voru heyrnartæki í salnum fleiri en manneskjurnar - varla kona í salnum og sjaldan hafa hlutfallslega jafn margir vatnsgreiddir karlmenn komið saman.

En byltingin lætur ekki bíða eftir sér og ég fyrirgef Ungum jafnaðarmönnum ef þeir voru eins og heimildir herma að skipuleggja hana í gær - enda löngu tímabært.

Nú er talið í mínútum...

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

8 Ummæli:

Blogger pjotr sagði...

Varst þú ekki baraað villast sonur sæll. Miðað við lýsinguna að dæma þá má álykta að þú hafir verið á kynningarfundi hjá "Úfarastofu eldriborgara"
Hvað um það þá stendur bylting yfir.

22 janúar, 2009 16:44  
Anonymous Nafnlaus sagði...

http://www.economist.com/world/europe/displaystory.cfm?story_id=12972641

þessi grein er fróðleg. Núna gerist það æ háværara að við ættum að bíða með ESB og einbeitta okkur að því sem mestu skiptir. Þegar við erum komnir útúr mestu vandræðunum þá getum við tekið aftur stefnuna á ESB. Þetta hafa andstæðingar bent á og einnig þeir sem í langan tíma hafa talist til ESB-sinna. Meira segja ég var farinn að halda að þetta væri kannski það viturlegasta í stöðunni. Þanngað til ég sá þessa grein.

Þetta meikar sence.. Olli Rehn er bandamaður Íslands og Joe Borg (sjávarútvegsráðherra) hefur sammúð með málsstað Íslands þegar kemur að sjávarútvegsstefnunni. Einnig mun Svíþjóð taka við forsetembætti ESB sem einnig verður að teljast bandamaður. Þannig núna er lag... við getum ekki hent þessu góða tækifæri frá okkur.. þetta verður að gerast strax.

Ég er bara hræddur við VG og xB eigi eftir að verða sigurvegarar næstu kosninga og þeir eru helstu stuðningsmenn einkavina-4flokka kerfisins með allri sinni fyrirgreiðlsu og spillingu.

Þetta lítur ekki vel út...

hvað segiru annars.. eigum við ekki bara að gera coup d'état og taka yfir Bjarni?

ciao,
ivar

22 janúar, 2009 23:37  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Pjotr: Útfarastofa Eldriborgara? Var ég sem sagt mættur á Evrópufund Liverpool aðdáenda? :)

Ívar: Já, las þessa grein. Þetta kom einmitt fram á auðlindafundinum í gær, þ.e. með Olli Rehn og Joe Borg.

Það verður að viðurkennast að þetta var snjallt útspil hjá hinum nýja formanni Framsóknar (um að verja minnihlutastjórn S og VG) en mér er slétt sama hver stjórnar þessu landi ef við göngum í ESB, uppfyllum Maastricht skilyrðin og tökum upp evru - þá er búið að lágmarka mesta skaðann sem þessir bjánar geta framkvæmt gagnvart almenningi.

Veit ekki hversu marktæk þessi nýja könnun er. Kjósendur Samfylkingarinnar eru auðvitað brjálaðir en ég held að ef að sama fólk færi inn í kjörklefann á morgunn að þá yrði niðurstaðan Samfylkingin vegna ESB aðildar...

...enginn annar bendir á aðra raunhæfa lausn.

23 janúar, 2009 00:32  
Anonymous Nafnlaus sagði...

ef við göngum í ESB -> 12-18 mánaða ferli

uppfyllum Maastricht skilyrðin -> 2-5 ár ef allt gengur upp

og tökum upp evru -> 4-7 ár ef allt gengur upp

Hvað leggiði til að við gerum á meðan ?
Endilega sendum flokk af sérfræðingum í aðildarsamræður og heyrum niður stöður eftir 12-18 mánuði, kjósum síðan um þær í góðu tómi. Hvað eigum við að gera við RISA vandann á meðan ?

BK

23 janúar, 2009 17:35  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

,,Hvað leggiði til að við gerum á meðan ?"

Leggiði? Hver eru þessi við í beitingu orðsins? :)
Ég er bara að tala um sjálfan mig og mínar skoðanir :)

Ég er ekki hagfræðingur en ég myndi áætla að fyrsta skefið væri að upplýsa almenning um það hvað við skuldum ca. og hvernig við ætlum að greiða þær skuldir, hvert er planið - þó ekki væri nema til að róa fólk.
Samhliða þessu skrefi er að senda strax inn aðildarumsókn til ESB og hver fyriráætlun okkar er, þ.e. að uppfylla Maastricht skilyrði og taka upp evru.
Þetta ættum við að gera strax til að samningamaðurinn sé Íslandsvinurinn Olli Rehn en ekki einhver annar.
Á sama tíma myndum við fikra okkur áfram í því hvernig við ætlum að uppfylla Maastricht skilyrðin á meðan við förum í aðildarviðræður.
Miðað við það að Ísland hefur tekið upp 22 af 35 köflum ESB þá held ég að ferlið gæti tekið minna en ár og í raun þarf einungis að semja um tvo kafla (Sjávarútveg og landbúnað) hitt eru aukaatriði. Ef við byrjum að grípa til þeirra efnahagsaðgerða sem þarf til að uppfylla Maastricht þá gætum við í fyrsta lagi verið búin að uppfylla þau ári seinna og þá tekur við að halda ró sinni í tvö ár efnahagslega til að geta tekið upp evru. Gefum þessu fjögur ár þar til allt verður komið hér í normal ástand (og hefði bjargað hér landinu frá svo djúpri kreppu ef við hefðum ekki dregið lappirnar í Evrópumálum).

Spurningin ætti ekki að vera ,,hvað gerum við á meðan?". Heldur sækjum um aðild að ESB og látum einhvern hóp um það verkefni og einbeitum okkur svo að uppbyggingu með tilliti til þessara markmiða.
Íslendingum finnst þessi fjögur ár langur tími og hræðilegt að það taki ár að komast inn í ESB - en við erum þegar búin að eyða næstum fjórum mánuðum í ekki neitt og enginn hefur aðrar lausnir... ekki veika parið, ekki Steingrímur J, ekki Frjálslyndir eða hin Nýja Framsókn.
Að koma gjaldeyrismálunum í lag tímabundið fram að upptöku evru er eitt vandamál. Eins og Þorvaldur Gylfason benti á mætti tengja krónuna við evruna á hagstæðara gengi og með back up-i frá evrópska Seðlabankanum... nú er ég ekki hagfæðingur (en það er Þorvaldur) en þetta hljómar skynsamlega ef möguleiki er á.

Á sama tíma þarf auðvitað nýtt fólk, nýtt stjórnkerfi og nýja stjórnarskrá til að nefna nokkur dæmi en látum ekki eins og við getum ekki gert nokkra hluti í einu ef að fólk einbeitir sér að sínum verkefnum.

Það eru aðallega sérfræðingar og samningamenn sem þurfa að koma að samningum við ESB en stjórnmálamennirnir geta gert eitthvað annað - eins og að auka hér beint lýðræði og leyfa almenningi að koma að því hvernig samfélagi við viljum búa í. Sömu sérhæfingu má segja um Seðlabankann með nýju fólki innan borðs, hann getur breytt og aðlagað peningastefnuna í átt að þeim markmiðum sem við hyggjumst ná innan ESB.

Vandamálið er gígantískt af stærð, dýpt og breidd og ég gæti tekið Lenin á þetta og skrifað 50 bindi um uppbygginguna (vonandi þó með ögn betri árangri).

Ég man ekki betur en að einstaklingurinn hafi verið valinn maður ársins af Time Magazine 2006 eða 2007 - er ekki tímabært að þessir einstaklingar komi allir saman og hefji uppbygginguna á heiðarlegan og skynsamlegan hátt?
Auðvitað kann að vera hugmyndafræðilegur munur á því hvaða lausnir við viljum sjá, en er ekki morgunljóst að dauði Frjálshyggjunnar gerir það að verkum að fólk færist nær hvort öðru hugmyndafræðilega?

Við getum allavegana verið vissum að þeir sem núna sitja á Alþingi og í ríkisstjórn eru ekki að fara að gera betri hluti en við.

Ástarkveðja Bjarni Þór.

23 janúar, 2009 22:27  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Þú og Ívar talið einni röddu en eruð tveir þess vegna notaði ég "leggiði" - afsakið.

Þetta er alveg hárrétt sem þú segir við þurfum einmitt að fara að fá hagfræðinga og sérfræðinga inn til að taka meiri þátt í ákvörðunartöku. Enn eins og við fórum ansi vel yfir hjá Hauki þá er að fara allt of mikið púður og tími í að "spjalla" um ESB og hvað myndi hugsanlega/mögulega/ef til vill gerast ef við færum inn. Allir flokkarnir mínus xF hafa gefið í skyn vilja til að fara alla vega í aðildarviðræður og sjá svo til. LETS DO IT THEN ! Hendum af stað góðum flokki sérfræðinga(enga pólitíkusa takk!) og sjáum svo samninginn sem þeir ná. Förum hins vega núna að einmita okkur að vandann í NÚ-INU. Förum að koma með hugmyndir og lausnir til þess einmitt að ná Maastricht skilyrðunum(með eða án ESB er þau bara mjög góð takmörk fyrir hvert land) förum að fá nýtt fólk inn eitthvað sem er ekki brennimerkt af hruninu upp fyrir haus. Förum að RÆÐA eitthvað annað en ESB !!!

Góðar stundir elsku vinur,
BK

24 janúar, 2009 19:37  
Anonymous Nafnlaus sagði...

VÁ! Afsakið allar stafsetninga villurnar, skrifað í of mikilli flýti :(

24 janúar, 2009 19:38  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Já, tek undir það - ég hætti um leið og við förum í aðildarviðræður :)

24 janúar, 2009 21:58  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim