fimmtudagur, janúar 08, 2009

ESB - samanburðurinn við Finnland

Eftir góða fjögurra daga umfjöllun um ESB var dagurinn í dag í þynnra lagi. Umfjöllunarefnið var Finnland og hvernig þeir tókust á við kreppuna þar í landi þar í landi með inngöngu í sambandið árið 1995.
Viðtal við Olli Rehn stækkunarstjóra ESB sem jafnframt er Finni sýnir óljóst að Íslendingar geti lært af reynslu Finna þegar spurt er ,,Getur Ísland dregið lærdóm af finnsku leiðinni?". Pertti Torstila fyrrv. sendiherra Finna í Svíþjóð telur mikilvægt að Íslendingar gangi í sambandið en auk þess Norðmenn - hann telur að 70% Finna myndu ekki vilja ganga úr sambandinu þó að margir séu ósáttir við það.
Blaðamaðurinn Björn Månsson er svo rödd skynseminnar þegar hann segir: ,,Íslendingar væru kjánar ef þeir reyndu ekki að hefja samningaviðræður við ESB [...] Þið ættuð að sjá hvað kæmi út úr þeim. Síðan getið þið efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu".
Aðrar greinar má lesa hér

Þeir sem hafa nælt sér í bókina ,,Ný staða Íslands í utanríkismálum - tengsl við önnur Evrópulönd" geta lesið kaflann ,,The Finnish EU experience" eftir prófessor Markus Lahtinen.

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim