laugardagur, janúar 10, 2009

Stjórnkerfi og stofnanir ESB

Fyrir byrjendur er þessi undirsíða á evropunefnd.is (síða Sjálfstæðisflokksins) góð til að skoða stofnanauppbyggingu ESB.

Stjórnkerfi og stofnanir voru umfjöllunarefni Moggans á föstudegi. Fyrsta greinin bar heitið ,,Á endanum ráða aðildarríkin för " sem ekki þarfnast útskýringar og af sama meiði er greinin ,,Hefur aðeins þau völd sem því eru afhent". Viðtal við Normunds Popens varpar ljósi á áhrif Lettlands sem smáríkis innan ESB.

Minni greinar t.d. um Lissabon sáttmálann, viðtal við smáríkjasérfræðinginn Baldur Þórhallsson, Björg Thorarensen lítur á lagalegu hliðina og Kristján Vigfússon sem hefur reynslu af Brussel segir ,,Smæðin kemur á óvart" eru einnig ágætis lesning.

Hér er góð skýringarmynd sem greinir frá minna þekktum stofnunum.

Þeir sem vilja lesa enn frekar um Ísland og ESB, stofnanir og lýðræði bendi ég á greinina ,,Lýðræði eða lögmæti: samanburður á tveimur sjónarhornum" eftir Úlfar Hauksson.
Bókin ,,Democracy : a beginner's guide" eftir David Beetham kemur að góðum notum.
,,Íslenska þjóðríkið" eftir Guðmund Hálfdanarson
Greinasafn Eiríks Bergmanns.
Síða Evrópusambandsins
Greinar og linkar hjá evropunefnd Sjálfstæðisflokksins

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

2 Ummæli:

Blogger Biggie sagði...

Ég hefði sennilega truflast ef ég hefði horft á seinni hálfleikinn á Emirates í dag en var blessunarlega dreginn út til að moka skurð. Bolton byrjuðu að tefja eftir 5 mín og voru 23% leiksins með boltann, þrátt fyrir að Arsenal hafi verið alveg arfabitlausir.

Í kjölfarið spiluðu Liverpool og Stoke víst einn leiðinlegasta leik í áraraðir í enska boltanum. Ef leikurinn á morgun endar markalaus og/eða í leiðindum þá hætti ég endanlega að horfa á enska boltann.

10 janúar, 2009 21:30  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Ég sá Arsenal vs Bolton og það var hræðilegur leikur eins og svo margir aðrir almennt í ensku deildinni í vetur. En Liverpool vs Stoke var talinn verri og ég spyr: Er það hægt?

United vs Chelsea hlýtur að verða leiðinlegur, en örugglega spennandi. Allar líkur á að bæði lið spili 4-5-1 og að færin verði hægt að telja á fingrum annarrar handar. Þar sem þú ert hlutlaus, þá myndi ég halda áfram að grafa skurð ef ég væri þú :)

11 janúar, 2009 01:19  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim