fimmtudagur, febrúar 12, 2009

Darwin 200 ára

Í dag eru 200 ár síðan að hinn bresk ættaði Darwin fæddist og í ár eru jafnframt 150 ár síðan að hann breytti gangi mannkynssögunnar með tímamótaverkinu ,,Uppruni tegundanna" - því ber öllum þenkjandi mönnum að fagna. Ég gæti haldið hér langa tölu en áhugaverðara er að benda á nokkra góða tengla, sá fyrsti er á Málþing í dag klukkan 16:30 um Darwin ég mæti og þeir sem hafa áhuga endilega verið í bandi, ef þið sjáið þetta á næstu klukkutímum.

Hjónaband Darwins og Marx (sjá Ritskrá>Órýndar greinar>,,Hjónaband Darwins og Marx")

Hér er linkasíða Háskóla Íslands um Darwin

Hér má lesa brot úr ævisögu Darwins um trúarviðhorf hans

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: , ,

4 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

ég sá í fréttunum fyrir eitthverjum árum að fréttamenn voru staddir á Galapókusar-eyjum (stafs) og voru eitthvað að atast í risaskjaldbökunni sem Darwin skoðaði á sínum tíma. En mér fannst það magnaður skítur að hún skildi enþá vera í fullu swingi þá orðinn minnsta kosti 150ára.

ivar

13 febrúar, 2009 09:13  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Já það er ansi magnað. Áhugavert málþing í gær, ég kannski skrifa um einhvern hluta þess bráðlega. Sjáum til.

13 febrúar, 2009 11:39  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Það hefði verið gaman að mæta en því miður var þetta á vinnutíma svo að þú verður að gefa skýrslu hér á síðunni þinni.

AFO

13 febrúar, 2009 21:22  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Ég sá að það voru upptökugræjur á staðnum þannig að ég bind vonir við að þessir fyrirlestrar birtist á netinu innan tóðar.
Persónulega fannst mér Steindór standa upp úr og hann nýtti nú eitthvað úr Marx&Darwin pistlinum sem ég benti á. Hann minntist líka á áhugaverða rannsókn sem gerð var árið 2004 í fjölda landa í Evrópu, S-Ameríku og víðar sem sýndi fylgni milli góðs velferðarkerfis og trúleysis.
Ef að video birtast þá var Skúli líka góður, Jón fínn en síst hafði ég gaman af Eyju og Ara (en þeir sem hafa gaman að þróun greindar í tölvum ættu að kynna sér það hjá Ara).
Niðurstaða: Fróðlegt og hin ágætasta skemmtun.

Vonandi getum við kíkt á eitthvað spennandi við tækifæri.

Kveðja Bjarni.

13 febrúar, 2009 22:07  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim