mánudagur, febrúar 23, 2009

Fyrir Örnu, lífið og... já AFO

Fáir sem ná eins flottu hallæriskúli og Nick Cave.

5 Ummæli:

Blogger Biggie sagði...

Sá nú bara fyrri hálfleik en ég furða mig á því af hverju 0-0 kom mér alls ekki á óvart og af hverju í aaaaandskotanum ég er ennþá, árið 2009, að horfa á Meistaradeildina.

P.S. Lakers verður slátrað í kvöld.

24 febrúar, 2009 21:51  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Það sem kom helst á óvart var að United skyldi ekki vera þremur mörkum yfir í hálfleik.
0-0 er hættulegt fyrir seinni leikinn en United á að vinna Inter miðað við kvöldið í kvöld.

25 febrúar, 2009 00:17  
Anonymous Nafnlaus sagði...

jæja varstu ánægður með leikinn gegn Tottenham núna á laugardaginn. Mér fannst lítið til koma.

Aftur á móti horði ég á geggjaðan leik seinna um kvöldið. Athletico Madrid vs. Barca, sá leikur fór 4-3 og var æsi spennandi þar sem sóknarfótbolti var í hávegum hafður. Menn senda spænskaboltanum (og öðrum) puttann og fusa og sveija. Svo vilja menn bara horfa á enska boltann þar sem allur þungi er lagður á vörn.

Menn í bullandi mótsögn við sjálfan sig hér!!!!!!!!!!

ciao,
ivar

02 mars, 2009 10:41  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Ég var alls ekki ánægður með leikinn á sunnudaginn gegn Tottenham en öllu ánægðari með (annars leiðinlegan) leikinn á laugardaginn.
Þess ber þó að geta að Tottenham menn voru fínir í leiknum en við vorum slakir, en það hafðist - eitt stykki Mikki Mús í hús.

Spænski boltinn er auðvitað skemmtilegur en þar kunna 90% leikmanna ekki að verjast sem sást best á því að Real Madrid sem hafði unnið einhverja níu leiki í röð átti ekki séns í Liverpool sem voru búnir að vinna tvo af örugglega síðustu tíu í deildinni.
Þar kom best fram hversu hægur spænski boltinn er miðað við þann enska og einungis einstaka leikir sem eru mikið tempó og fjör annars er þetta mikið til eins og á Englandi, litlu liðin að verjast gegn þeim stóru.
Svo er maður bara miklu tengdari þeirri knattspyrnu og auðveldara hefur verið að fylgjast með henni.

Veit að þetta er einstaklega óskipulagt svar en nú verð ég að hoppa.

Ástarkveðja Bjarni Þór

02 mars, 2009 14:28  
Anonymous Nafnlaus sagði...

púúúúúúúúúú á þetta svar... A.Madrid vs. Barca snöggar sóknir trekk í trekk... maður var eiginlega bara orðinn ringlaður að horfa á þetta svo margar voru sóknirnar.

ivar

03 mars, 2009 14:03  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim