sunnudagur, febrúar 15, 2009

Silfrið í dag

Magnús Björn í Silfrinu: ,,Sástu HARDtalk um Geir Haarde? Af hverju heldur þú að Geir Haarde hafi komið út úr þessu viðtali eins og hann væri þroskaheftur eða siðblindur? Það var vegna þess að það var verið að tala mannamál. Blaðamaðurinn tók ekki þátt í þessum skrípaleik með honum."

Sjá um miðbik Silfursins (Magnús í ullarpeysu).

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: ,

6 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Það er alveg rétt að orð hans einkenndust fremur af siðblindu en þroska. Ef fólk kýs þetta aftur yfir sig þá er eitthvað mikið að. Það er þekkt að fórnarlömb kynferðisafbrotamálum, sem gerast innan fjölskyldunnar, vilja ekki segja frá vegna þess að þau vita ekki hvað þau fá í staðinn. Er þetta ekki svipað og stjórnmálin hér? Hér hefur átt sér stað viðbjóðsleg misnotkun á saklausum borgurum sem þora ekki að kjósa annað vegna óvissunar um það sem kemur í staðinn. En málið er að það getur ekki verið verra.

AFO

18 febrúar, 2009 09:27  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Og svo af því að hér var minnst á alþjóða gjaldeyrissjóðinn þá vil ég benda þér á áhugaverða grein á Nei-inu ef þú hefur ekki þegar lesið hana: "Úlfur í gjaldeyrissjóðsgæru".

AFO

18 febrúar, 2009 09:32  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Annars virðist fólk þrá leiðtoga eða yfirvald af einhverju tagi sem getur leitt það út úr myrkrinu eða losað um hugræna togstreitu þess. Það er ekki þar með sagt að allir séu trúaðir í hinum hefðbundna skilningi en rík er þörfin fyrir "staðgengil Guðs".

Það vilja allir eignast það sem Freud kallaði weltanchaung, heildarsýn, alsherjartilgátu sem veitir svar við öllum okkar flækjum og tilvistarvandamálum.

Hér koma ekki einungis trúarbrögðin sterk inn heldur einnig hugmyndafræði af öllu tagi.

Bara til þess að nefna eitt dæmi þá getum við tekið frjálhyggjuna; hún býður upp á ákveðin mannskilning (maðurinn er frjáls en ágjarn og því sem næst algjörlega eigingjarn og leitast ávallt við að hámarka eigin hag öðru fremur) og miðað við þetta eðli mannsins er hinn frjálsi markaður best til þess fallinn að viðhalda jafnræði og leysa úr flækjum. Af hverju? Vegna þess að hinn frjálsi markaður gerir ekki greinarmun á fólki, spyr ekki um kynþátt eða kyn, einungis hagnað. Sem sagt, hinn frjálsi markaður leiðréttir skekkjur og leysir úr flækjum.

Sjá ekki allir hversu trúarlega hlaðin þessi hugmyndafræði er? Maðurinn hefur frjálsan vilja en er engu að síður "SYNDUGUR" (ágjarn, eigingjarn, sjálfhverfur) en sáluhjálpina getur hann fundið hjá Guði (MARKAÐNUM). Svona er þetta bara!

AFO

18 febrúar, 2009 10:16  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Svo ekki sé talað um kommúnismann: firringu mannsins og helsi verður ekki aflétt fyrr en í ríki kommúnismans þar sem fullkomið jfnræði mun ríkja og hver og einn getur funndið sköpunargleði sinni farveg í frjálsri vinnu. Minnir á stefið um himnaríki á jörðu.

En svo er það annað. Hvernig réttlæta trúaðir allt óréttlæti heimsins þrátt fyrir algóðan Guð? Nú Guð gaf manninum dýrmæta gjöf, frjálsan vilja, en maðurinn hefur misnotað þessa dýrmætustu gjöf. Minnir þetta ekki óþægilega mikið á réttlætingu frjálshyggjumanna fyrir efnahgashruninu?: það er ekki kapitalisminn sem er slæmur, heldur kapitalistarnir...þeir misnotuðu frelsið, hina dýrmætu gjöf frjálshyggjunnar. Ég sé það núna að þetta eru ekkert annað en trúarbrögð. Hættum að lifa í blekkingu!

AFO

18 febrúar, 2009 11:36  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

AFO:

1.Ekki láta strákana á Nei-inu eða Keðjuna heyra þetta guðlast um hugmyndafræði :)

2. Þess vegna þurfum við milliveginn, temja kapítalisman og nýta hann til að halda uppi velferðarkerfi - tími sósíaldemókratismans á Íslandi er að fæðast :)

3. Þriðji hver Íslendingur mun alltaf kjósa Sjálfstæðisflokkinn vegna þess að það eru alltof margir bjánar á Íslandi.
Spurningin er eingöngu hvort einhverjir vilji vinna með þeim.
Hver ætti það að vera?
A) Framsókn sem var orðinn 5% flokkur eftir samvinnu.
B) Samfylkingin sem var að slíta samstarfinu.
C) VG sem hefur séð hvað hefur gerst fyrir hina tvo flokkana í samstarfinu.

4. Við þurfum ekki að ræða IMF, sjóðurinn á blóðuga sögu en ekki nærri því eins svarta og dregin er upp á ,,Nei-inu" - vonandi standa þeir við orð sín um að þeir hafi lært af gagnrýninni sem sett var á sjóðinn vegna aðgerða hans á áttunda, níunda og tíunda áratugnum.

Annars hefur maður varla áhuga á þessu lengur. Getur þú ekki tekið pólitísku vaktina næstu þrjá mánuðina og lánað mér Zen púðann?

Ástarkveðja Bjarni Þór.

18 febrúar, 2009 19:15  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Þú mátt auðvitað fá púðann þegar þú vilt (kynnast nöktum veruleikanum) en hvort að ég tek að mér þessa pólitísku vakt..æ æ æ svo erfitt, mikið tuð.

AFO

18 febrúar, 2009 19:55  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim