miðvikudagur, febrúar 18, 2009

Það sem máli skiptir

Knattspyrna: Í kvöld var eins og hlutunum hafi verið spólað 10 ár aftur í tímann. Paul Scholes stóð í Leikhúsi draumanna og gaf ca. 1000 sinnum 40-50 metra bolta á táberg skotfótar viðtakandans - þvílíkur listamaður, þvílíkur stjórnandi, þvílík goðsögn... Ronaldo, Rooney, Tevez, Berbatov og allir hinir sem smápeð í skugganum.

Tónlist: Það þarf hvorki stjarneðlisfræðing né lærðan tónlistagagnrýnanda til að komast að þeirri niðurstöðu hvers vegna plata Sigur Rósar-innar okkar var valin plata ársins.

Stjórnmál: Nú væri gaman að heyra frá Knútssyni. Steingrímur vinur hans á leiðinni í hvalveiðar og farinn að sleikja upp alþjóðagjaldeyrissjóðinn - nú er bara að gefa eftir í umhverfismálum og svo að koma okkur inn í ESB... bíddu ESB hvað er það aftur?

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: , , ,

1 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Ef VG eru með hálfan heila þá sætta þeir sig við ESB og ný vinstri stjórn getur tekið við völdum eftir kosningar. Eg hef alltaf verið mjög hræddur við VG alltaf álítið þá hálfgerða fanatíka. En ef harðlínumennirnir eru að fara tröllríða öllu innan xD þá er voðinn vís líka... þannig af tveimur slæmum kostum... ætli ESB-sinnaður VG sé ekki skárri kosturinn.

ciao,
ivar

19 febrúar, 2009 08:20  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim