Hvað viljið þið tala um?
Almennt: Ég hafði þá hugmynd í kollinum að skrifa eingöngu eitthvað jákvætt allan mars mánuð en hætti snögglega við þegar ég heyrði að Bylgjan væri með álíka mánuð í gangi - ekki töff að herma eftir þeim, en eins og allir vita læt ég eingöngu stjórnast af tískunni.
Stjórnmál: Það þarf auðvitað ekki að ræða það frekar en síðan síðasta færsla birtist hér hefur ansi margt gerst í stjórnmálum eins og heiminum öllum. Við skulum alls ekki ræða Davíð Oddsson en halda því til haga að hann er loksins farinn úr Seðlabankanum og vonandi fer hann að gera eitthvað skemmtilegt.
Hinn slyngi stjórnmálamaður og sá sem hleypti Davíð til valda sjálfur Jón Baldvin ætlar í formannsframboð fyrir Samfylkinguna... hann hefur ýmislegt fram að færa og jákvætt að það séu ekki allir sem ætli að sitja undir þessu nánast breytingarlausa rænuleysi flokksins - en hann vinnur auðvitað aldrei Ingibjörgu en hænur hennar hafa nú allar gaggað í kór um að hún eigi að vera áfram formaður (Davíðs syndromið).
Sjálfstæðisflokkurinn reynir að fegra ímynd sína með drögum að því hvað hann hefði mátt gera betur auðvitað munu einhverjir aumingjagóðir menn hoppa á vagninn og fyrirgefa þeim en annars verður það þessi harði 25-30% kjarni sem heldur fylginu uppi í vor og myndu gera það... jafnvel þó að gjörðir flokksins myndu leiða af sér þjóðargjaldþrot (humm bíddu?).
Þá hafa væntanlega allir lesendur þessarar síðu kynnt sér hinn nýja fréttavef sem ber heitið Pressan og er nánast tvíburabróðir vefsins Eyjan svo líkar eru síðurnar. Nokkrir spennandi pistlahöfundar eru á pressunni m.a. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Björgvin G. Sigurðsson og Sigmundur Ernir - þannig að þrátt fyrir að vera alveg eins og Eyjan að þá getur þetta með tímanum væntanlega gengið upp.
Knattspyrna: Frá Sjálfstæðisflokknum og beint yfir í Liverpool - viðeigandi? Liverpool er fáránlegt lið eins og síðasta vika sannaði. Hvernig er hægt að vinna Real Madrid á útivelli en tapa svo fyrir Boro? Nálægast réttu svari er líklega að Liverpool á eiginlega aldrei í vandræðum varnarlega en næstum því alltaf sóknarlega. Það er það sem vill gerast þegar að lið spilar með fjóra menn í vörn þar sem enginn af þeim getur með góðu móti hvorki sótt né spilað bolta, fyrir framan þá eru tveir miðjumenn sem eru varnarsinnaðir og á hægri kantinum er auka bakvörður - með markmanni eru það því átta menn sem taka takmarkaðan þátt í sóknarleiknum og á hinum vængnum er oftast lítil hætta og því einungis 2-3 menn sem geta með góðu móti sótt... þetta höfum við farið yfir áður.
Enn eina ferðina blasir við Catch 22 hjá Liverpool. Liðið alveg á mörkum þess að vera búið að kasta frá sér möguleika á titlinum (ég held að leikmenn séu búnir að tapa henni í huganum) en fer svo væntanlega langt í Meistardeildinni og þá spyrja menn enn og aftur: Hvað á Rafa að fá langan tíma í viðbót? Brotthvarf Rick Parry ýtir undir það að þó að hann klikki á seinni stigum Meistaradeildarinnar að þá fái hann minnst ár í viðbót og þá væntanlega nýjan samning (sem hann hefur reyndar afþakkað nokkrum sinnum vegna ófullnægjandi skilyrða), aðdáendur Liverpool verða því væntanlega að horfa upp á eitt ár í viðbót í það minnsta af leiðinlegri varnarsinnaðri róbóta knattspyrnu - sorry!
United voru reyndar ekkert sérstaklega aðlaðandi í gær þegar þeir sigruðu Mikka Mús bikarkeppnina á Englandi. En Mikka Mús bikar er samt stund fyrir lið til að fagna ákveðnum áfanga og léttir sálrænt af einni keppni, en er auk þess góð og heilbrigð upplifun fyrir unga menn sem þurfa reynslu til að læra að vinna og hafa þá fengið að spila á Wembley sem sumir gera aldrei (þó að sökum meiðsla hafi þeir reyndar verið fáir). Annars verður leiksins aðallega minnst fyrir það að Foster notaði ipod til að undirbúa sig undir vítaspyrnukeppnina. Við það bætist auðvitað að sökum taps hjá Liverpool getur United með sigri í leiknum sem þeir eiga inni náð 10 stiga forskoti en nú eru 11 umferðir eftir.
Nöfn: Að lokum verð ég að lýsa yfir mikilli ángæju minni með ljóðskáldið Daða og konu hans Heiðu sem gerðu sér lítið fyrir og skýrðu frumburð sinn Sigurrós væntanlega eftir bestu hljómsveit í heiminum. Menn voru að spá að nafnið yrði Jóhanna eftir forsætisráðherranum en nafnið sem varð fyrir valinu kætti mig jafn mikið og gleði Viðars hefði orðið ef stúlkan hefði verið skýrð Viðey (sem menn vilja meina að hafi einnig komið sterklega til greina).
Nú geta menn varla skýrt sama nafni svo að spurningin er eingöngu hvort að mannanafnanefnd samþykki nafnið: Godspeed You! Black Emperor sem stúlkunafn.
Lifið heil.
Er lífið ekki dásamlegt?
Stjórnmál: Það þarf auðvitað ekki að ræða það frekar en síðan síðasta færsla birtist hér hefur ansi margt gerst í stjórnmálum eins og heiminum öllum. Við skulum alls ekki ræða Davíð Oddsson en halda því til haga að hann er loksins farinn úr Seðlabankanum og vonandi fer hann að gera eitthvað skemmtilegt.
Hinn slyngi stjórnmálamaður og sá sem hleypti Davíð til valda sjálfur Jón Baldvin ætlar í formannsframboð fyrir Samfylkinguna... hann hefur ýmislegt fram að færa og jákvætt að það séu ekki allir sem ætli að sitja undir þessu nánast breytingarlausa rænuleysi flokksins - en hann vinnur auðvitað aldrei Ingibjörgu en hænur hennar hafa nú allar gaggað í kór um að hún eigi að vera áfram formaður (Davíðs syndromið).
Sjálfstæðisflokkurinn reynir að fegra ímynd sína með drögum að því hvað hann hefði mátt gera betur auðvitað munu einhverjir aumingjagóðir menn hoppa á vagninn og fyrirgefa þeim en annars verður það þessi harði 25-30% kjarni sem heldur fylginu uppi í vor og myndu gera það... jafnvel þó að gjörðir flokksins myndu leiða af sér þjóðargjaldþrot (humm bíddu?).
Þá hafa væntanlega allir lesendur þessarar síðu kynnt sér hinn nýja fréttavef sem ber heitið Pressan og er nánast tvíburabróðir vefsins Eyjan svo líkar eru síðurnar. Nokkrir spennandi pistlahöfundar eru á pressunni m.a. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Björgvin G. Sigurðsson og Sigmundur Ernir - þannig að þrátt fyrir að vera alveg eins og Eyjan að þá getur þetta með tímanum væntanlega gengið upp.
Knattspyrna: Frá Sjálfstæðisflokknum og beint yfir í Liverpool - viðeigandi? Liverpool er fáránlegt lið eins og síðasta vika sannaði. Hvernig er hægt að vinna Real Madrid á útivelli en tapa svo fyrir Boro? Nálægast réttu svari er líklega að Liverpool á eiginlega aldrei í vandræðum varnarlega en næstum því alltaf sóknarlega. Það er það sem vill gerast þegar að lið spilar með fjóra menn í vörn þar sem enginn af þeim getur með góðu móti hvorki sótt né spilað bolta, fyrir framan þá eru tveir miðjumenn sem eru varnarsinnaðir og á hægri kantinum er auka bakvörður - með markmanni eru það því átta menn sem taka takmarkaðan þátt í sóknarleiknum og á hinum vængnum er oftast lítil hætta og því einungis 2-3 menn sem geta með góðu móti sótt... þetta höfum við farið yfir áður.
Enn eina ferðina blasir við Catch 22 hjá Liverpool. Liðið alveg á mörkum þess að vera búið að kasta frá sér möguleika á titlinum (ég held að leikmenn séu búnir að tapa henni í huganum) en fer svo væntanlega langt í Meistardeildinni og þá spyrja menn enn og aftur: Hvað á Rafa að fá langan tíma í viðbót? Brotthvarf Rick Parry ýtir undir það að þó að hann klikki á seinni stigum Meistaradeildarinnar að þá fái hann minnst ár í viðbót og þá væntanlega nýjan samning (sem hann hefur reyndar afþakkað nokkrum sinnum vegna ófullnægjandi skilyrða), aðdáendur Liverpool verða því væntanlega að horfa upp á eitt ár í viðbót í það minnsta af leiðinlegri varnarsinnaðri róbóta knattspyrnu - sorry!
United voru reyndar ekkert sérstaklega aðlaðandi í gær þegar þeir sigruðu Mikka Mús bikarkeppnina á Englandi. En Mikka Mús bikar er samt stund fyrir lið til að fagna ákveðnum áfanga og léttir sálrænt af einni keppni, en er auk þess góð og heilbrigð upplifun fyrir unga menn sem þurfa reynslu til að læra að vinna og hafa þá fengið að spila á Wembley sem sumir gera aldrei (þó að sökum meiðsla hafi þeir reyndar verið fáir). Annars verður leiksins aðallega minnst fyrir það að Foster notaði ipod til að undirbúa sig undir vítaspyrnukeppnina. Við það bætist auðvitað að sökum taps hjá Liverpool getur United með sigri í leiknum sem þeir eiga inni náð 10 stiga forskoti en nú eru 11 umferðir eftir.
Nöfn: Að lokum verð ég að lýsa yfir mikilli ángæju minni með ljóðskáldið Daða og konu hans Heiðu sem gerðu sér lítið fyrir og skýrðu frumburð sinn Sigurrós væntanlega eftir bestu hljómsveit í heiminum. Menn voru að spá að nafnið yrði Jóhanna eftir forsætisráðherranum en nafnið sem varð fyrir valinu kætti mig jafn mikið og gleði Viðars hefði orðið ef stúlkan hefði verið skýrð Viðey (sem menn vilja meina að hafi einnig komið sterklega til greina).
Nú geta menn varla skýrt sama nafni svo að spurningin er eingöngu hvort að mannanafnanefnd samþykki nafnið: Godspeed You! Black Emperor sem stúlkunafn.
Lifið heil.
Er lífið ekki dásamlegt?
Efnisorð: Fólk Knattspyrna, Lífið, Sigur Rós, Stjórnmál
7 Ummæli:
þú misstir af rosa potta-umræðum í gær. En á að horfa á Man Utd. í WC á eftir?
ivar
Steingleymdi því, fór að horfa á Liverpool eftir skólann - mæti næst (ef United er ekki að spila í CL).
Kemst ekki í kvöld en mæti í ræktina á morgunn.
Kveðja Bjarni Þór.
hvað segja menn um þessa könnun.
http://www.capacent.is/?PageID=762&NewsID=1136
en þar kemur fram að 41% beri traust til Þjóðkirkjunar. Núna er byggðar risastórar forljótar kirkjur í hverju nýju úthverfi sem rís (nýjast dæmið sem ég veit um er eitthvað skrímsli í salahverfi)og ekkert lát virðist vera á því. Hversu miklum peningum á að sóa í þessa vitleysu í viðbót... meðan landið brennur? Ég bara spyr. Og afhverju hefur enginn nefnt það að nú sé tími fyrir alvöru sparnaður aðgerðir.. aðskilja ríkis og kirkju? Sjálfstæðisflokkurinn er of upptekinn að lemja hausnum í stein og pumpa upp þjóðrembing til að koma í veg fyrir endurreisn samfélagsins.. en hvað með alla hina?
ciao,
ivar
Við verðum hreinlega að vona að það gerist strax eftir kosningar. Það er væntanlega enginn sem vill rugga bátnum fyrir kosningar, en vonandi verður það annað verk nýrrar ríkisstjórnar að aðskilja ríki og kirkju.
Kveðja Bjarni Þór.
Það eru engar líkur á því að það gerist, engar.
AFO
Auðvitað verður það ekki annað mál á dagskrá en ég myndi fara varlega í það að útiloka það á komandi kjörtímabili.
Í fyrsta lagi hefur könnun sýnt að meirihluti þjóðarinnar myndi vilja aðskilnað.
Í öðru lagi verður farið í frekari niðurskurð á næsta ári og það er ekki endalaust hægt að skera niður í velferðarkerfinu.
Í beinu framhaldi í þriðja lagi gætu þingmenn loksins látið verða að því í ljósi fyrstu punktanna tveggja.
VG hefur viljað aðskilnað, frjálslyndir menn innan Samfylkingar og Sjálfstæðisflokksins einnig og þá er spurningin einungis hvort að það sé meirihluti þingmanna eða ekki. Munum líka að þetta er og hefur verið á stefnuskrá þriggja ungliðahreyfinga og þeim fjölgar ört á þingi sem hafa nýleg kynni af þeim.
Þegar þessir aðilar fara svo að rýna í fjárlögin og hvar eigi að skera niður tugi milljarða að þá er hentugt að eiga sex milljarða í málaflokki sem meirihluti er fyrir í þjóðfélaginu að leggja niður.
Þjóðkirkjulaust Ísland 2010 - hljómar vel.
Ástarkveðja Bjarni Þór.
top [url=http://www.c-online-casino.co.uk/]uk casino online[/url] hinder the latest [url=http://www.casinolasvegass.com/]free casino bonus[/url] free no deposit bonus at the foremost [url=http://www.baywatchcasino.com/]www.baywatchcasino.com
[/url].
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim