fimmtudagur, maí 21, 2009

Punktablogg

Knattspyrna: Í dag er ár liðið frá því að Van der Sar varði vítaspyrnu frá Anelka og gerði United að Evrópumeisturum. Hér sjáum við special edition af því atviki.

Aftur til fortíðar: KenLou - Moonshine

Karfa: Sá fyrsta leikinn Lakers vs Nuggets, það var ekki burðugt hjá strákunum frá LA. Í rauninni stálheppnir að hafa af sigur og Carmelo Anthony fór illa með Kobe og sýndi mikla líkamlega yfrburði - get ekki ímyndað mér þá niðurlægingu sem mun eiga sér stað ef að Kobe ætlar að dekka LeBron... en sá maður þarf nauðsynlega að skrifa undir hjá Vesturstandarstórveldinu. Í dag myndi ég fórna Kobe, Odom og einni góðri varaskeifu fyrir LeBron.

Stjórnmál: Ég hef veigrað mér við því að tala um þessa nýju stjórn og ætla að halda því áfram. Það er ekki hægt að byrja að ræða um íslensk stjórnmál án þess að verða brjálaður.

Skólinn: Einn skyndiáfangi í júní, eitt próf í ágúst og MA-ritgerð og þá get ég hafist handa við að verða atvinnulaus stjórnmálafræðingur með MA í alþjóðasamskiptum.

Er lífið ekki dásamlegt?

2 Ummæli:

Anonymous Hagnaðurinn sagði...

Ég er ekki alveg sammála með Lakers og Kobe.

Fyrir það fyrsta dekkaði Kobe ekki Carmelo fyrr en síðustu 5 mínúturnar, og lokaði þá eiginlega alveg á hann. En það er rétt að Carmelo er sterkari og stærri. En það sem skiptir mestu máli er að Kobe steig upp þegar það skipti máli og skoraði 18 stig í Q4. Carmelo hvarf hins vegar nánast.

Í vetur hafa Lakers unnið alla leikins sem "þeir vilja vinna". Báða gegn Cleveland og báða gegn Boston, game 7 gegn Houston, og fleiri. Liðið hefur sýnt það (so far) að þeir delivera þegar það skiptir máli. Hvort það haldi áfram er svo annað mál.

Kobe mun aldrei dekka Lebron í úrslitunum, þ.e. ef liðin komast þangað, nema kannski stöku sinnum. Það lendir væntanlega á Ariza og einhvers konar hjálparvörn/double teams.

Þessi skipti væru fín uppá framtíðina að gera, en þetta mun aldrei gerast.

Ég spái Lakers áfram 4-1 og Cavs áfram 4-3.

Er vinna í nótt, eða á að mæta í Bjallavaðið í gláp?

Kobe

21 maí, 2009 23:22  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Aaahhh er að sjá þetta comment alltof seint. Spurning samt með gláp á einhvern af næstu leikjum, ég er til.

Ég vona að þú hafir rétt fyrir þér varðandi það að liðið stígi upp þegar á þarf... sá ekki leikinn í nótt en þeir þurfa að taka annan af tveimur næstu.
Mér fannst Carmelo alltaf vera að ýta Kobe frá sér, taka fráköst og skora, en kannski er maður orðin of vanur því að enginn eigi séns í Kobe og túlki það því sem svo að Carmelo hafi verið betri þegar þeir voru í raun svipaðir.

Ég veit að þessi skipti eru óskhyggjan ein og myndu aldrei gerast en ég var einungis að segja hversu langt ég myndi ganga. Ég vona líka að Kobe dekki ekki Lebron og ég vildi óska þess að höfuðið á Odom væri í lagi og þá hefðum við nokkuð góðan mann á Lebron.

22 maí, 2009 14:23  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim