laugardagur, maí 09, 2009

Til hamingju með Evrópudaginn!

Þegar gengið er um miðbæ Reykjavíkur í dag á þessum fagra bjarta vordegi, framhjá sendiráðum vina- og grannþjóða okkar í Evrópu má sjá blakta tvo fána hlið við hlið. Annars vegar hinn hefðbundna fána viðkomandi þjóðríkis og hins vegar fána Evrópusambandsins.
Það var á lágpunkti mannkynssögunnar, eftir að þjóðernishyggjan hafði valdið því að íbúar Evrópu slátruðu hvorum öðrum í tug milljóna tali í síðari heimsstyrjöldinni að menn litu grátbólgnir yfir vígvöllinn og sameinuðust um að slíkt mætti aldrei gerast aftur. Hugmyndin var sú að með því að samþætta efnahagslega hagsmuni ríkjanna mætti koma í veg fyrir stríð - að efnahagslegir hagsmunir myndu stuðla að pólitískum markmiðum.
Þá samvinnu má rekja til yfirlýsingar Robert Schuman þáverandi utanríkisráðherra Frakklands þennan dag, 9. maí árið 1950. Tæpu ári síðar var Kola- og stálbandalagið myndað sem upphaf þeirrar Evrópusamvinnu sem við í dag þekkjum sem Evrópusambandið.
Upphaflega var einungis um mjög takmarkaða samvinnu milli sex ríkja að ræða en í dag er Evrópusambandið samband 27 fullvalda og sjálfstæðra ríkja sem í sameiningu eru ekki einungis stærsta viðskiptablokk í heiminum (stærri en Bandaríkin) heldur leiðandi afl á fjölmörgum sviðum og má þar nefna umhverfisvernd, aðstoð við þriðja heiminn og við útbreiðslu lýðræðishugsjóna og mannréttinda sem ná langt út fyrir sambandið. Samvinnan nær m.a. til Tyrkland sem í framtíðinni verður væntanlega aðili að sambandinu en einnig þaðan til grannríkjanna í miðausturlöndum þar sem ESB ætlar sér stærra hlutverk til að koma á friði en eins á Evrópusambandið í sérstöku samstarfi við alla norðurströnd Afríku hinumegin við Miðjarðarhafið, þar sem markmiðið til lengri tíma er væntanlega að reyna að stuðla að samskonar samvinnu þar sem efnahagslegir hagsmunir þeirra ríkja myndu leiða að pólitískum markmiðum um grundvallarhugsjónir.
Innan sambandsins hafa lönd blómstrað og þroskast með grunnhugsjónum sambandsins um lýðræði, mannréttindi, tjáningarfrelsi, jafnrétti og frelsi einstaklingsins, jafnt þjóðir á borð við Þýskaland og Ítalíu sem stóðu á bakvið hræðilegustu fasistastjórnir mannkynssögunnar og á hinum endanum nú nýverið fyrrverandi lýðveldi Sovétríkjanna í allri sinni eymd og grimmd. Þær framfarir og pólitísku breytingar sem felast í grunngildunum má ekki síst rekja til efnahagslegrar samvinnu og á síðari árum í sameiginlegum gjaldmiðli sem hjálpað hefur þjóðum sem áður stóðu í eilífu efnahagslegu basli eins og við Íslendingar. Aðeins eitt ríki (Grænland) hefur sagt sig úr sambandinu en annars hefur ekkert ríki, ekki nokkur lýðræðissinnaður flokkur eða íbúar nokkurar þjóðar lagt til að segja sig úr sambandinu. Í viðamiklum rannsóknum á viðhorfum íbúa aðildarríkja Evrópusambandsins mælist engin þjóð neikvæðari í garð þess en jákvæð og þau ríki sem eru tregust innan sambandsins svo sem Bretar myndu aldrei láta sér detta í hug að ganga út úr Evrópusambandinu (ekki einu sinni frú Thatcher ein helsta stjarna íslenskra hægri manna og fyrrverandi leiðtogi Íhaldsflokksins lét sér detta það í hug).
Dagurinn í dag gæti vel verið síðasti Evrópudagurinn sem við Íslendingar stöndum utan Evrópusambandsins. Þó að hér höfum við ekki búið við alvarlega öfgaflokka né upplifað heimsstyrjöld hefur barnaleg hugmyndafræði í bland við ógeðfellda þjóðernishyggju lagt allt í rúst þannig að legið hefur við borgarastyrjöld. Við verðum líkt og vina- og grannþjóðir okkar að læra af reynslunni og lofa sjálfum okkur því sem nú horfum grátbólgin á Ísland brenna að slíkt megi aldrei gerst aftur, til þess þarf eitt skref framávið. Kæru Íslendingar, þetta er óður til gleðinnar - Til hamingju með Evrópudaginn!

Schuman yfirlýsingin

Europe will not be made all at once, or according to a single plan. It will be built through concrete achievements which first create a de facto solidarity. The coming together of the nations of Europe requires the elimination of the age-old opposition of France and Germany. Any action taken must in the first place concern these two countries. With this aim in view, the French Government proposes that action be taken immediately on one limited but decisive point.

It proposes that Franco-German production of coal and steel as a whole be placed under a common High Authority, within the framework of an organization open to the participation of the other countries of Europe. The pooling of coal and steel production should immediately provide for the setting up of common foundations for economic development as a first step in the federation of Europe, and will change the destinies of those regions which have long been devoted to the manufacture of munitions of war, of which they have been the most constant victims.

– Robert Schuman, extract from 9 May declaration.

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: , ,

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim