Vol. 2 - Til hamingju með Evrópudaginn!
Á þessum fallega Evrópudegi ættum við að leggja til hliðar ágreiningsmál um Evrópusambandið og minnast þeirra tuttuguogtveggja af þrátíuogfimm skrefum sem Ísland hefur tekið í átt að Evrópusambandinu og allur meginþorri þjóðarinnar hefur getað glaðst yfir. Jóhanna Sigurðardóttir, Bjarni Ben, Steingrímur J., Sigmundur Davíð, Borgarahreyfingin og öll þeirra hirð geta sammælst um það að inngangan í EFTA og svo EES samningurinn voru að sönnu framfaraskref sem rétt er að fagna. En hinir sönnu sigurvegarar Evrópuvæðingarinnar eru almenningur, íslenska þjóðin lítum á nokkur atriði:
Í dag fagna Íslendingar því sem áunnist hefur með milliskrefinu sem EES samningurinn var og er. Með auknu frelsi, hagkvæmni og þeim afleiðingum sem samningurinn hefur haft á íslenskt samfélag síðustu 15 ár.
Í dag fagna Íslendingar almennt og þó einkum minnihlutahópar þeim mannréttindum sem Evrópusambandið tryggir þeim gagnvart ríkisvaldinu.
Í dag fagna trúlausir og trúaðir auknu trúfrelsi, feministar og frjálshyggjumenn faðmast í sínum rétti, stóriðjusinnar fagna frelsi í orkumálum og umhverfissinnar harðri árangursríkri stefnu o.s.frv.
Í dag fagna aldraðir og öryrkjar Evrópusambandinu fyrir þann öryggisventil sem það hefur reynst gagnvart ríkisvaldinu t.d. varðandi öryrkjadóminn.
Í dag fagna stúdentar erlendis þeim fjölbreyttu valmöguleikum og auknu tækifærum sem myndast hafa við val á háskólum í Evrópu með EES samningnum og þeim leiðum sem þeim eru færir varðandi styrki til slíks náms.
Í dag fagna námsmenn á Íslandi samhæfðri stefnu í menntamálum sem gerir þeim kleift að stunda skiptinám og fjarnám og fá það metið á milli landa en auk þess auknum styrkjum á sviði vísinda og rannsókna.
Í dag fagnar launafólk þeim rétti sínum að geta unnið hvar sem er í Evrópu undir sameiginlegri löggjöf.
Í dag fagna okkar fremstu íþróttamenn, sérstaklega í knattspyrnu, handknattleik og körfubolta þeim auknu möguleikum til að spila með fremstu liðum Evrópu og fá borgað fyrir það sem áður giltu strangar reglur um.
Í dag fagna knattspyrnuáhugamenn jafnt innlendrar sem erlendrar knattspyrnu þeim fjölbreytileika sem frjáls för vinnuafls hefur skapað á íþróttina en áður var fjöldi þeirra takmarkaður. Væri Torres í Liverpool, væri Ronaldo í United, væri Fabregas í Arsenal? Sennilega ekki enda fengu þá færri yngri leikmenn tækifæri í erlendu landi. Sama gildir um aðrar íþróttir.
Í dag fagna þeir sem hafa viljað búa og ferðast um Evrópu þeim þægindum sem slíkt hefur skapað. Ekki síður fagna þeir sem eiga erlenda maka fyrir það aukna frelsi sem myndast hefur.
Í dag fagna neytendur þó því skrefi sem stigið hefur verið í fjölbreytara vöruvali og ódýrari kostum jafnt varðandi mat og föt.
Í dag fagnar Sjávarútvegurinn þeim auknu tækifærum og niðurfellingu hafta og tolla sem ávannst með EES samningnum og skapað hefur gríðarleg verðmæti.
Í dag fagna útflytjendur niðurfellingu hafta og tolla fyrir vörur sínar á evrópska efnahagssvæðið og innflytjendur fagna sömuleiðis í hina áttina. Viðskiptalífið, það sem eftir er af því fagnar.
Í dag fögnum við þeim fjölbreytileika sem orðið hefur í íslensku samfélagi t.d. í formi annarrar menningar og erlendra veitingahúsa.
Í dag má einnig fagna auknu öryggi Íslands í gegnum Schengen samstarfið.
Í dag fagna Alþýðusamband Íslands, Viðskiptaráð Íslands, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök iðnaðarins, Samtök verslunar og þjónustu og mörg fleiri hagsmunasamtök þess sem áunnist hefur með Evrópuvæðingu og munu halda áfram að berjast fyrir bættu samfélagi í gegnum inngöngu í ESB.
Í dag er svo sannarlega ástæða til að fagna ofangreindu og mörgu fleiru og sameinast um það sem þegar hefur áunnist - megi sú þróun halda lengi áfram!
Áfram Ísland - Áfram Evrópa!
Til hamingju með Evrópudaginn!
Er lífið ekki dásamlegt?
Í dag fagna Íslendingar því sem áunnist hefur með milliskrefinu sem EES samningurinn var og er. Með auknu frelsi, hagkvæmni og þeim afleiðingum sem samningurinn hefur haft á íslenskt samfélag síðustu 15 ár.
Í dag fagna Íslendingar almennt og þó einkum minnihlutahópar þeim mannréttindum sem Evrópusambandið tryggir þeim gagnvart ríkisvaldinu.
Í dag fagna trúlausir og trúaðir auknu trúfrelsi, feministar og frjálshyggjumenn faðmast í sínum rétti, stóriðjusinnar fagna frelsi í orkumálum og umhverfissinnar harðri árangursríkri stefnu o.s.frv.
Í dag fagna aldraðir og öryrkjar Evrópusambandinu fyrir þann öryggisventil sem það hefur reynst gagnvart ríkisvaldinu t.d. varðandi öryrkjadóminn.
Í dag fagna stúdentar erlendis þeim fjölbreyttu valmöguleikum og auknu tækifærum sem myndast hafa við val á háskólum í Evrópu með EES samningnum og þeim leiðum sem þeim eru færir varðandi styrki til slíks náms.
Í dag fagna námsmenn á Íslandi samhæfðri stefnu í menntamálum sem gerir þeim kleift að stunda skiptinám og fjarnám og fá það metið á milli landa en auk þess auknum styrkjum á sviði vísinda og rannsókna.
Í dag fagnar launafólk þeim rétti sínum að geta unnið hvar sem er í Evrópu undir sameiginlegri löggjöf.
Í dag fagna okkar fremstu íþróttamenn, sérstaklega í knattspyrnu, handknattleik og körfubolta þeim auknu möguleikum til að spila með fremstu liðum Evrópu og fá borgað fyrir það sem áður giltu strangar reglur um.
Í dag fagna knattspyrnuáhugamenn jafnt innlendrar sem erlendrar knattspyrnu þeim fjölbreytileika sem frjáls för vinnuafls hefur skapað á íþróttina en áður var fjöldi þeirra takmarkaður. Væri Torres í Liverpool, væri Ronaldo í United, væri Fabregas í Arsenal? Sennilega ekki enda fengu þá færri yngri leikmenn tækifæri í erlendu landi. Sama gildir um aðrar íþróttir.
Í dag fagna þeir sem hafa viljað búa og ferðast um Evrópu þeim þægindum sem slíkt hefur skapað. Ekki síður fagna þeir sem eiga erlenda maka fyrir það aukna frelsi sem myndast hefur.
Í dag fagna neytendur þó því skrefi sem stigið hefur verið í fjölbreytara vöruvali og ódýrari kostum jafnt varðandi mat og föt.
Í dag fagnar Sjávarútvegurinn þeim auknu tækifærum og niðurfellingu hafta og tolla sem ávannst með EES samningnum og skapað hefur gríðarleg verðmæti.
Í dag fagna útflytjendur niðurfellingu hafta og tolla fyrir vörur sínar á evrópska efnahagssvæðið og innflytjendur fagna sömuleiðis í hina áttina. Viðskiptalífið, það sem eftir er af því fagnar.
Í dag fögnum við þeim fjölbreytileika sem orðið hefur í íslensku samfélagi t.d. í formi annarrar menningar og erlendra veitingahúsa.
Í dag má einnig fagna auknu öryggi Íslands í gegnum Schengen samstarfið.
Í dag fagna Alþýðusamband Íslands, Viðskiptaráð Íslands, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök iðnaðarins, Samtök verslunar og þjónustu og mörg fleiri hagsmunasamtök þess sem áunnist hefur með Evrópuvæðingu og munu halda áfram að berjast fyrir bættu samfélagi í gegnum inngöngu í ESB.
Í dag er svo sannarlega ástæða til að fagna ofangreindu og mörgu fleiru og sameinast um það sem þegar hefur áunnist - megi sú þróun halda lengi áfram!
Áfram Ísland - Áfram Evrópa!
Til hamingju með Evrópudaginn!
Er lífið ekki dásamlegt?
Efnisorð: bandarísk stjórnmál, ESB, Lífið
2 Ummæli:
Ég fagna Leonardo da Vinci styrknum.. sem þýddi ókeypis ferðakostnaður (flug, lestir, strætó, taxar etc) og 650€ á mánuði (sem er um 110þús kall í dag samkv. seðlabanka genginu).
Án ESB/Leonardo-styrknum hefði verið erfiðara að búa á spáni og læra spænsku (þó hún sé ennþá fatal hjá mér).
Hvað með BF... er hann þakklátur fyrir ESB ;)?
ciao,
ivar
Ég trúi ekki öðru en að BF sé þakklátur fyrir ESB... eins og við ættum raunar öll að vera :)
Kveðja Bjarni Þór.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim