Hæfileikaríkir hugleysingjar
Ég er kominn á þá skoðun á þetta Lakers lið verði ekki að óbreyttu meistari á næstu árum. Að þurfa að fara í sjö leiki gegn slöku Houston liði sem vantar bæði McGrady og Yao Ming en auk þess varasenterinn sinn er niðurlægjandi. Gasol, Odom og Bynum mynda örugglega eina hæfileikaríkustu framherjasveit NBA sögunnar en eru svo huglausir aumingjar að orð fá því ekki lýst.
Er lífið ekki dásamlegt?
Er lífið ekki dásamlegt?
2 Ummæli:
Ég var að bíða eftir þessari bloggfærslu frá þér. Ég er sammála þér. Lakers hafa ekki verið sannfærandi. Hins vegar er ég það málhaltur auk þess að vera draghaltur eftir æfingu dagsins þannig að ég læt vin minn Emmcee um það að fjalla um hrakfarir sólstrandargæjanna:
http://emmcee.blog.is/blog/emmcee/entry/878281/
Það er hreinlega lítið við þessari gagnrýni að segja - því hún er réttmæt. Þú ert með á pappírunum drauma framherjapar, einn ef ekki besta leikmann deildarinnar og reyndan driplara sem getur sett þriggja stiga körfur... og svo nóg af hæfum mönnum til að leysa af á bekknum. Þessi frammistaða og lágdeyfð er hreinlega móðgun við stuðningsmennina.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim