Uppgjör
Nú líður senn að uppgjöri. Síðasti vinnudagurinn á núverandi vinnustað liðinn og síðasta önnin í MA-náminu einnig. Við tekur aðlögunartímabil en strax á morgunn mun ég hefja störf á Kleppi og skólalega bíður örnámskeið, MA-ritgerð og að lokum haustpróf. Þrjár einkunnir komnar í hús 8,5 , 9 og 9,5 - með bestu einkunnina í tveimur fögum og þá næstbestu í því þriðja. Meðaleinkunn er því 9 sem er sama tala og sá kílóa sem ég hef bætt við mig á þessari önn - ræktin Tjörvi?
Haustið er hins vegar óráðið, vonandi kemst ég inn í kennsluréttindin og allir þeir sem luma á vinnu eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband. Að öðru leyti hyggst ég koma með löngu tímabært comeback inn í það samfélag manna sem kallast ,,vinahópurinn", þ.e. verði ég boðinn þangað velkominn.
Er lífið ekki dásamlegt?
Haustið er hins vegar óráðið, vonandi kemst ég inn í kennsluréttindin og allir þeir sem luma á vinnu eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband. Að öðru leyti hyggst ég koma með löngu tímabært comeback inn í það samfélag manna sem kallast ,,vinahópurinn", þ.e. verði ég boðinn þangað velkominn.
Er lífið ekki dásamlegt?
Efnisorð: Lífið
6 Ummæli:
halelúja dagurinn sem þú hringir í mig og checka á mér, kíkja í létta körfu, chill, eða hvað sem er verður eftirminnilegur og yndislegur dagur.
kv bf
hehehe... já, þetta er fáránlegt :)
já ræktinn..usss... ég tek þetta slór á mig Bjarni. Næsta vika mætum við 5x og ekkert kjaftæði.
ciao,
ívar
:)
Ég er nú sjálfstæður einstaklingur og tek því ábyrgð á mínum gjörðum en núna verðum við að taka okkur á og fara að mæta 5x í viku... einn dag í einu samt.
Það er greinilegt að menn eru komnir í nýja vinnu... engir fleiri pistlar.
ivar
Afar dapurt, er reyndar líka að læra undir próf í vikunni - en eftir það eru það pistlar, ræktin og almenn gleði.
Kveðja Bjarni Þór.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim