miðvikudagur, nóvember 18, 2009

Næsta - Næsta kynslóð

Í pistlinum frá því fyrir nokkrum mínútum síðan rakti ég uppgang næstu kynslóðar hjá United sem er að koma sér fyrir í liðinu og var hann byggður á færslu sem ég skrifaði í ágúst 2008.
Niðurstaðan er sú að fjórir af átta eru komnir til að vera, tveir í viðbót eiga góðan séns, einn var seldur fyrir fínn pening en sá síðasti meiddist illa og á sennilega ekki mjög bjarta framtíð fyrir sér í knattspyrnu. Þá eru það næstu nöfn, sem er reyndar skrýtið að tala um þar sem sumir af þeim eru jafnaldrar og jafnvel eldri en strákarnir frá Ítalíu sem ég ræddi um fyrir ári síðan.

Fyrstur og sá sem sennilega kemur við sögu strax eftir áramót er Adem Ljajic fæddur árið 1991. United lánaði hann aftur til Partizan Belgrade þar sem hann hefur spilað undir leiðsögn frá United, bæði í deild og Evrópukeppni. Hann er sterklega byggður miðað við aldur og er almennt álitinn sóknarsinnaður miðjumaður en hefur einnig spilað báða kanta. Hann er með flottar hreyfingar, góðan leikskilning, góðar sendingar og getur skotið. Eina sem ég sé slæmt við hann er að hann hefur verið kallaður ,,Litli Kaka" en slík viðurnefni eru sjaldan líkleg til árangurs. Hér væri gaman að birta youtube myndbönd en þar sem Austur Evrópúbúar hafa ekki góðan tómlistarsmekk að þá sleppi ég því.

Paul Pogba er einungis 16 ára en ef að hann sleppur við meiðsli að þá get ég séð hann mættan á miðjuna hjá United eftir 3-4 ár. Hvet alla Arsenal aðdáendur til að horfa á þetta stutta myndbrot og um hvern þeir hugsa þegar þeir horfa á það (fáránlegt). Hann er 1,87 cm og þetta ungur, spilar sem (afturliggjandi) miðjumaður, líkamlega sterkur, teknískur miðað við hæð og með góða sendingargetu með báðum fótum.

Er Joshua King næsti kóngur á Old Trafford? 17 ára norskur senter sem gæti farið langt. Er þegar búinn að spila í deildarbikarnum með aðalliðinu og komst bæði nálægt því að skora auk þess að skilja varnarmann Wolves eftir á rassgatinu með lítilli hreyfingu. Er fljótur, sterkur, hefur tækni og getur skotið með báðum.

Reece Brown er að flestra mati nákvæm eftirmynd bróður síns Wes Brown. Sterkur, fljótur og spilar bæði miðvörð og hægri bakvörð.

Ravel Morrison er fæddur árið 1993, já við erum byrjaðir að tala um börn. Hann er einn umtalaðasti einstaklingurinn meðal United aðdáenda, sumir elska hann og aðrir vilja hann frá klúbbnum. Hefur hæfileika til að gera hvað sem er með tækni og hraða og leggur upp mörk og skorar eins og honum sýnist - vandamálið er að hann er líka upptekinn af því að vera í klíku í Manchester og hefur verið handtekinn í tengslum við hana.

Tek mögulega nokkra í viðbót síðar - en fyrir utan Ljajic þá held ég að við getum beðið í 1-3 ár með að sjá þessa gæja spila fyrir aðalliðið - mögulega í deildarbikar.

Er lífið ekki dásamlegt?

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim