Ain´t nothing but a G thang
Fræg varð sagan af því þegar Þórbergur ályktaði að fyrst að guð væri allsstaðar að þá hlyti hann að vera í skítahaugnum. Síðar kom annar Meistari fram og fullyrti að Guð byggi í öllu því sem byrjaði á G (gott ef að guð hefur ekki búið í gengishruninu á tónleikum síðustu misserin). En þrátt fyrir að vera í mengi þess síðarnefnda tókst hvorugum þessara manna að koma orðum að sömu niðurstöðu og vísindamennirnir sem hafa loksins fundið út að ,,guð býr í G blettinum amma” – þar hefur hann þá helvískur falið sig í allan þennan tíma.
Líklega hefur það ekki farið framhjá nokkurri konu né manni þegar að vísindamenn við King´s College í London (í rennblautum plasthönskum) komust að þeirri niðurstöðu, eftir langstærstu rannsókn á því efni, að vonlaust sé að finna nokkrar vísbendingar um G blettinn. Um var að ræða rúmlega 900 tvíbura á aldrinum 23-83 ára.
Það var í sjálfum sér ekki niðurstaðan sjálf sem vakti athygli mína, heldur hin guðfræðilega líka vörn/gagnrýni á niðurstöðurnar sem urðu í kjölfarið – þ.e. að líkt og með guð að þá afsanni þessi vísindalega rannsókn ekki, né sanni tilvist G blettsins, að mikilvægt sé að þeir sem áður hafi talið sig hafa G(uð) blettinn haldi áfram að njóta hans (trúa á hann) og að það sé hugsunin sem gefi reynslunni raunverulega merkingu – en nær hún lengra?
Í barnslegri einfeldni minni, fáfræði og prakkaraskap var það trú mín að nú gæti ég sett fram ,,Fjölblettakenningu Bjarna”því ef það væri einn G blettur sem sumar konur finndu en engir vísindamenn gætu bent á, þá gætu þeir allt eins skipt hundruðum – inn í þeim gæti allt eins búið ósýnilegt spagettí skrímsli. Það hlakkaði í mér, allt þar til að ég las mér til um það að til væru t.d. U og B blettir sem ég hafði aldrei heyrt um áður – kannski að þetta sé líkt og með trúnna menningarlega bundið, þarf ekki rannsókn á því?
Við skulum í það minnsta vona að mismunandi konur, úr mismunandi menningarheimum fari ekki að berjast hvor gegn annarri í nafni kynferðislega örvandi bletts/bletta, en það er skylda hvers manns að vara þann næsta við um leið og setningar á borð við,,Ég er þinn G blettur og þú skalt ekki aðra bletti hafa” fara að heyrast.
Við skulum ekki taka sénsinn á því: Karlmenn og lesbíur haldið konunum ykkar fullnægðum!
Ástarkveðja B.
Er lífið ekki dásamlegt?
Líklega hefur það ekki farið framhjá nokkurri konu né manni þegar að vísindamenn við King´s College í London (í rennblautum plasthönskum) komust að þeirri niðurstöðu, eftir langstærstu rannsókn á því efni, að vonlaust sé að finna nokkrar vísbendingar um G blettinn. Um var að ræða rúmlega 900 tvíbura á aldrinum 23-83 ára.
Það var í sjálfum sér ekki niðurstaðan sjálf sem vakti athygli mína, heldur hin guðfræðilega líka vörn/gagnrýni á niðurstöðurnar sem urðu í kjölfarið – þ.e. að líkt og með guð að þá afsanni þessi vísindalega rannsókn ekki, né sanni tilvist G blettsins, að mikilvægt sé að þeir sem áður hafi talið sig hafa G(uð) blettinn haldi áfram að njóta hans (trúa á hann) og að það sé hugsunin sem gefi reynslunni raunverulega merkingu – en nær hún lengra?
Í barnslegri einfeldni minni, fáfræði og prakkaraskap var það trú mín að nú gæti ég sett fram ,,Fjölblettakenningu Bjarna”því ef það væri einn G blettur sem sumar konur finndu en engir vísindamenn gætu bent á, þá gætu þeir allt eins skipt hundruðum – inn í þeim gæti allt eins búið ósýnilegt spagettí skrímsli. Það hlakkaði í mér, allt þar til að ég las mér til um það að til væru t.d. U og B blettir sem ég hafði aldrei heyrt um áður – kannski að þetta sé líkt og með trúnna menningarlega bundið, þarf ekki rannsókn á því?
Við skulum í það minnsta vona að mismunandi konur, úr mismunandi menningarheimum fari ekki að berjast hvor gegn annarri í nafni kynferðislega örvandi bletts/bletta, en það er skylda hvers manns að vara þann næsta við um leið og setningar á borð við,,Ég er þinn G blettur og þú skalt ekki aðra bletti hafa” fara að heyrast.
Við skulum ekki taka sénsinn á því: Karlmenn og lesbíur haldið konunum ykkar fullnægðum!
Ástarkveðja B.
Er lífið ekki dásamlegt?
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim