laugardagur, maí 29, 2010

Flærðarsenna

Annars erindi rekur
úlfur löngum sannast það
læst margur loforðsfrekur
lítt verður úr þá hert er að
meðan slær orð við eyra
er þér kær vinur að heyra
sértu fjær þá er það ekki meira

slíkt eru hyggindi haldin
höfðingsskapur og menntin prúð
veröldin falsi faldin
fóðrar sinn kjól með skollahúð
lærð er á lymsku beglur
leynt sér hjá fann þær reglur
sem köttur sá er kreppir að hvassar neglur

oft er fagurt í eyra
alþýðulof af hræsni veitt
hinum er á það heyra
heimur þykir sem kálfskinn eitt
í augun greið hlæja og hlakka
hrósa um leið biðja og þakka
búin er sneið er snúa þeir við þér hnakka

heimskur er sá sem heldur
hvers manns lof sem fullgert sé
einfaldur oft þess geldur
alvöru meinar það hinum er spé
tryggðargjöld táls með korni
temprast köld nema við sporni
vinur í kvöld er vélar þig að morgni

heimurinn hrekkjafulli
handverk þetta mest nú brúkar nú
að fegra eir með gulli
út gengur honum myntin sú
orðaglens ei þarf kaupa
allir léns með það hlaupa
kossa flens kallsa ljúga raupa

Er lífið ekki dásamlegt?

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim