mánudagur, janúar 18, 2010

Laumunautn

Væri staðan sú þegar að 21 umferðir eru búnar í ensku Úrvalsdeildinni að Nani hefði skorað 10 mörk og Anderson lagt upp 12 mörk og þeir spilað alla leikina að þá væru stuðningsmenn United löngu búnir að missa saur af gleði.
Það að Fabregas geri hvort tveggja á mínútufjölda sem spannar tæpa 15 heila leiki hreyfir varla við Arsenal mönnum - þeir vita sem er að þessi leiðtogi liðsins þeirra er orðinn einn allra besti knattspyrnuleikmaður í heiminum og það innan við 23 ára aldur (árinu yngri en Nani og árinu eldri en Anderson).
Ég er nokkuð vissum það að ef fjárhagsstaðan hjá United hefði verið í lagi síðasta sumar eftir söluna á Ronaldo að þá hefði Ferguson gert 50-60 milljóna punda tilboð í Fabregas. Því ef það er einn maður (að undanskyldum Ronaldo sjálfum) sem hefði smellpassað inn í United liðið þá væri það Fabregas. Tilhugsunin um Fabregas að stjórna hraðaupphlaupum með Rooney og Valencia fyrir framan sig eða að brjóta niður lið sem spila handboltavörn með þríhyrningum við Berbatov framkallar sjálfkrafa gæsahúð og þá er frátalið að maðurinn getur skotið fyrir utan teig, skorað úr aukaspyrnum og tekið góðar hornspyrnur (allt atriði sem hreinlega líta vandræðalega út hjá United í augnablikinu).
Fabregas er auðelskanlegur knattspyrnumaður, ekta eintak fyrir Leikhús Draumanna og aðdáendur Arsenal ættu að njóta hverrar einustu snertingar hans (á boltanum) - því að það er aldrei að vita hvenær spæsnku stórveldin hrifsa þennan töframann aftur til sín í sólina fyrir upphæð litlu lægri en þá sem United fékk fyrir Ronaldo.

Fabregas, ég elska þig í laumi


Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: , ,

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Já kæri vinur

Það besta við þessa alheimskreppu er að Man Utd stefnir lóðrétt á hausinn ...

Ég á eftir að njóta hverrar mínútu

Er lífið ekki dásamlegt?

Kv Barði Már Jónsson

21 janúar, 2010 18:52  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

:)

Þú sérð líka að ég er strax búinn að veðja á annað lið á gamalsaldri - svona til að hafa eitthvað lið til að fylgjast með þegar að United (og væntanlega Liverpool) stinga sér á bólakaf í aðra deild að hætti Leeds ;)

Kveðja Bjarni.

23 janúar, 2010 10:21  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim