Framkvæmdu vel, fláa ríkisstjórn ellegar Fuck Off!
Það er rétt að óska konum (og þeim körlum sem tóku þátt) til hamingju með það skref sem stigið var í dag, þann 4. mars þegar Alþingi samþykkti lög um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja.(1) Konur eru jafnt og þétt að stíga þau skref sem þarf til að jafna hlut kynjanna á hinum ýmsu stöðum, hvort sem er í viðskiptalífnu eða í stjórnmálum (þó að vissulega megi taka undir að það ferli mætti ganga hraðar fyrir sig, sama hvaða skoðun konur og karlar hafa á kynjakvóta). Þessi tímasetning er hins vegar handónýt hvort sem menn eru sammála henni eða ekki.
Fyrir rétt rúmum 100 árum var staða tveggja hópa mjög lík, kvenna sem börðust fyrir kosningarétti og þeirra sem vildu aðskilnað ríkis og kirkju. Fyrstu fjóru konurnar voru kjörnar í bæjarstjórn Reykjarvíkur árið 1908 (með þartilgerðum óþægindum fyrir íbúa og fyrirtæki í Túnahverfi rúmum 100 árum síðar).
Ári seinna þann 26.mars 1909 samþykktu dugmiklir Alþingismenn neðrideildar (með vott af gagnrýnni hugsun) þingsályktunartillögu þess efnis að skorað væri á landsstjórnina að undirbúa og leggja fyrir Alþingi frumvarp til laga um aðskilnað ríkis og kirkju.(2)
Margt hefur breyst frá því að Ísland var eitt fátækasta ríki Evrópu í byrjun 20.aldar, til þess að verða eitt það allra ríkasta í heiminum í lok og byrjun þessarar aldar, til þess eins að verða aftur í stöðu meðal þeirra verst settu í Evrópu í augnablikinu. Að sama skapi hefur barátta kvenna farið í gegnum marga sviptivinda síðastliðna öld en staðan er þó gjörbreytt – en enn lifir aðskilnaðarmálið í sama farvegi og sömu rökin gilda nú og þá.
Í nefndaráliti viðkomandi neðri deildar árið 1909 kom fram að óeðlilegt fyrirkomulag fælist í þjóðkirkjunni ,, jafn gagnstætt eðli kirkjunnar eins og eðli ríkisins” og að ,,andlega lífið í þjóðkirkjunni sé mjög dauft og trúaráhuginn hjá meðlimum hennar yfirleitt sljór”. Rök fyrsta flutningsmanns þingmálsins eru einnig áhugaverð fyrir nútímann en þau eru í hnotskurn að a) það væri óréttlátt að einstaklingar utan þjóðkirkjunnar þyrftu eigi að síður að greiða til jafns við meðlimi hennar b) að fáar hræður mættu til messu og kirkjan því orðin gagnslaus og c) að prestarnir séu orðnir steingervingar.
Andstæðingar tillögunnar höfðu að sjálfsögðu allt á hornum sér og töldu að með aðskilnaði yrði fólk afvegaleitt (þvílík kaldhæðni í ljósi sögunnar).(3)
Þáverandi ráðherra Íslands Björn Jónsson (faðir Sveins Björnssonar fyrsta forseta lýðveldisins) lýsti yfir stuðningi við að málið yrði tekið fyrir í milliþingnefnd en að niðurstaðan yrði sú að málið yrði látið í almenna atkvæðagreiðslu þar sem vilji þjóðarinnar kæmi fram (en málið var þá talið hafa fylgi töluverðs meirihluta þjóðarinnar). En enn bíðum við hér árið 2010, þrátt fyrir að meirihluti Íslendinga hafi stutt og styðji ennþá aðskilnað samkvæmt könnunum Capacent Gallup frá árunum 1994 til lok ársins 2009, en nýjasta könnunin sýndi að 74% landsmanna væru hlynntir aðskilnaði ríkis og kirkju.(4)
Núverandi stjórnarflokkar héldu síðasta vor landsþing sem reyndust nokkuð frjálslynd þegar kom að trúmálum - VG ályktuðu að stefna skyldi að aðskilnaði ríkis og kirkju. Það var því eitthvað gubbulegt fyrir undirritaðan, sem mætti sem frjálslyndur trúlaus evrópusinni á Landsfund Samfylkingarinnar, að þurfa að horfa upp á það hve barátta þeirra sem berjast fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju annars vegar og kvenréttindum hins vegar hefur farið sitthvorn veginn. Á sama tíma og Samfylkingin var að kjósa sér formann sem svo varð fyrsti kjörni kvenkyns forsætisráðherrann og það samkynhneigður, í ríkisstjórn með jafnt kynjahlutfall (allt saman frábært) að þá var tillögu um aðskilnað ríkis og kirkju vísað til framkvæmdarstjórnar vegna þess að málið væri of skammt komið í umræðunni til að greiða um það atkvæði(5) - 100 ára umræða einungis til þess að málið fengi að koðna niður í framkvæmdarstjórn.
Á laugardaginn kemur fer fram þjóðaratkvæðagreiðsla ef fram fer sem horfir. Ein af kröfum samfélagsins eftir efnahgshrun var krafan um beint lýðræði. Í aðskilnaði ríkis og kirkju felst tvenns konar tækifæri fyrir ríkisstjórnina, annars vegar að taka mark á kröfum þjóðarinnar og afleiðingarnar yrðu milljarða sparnaður fyrir ríkissjóð. Í könnun frá árinu 2007 kom einnig fram að 62% kjósenda stjórnarflokkanna tveggja vilja aðskilnaðinn og hefur sú tala eflaust hækkað eftir síðustu könnun – hún gæti því aukið vinsældir sínar sem síst er vanþörf á.
Hafi Alþingi tíma til að standa í þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave (lög sem að allir vita að eru markleysa á þessum tímapunkti) og að samþykkja lög um kynjakvóta, þá hefur Alþingi og einkum Samfylkingin tíma á þessu kjörtímabili til að hysja upp um sig buxurnar í þessu máli. Ég lýk þessu með sömu orðum og í þingsályktunartillögu frá árinu 1909 um að ég ,,... skori á landsstjórnina að undirbúa og leggja fyrir alþingi frumvarp til laga um aðskilnað ríkis og kirkju”(6) sem svo fari í þjóðaratvkæðagreiðslu, jafnvel þó að hún fari fram 101 ári eftir upphaflega áætlun.
Með ástarkveðju jafnt til trúaðra sem trúlausra og megi vísindin vera með ykkur, Bjarni Þór Pétursson.
PS. Pistillinn er byggður á öðrum eldri.
1.http://www.visir.is/article/20100304/FRETTIR01/744103429
2. Alþingistíðindi BII 1909.
3. Alþingistíðindi BII 1909.
4. http://www.capacent.is/Frettir-og-frodleikur/Thjodarpulsinn/Thjodarpulsinn/2009/12/04/Adskilnadur-rikis-og-kirkju/
5. http://sidmennt.is/2009/03/31/a%C3%B0-loknum-landsfundum-2009/
6. Alþingistíðindi BII 1909.
Fyrir rétt rúmum 100 árum var staða tveggja hópa mjög lík, kvenna sem börðust fyrir kosningarétti og þeirra sem vildu aðskilnað ríkis og kirkju. Fyrstu fjóru konurnar voru kjörnar í bæjarstjórn Reykjarvíkur árið 1908 (með þartilgerðum óþægindum fyrir íbúa og fyrirtæki í Túnahverfi rúmum 100 árum síðar).
Ári seinna þann 26.mars 1909 samþykktu dugmiklir Alþingismenn neðrideildar (með vott af gagnrýnni hugsun) þingsályktunartillögu þess efnis að skorað væri á landsstjórnina að undirbúa og leggja fyrir Alþingi frumvarp til laga um aðskilnað ríkis og kirkju.(2)
Margt hefur breyst frá því að Ísland var eitt fátækasta ríki Evrópu í byrjun 20.aldar, til þess að verða eitt það allra ríkasta í heiminum í lok og byrjun þessarar aldar, til þess eins að verða aftur í stöðu meðal þeirra verst settu í Evrópu í augnablikinu. Að sama skapi hefur barátta kvenna farið í gegnum marga sviptivinda síðastliðna öld en staðan er þó gjörbreytt – en enn lifir aðskilnaðarmálið í sama farvegi og sömu rökin gilda nú og þá.
Í nefndaráliti viðkomandi neðri deildar árið 1909 kom fram að óeðlilegt fyrirkomulag fælist í þjóðkirkjunni ,, jafn gagnstætt eðli kirkjunnar eins og eðli ríkisins” og að ,,andlega lífið í þjóðkirkjunni sé mjög dauft og trúaráhuginn hjá meðlimum hennar yfirleitt sljór”. Rök fyrsta flutningsmanns þingmálsins eru einnig áhugaverð fyrir nútímann en þau eru í hnotskurn að a) það væri óréttlátt að einstaklingar utan þjóðkirkjunnar þyrftu eigi að síður að greiða til jafns við meðlimi hennar b) að fáar hræður mættu til messu og kirkjan því orðin gagnslaus og c) að prestarnir séu orðnir steingervingar.
Andstæðingar tillögunnar höfðu að sjálfsögðu allt á hornum sér og töldu að með aðskilnaði yrði fólk afvegaleitt (þvílík kaldhæðni í ljósi sögunnar).(3)
Þáverandi ráðherra Íslands Björn Jónsson (faðir Sveins Björnssonar fyrsta forseta lýðveldisins) lýsti yfir stuðningi við að málið yrði tekið fyrir í milliþingnefnd en að niðurstaðan yrði sú að málið yrði látið í almenna atkvæðagreiðslu þar sem vilji þjóðarinnar kæmi fram (en málið var þá talið hafa fylgi töluverðs meirihluta þjóðarinnar). En enn bíðum við hér árið 2010, þrátt fyrir að meirihluti Íslendinga hafi stutt og styðji ennþá aðskilnað samkvæmt könnunum Capacent Gallup frá árunum 1994 til lok ársins 2009, en nýjasta könnunin sýndi að 74% landsmanna væru hlynntir aðskilnaði ríkis og kirkju.(4)
Núverandi stjórnarflokkar héldu síðasta vor landsþing sem reyndust nokkuð frjálslynd þegar kom að trúmálum - VG ályktuðu að stefna skyldi að aðskilnaði ríkis og kirkju. Það var því eitthvað gubbulegt fyrir undirritaðan, sem mætti sem frjálslyndur trúlaus evrópusinni á Landsfund Samfylkingarinnar, að þurfa að horfa upp á það hve barátta þeirra sem berjast fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju annars vegar og kvenréttindum hins vegar hefur farið sitthvorn veginn. Á sama tíma og Samfylkingin var að kjósa sér formann sem svo varð fyrsti kjörni kvenkyns forsætisráðherrann og það samkynhneigður, í ríkisstjórn með jafnt kynjahlutfall (allt saman frábært) að þá var tillögu um aðskilnað ríkis og kirkju vísað til framkvæmdarstjórnar vegna þess að málið væri of skammt komið í umræðunni til að greiða um það atkvæði(5) - 100 ára umræða einungis til þess að málið fengi að koðna niður í framkvæmdarstjórn.
Á laugardaginn kemur fer fram þjóðaratkvæðagreiðsla ef fram fer sem horfir. Ein af kröfum samfélagsins eftir efnahgshrun var krafan um beint lýðræði. Í aðskilnaði ríkis og kirkju felst tvenns konar tækifæri fyrir ríkisstjórnina, annars vegar að taka mark á kröfum þjóðarinnar og afleiðingarnar yrðu milljarða sparnaður fyrir ríkissjóð. Í könnun frá árinu 2007 kom einnig fram að 62% kjósenda stjórnarflokkanna tveggja vilja aðskilnaðinn og hefur sú tala eflaust hækkað eftir síðustu könnun – hún gæti því aukið vinsældir sínar sem síst er vanþörf á.
Hafi Alþingi tíma til að standa í þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave (lög sem að allir vita að eru markleysa á þessum tímapunkti) og að samþykkja lög um kynjakvóta, þá hefur Alþingi og einkum Samfylkingin tíma á þessu kjörtímabili til að hysja upp um sig buxurnar í þessu máli. Ég lýk þessu með sömu orðum og í þingsályktunartillögu frá árinu 1909 um að ég ,,... skori á landsstjórnina að undirbúa og leggja fyrir alþingi frumvarp til laga um aðskilnað ríkis og kirkju”(6) sem svo fari í þjóðaratvkæðagreiðslu, jafnvel þó að hún fari fram 101 ári eftir upphaflega áætlun.
Með ástarkveðju jafnt til trúaðra sem trúlausra og megi vísindin vera með ykkur, Bjarni Þór Pétursson.
PS. Pistillinn er byggður á öðrum eldri.
1.http://www.visir.is/article/20100304/FRETTIR01/744103429
2. Alþingistíðindi BII 1909.
3. Alþingistíðindi BII 1909.
4. http://www.capacent.is/Frettir-og-frodleikur/Thjodarpulsinn/Thjodarpulsinn/2009/12/04/Adskilnadur-rikis-og-kirkju/
5. http://sidmennt.is/2009/03/31/a%C3%B0-loknum-landsfundum-2009/
6. Alþingistíðindi BII 1909.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim