föstudagur, maí 07, 2010

Við sjáum myndband

Sam Harris: Science can answer moral questions

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: ,

5 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Var bara að horfa á þetta núna. Frábær fyrirlestur. Ánægjulegt að sjá menn taka afstöðu með sannleikanum í siðferðislegum málum í stað menningarlegrar afstæðishyggju. Virkilega góð dæmi með það að þó svo að það sé ekki til eitt rétt svar við spurningunni hvað er hollur matur að þá vita allir nokkurn vegin hvað heilbrigt mataræði er. Og skemmtileg pæling að það séu til sérfræðingar í "string-theory" og það eru til sérfræðingar í byggingarverkfræði og þá af hverju ekki þegar kemur að siðfræði.

En þetta er auðvitað varasamt því í aðra röndina virðist hann vera að segja að til þess að þekkja hið góða þurfum við enga sérfræðiþekkingu heldur vitum við það innst inni og ef við værum sett í heilaskanna þá kæmi það bersýnilega í ljós, en á hinn bóginn er hann að segja að til séu siðfræðisérfræðingar sem leita á til, rétt eins og við leitum til byggingarverkfræðinga þegar við byggjum brú. Þetta stangast svolítið á en eyðileggur svo sem ekkert það sem Ted hefur fram að færa.

En mætti ekki bara segja að við séum öll sérfræðingar í siðferðismálum, að ef við horfum inn á við þá vitum innst inni hvað hið góða er, en við erum því miður of oft ekki fær um að sjá það eða upplifa fyrir hugmyndafræðilegu/menningarlegu öskufalli (til að hafa þetta í takt við atburði samtímans)?

AFO

10 maí, 2010 12:10  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Þetta er auðvitað einungis einn af fjölmörgum hressandi fyrirlestrum frá TED. Merkilegt hvað maður verður jákvæðari eftir að hafa horft á einn til tvo.

Þarf greinilega að fara að grípa í bók eftir Harris. Fyrirlesturinn er í það minnsta góður og þó að hann sé ekki gallalaus þá hjálpar hann vonandi til við að berja niður múra vestanhafs, það er þörf á endurkomu upplýsingarinnar þar eins og víða annars staðar.

Sjálf höfum við líka gott af tengingunni og þó að við séum öll sérfræðingar að þá þýðir það auðvitað ekki að ekki sé hægt að auka við þá þekkingu eða líta á hana út frá öðru sjónarhorni en venjulega - hversu fyndið væri það ef að næstu stóru skref í siðferðisþroska mannsins væru í gegnum framfarir í bláköldum vísindum?

11 maí, 2010 05:59  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Já, ég verð þó að viðurkenna að ég skyldi ekki alveg vísindatenginguna. Mér fannst þetta svolítið örvæntingafullt múv hjá honum að draga heilann inn í þetta eins og hann þyrfti að réttlæti heitið á fyrirlestrinum.

Er hann að meina að það verði hægt að sýna fram hvað hið siðferðislega rétta er, rétt eins og þegar sýnt var fram á að jörðin væri ekki í miðju sköpunarverksins og væri heldur ekki flöt, og að endingu þurfi menn, talibanar og aðrir sem lifa í siðferðislegri villu, að sætta sig við það og byrja að lifa eftir því?

AFO

11 maí, 2010 09:55  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Bíddu, nú held ég að ég verði að horfa á þennan fyrirlestur aftur til að svara því.
Annars neyða vísindin auðvitað ekki einn né neinn til neins. Síðan hvenær hafa rök, vísindi og staðreyndir verið að þvælast fyrir öfgafólki :)

Kveðja Bjarni Þór

16 maí, 2010 04:14  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Einmitt það sem ég er hræddur um, að öfgafólk láti allt tal um siðferðislegar staðreyndir sem vind um eyru þjóta. Það gallinn held ég.

AFO

17 maí, 2010 10:29  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim