Ég þori, get og vil (sama hverjar afleiðingarnar verða)
Those who would give up essential liberty to purchase a little temporary safety deserves neither liberty nor safety.
Það er einhver ógurlega skemmtileg og barnaleg heimska í loftinu. Heimska sem snýr að því að helstu vandamál Íslands séu átök kynjaheima (til að smyrja þetta við heimsku Huntington) og barnaskapur að því leyti að margir þeir sem nú umgangast völd í fyrsta skiptið hegða sér eins og unglingar á sínu fyrsta fylleríi – en veit þetta fólk ekki að fyrsti sopinn getur leitt það út í vændi? (Hvar er kaldhæðnistakkinn?).
Almennt má segja að afleiðingar kreppu séu að margir af viðbjóðslegustu hlutum og hugmyndum mannskepnunnar fari að grassera. Spilling innan stjórnsýslunnar eykst, fólk leitar til gvuðs með allan fjandann, þjóðernishyggja eykst semog útlendingahatur, fólk fer að drekka meira, heimilisofbeldi eykst og staða kvenna versnar. Við Íslendingar sem vorum svo sérstök að um okkar efnahagsmál giltu sérstök lögmál ætlum hins vegar að koma okkur útúr kreppunni með öfgafullum feminisma (sem að hlýtur að teljast einsdæmi). Frá freyðvínsleppjandi frjálshyggjuöpum til forræðishyggju feminista – Saga Íslands frá 1990-2010.
Á meðan landsmönnum og fyrirtækjum blæðir út, á meðan Icesave er óleyst og Evrópuferðin á hraða snigilsins, á meðan ekki hefur verið gripið til róttæks niðurskurðar í landbúnaði né með aðskilnaði ríkis og kirkju, þegar þúsundir eru atvinnulausir og peningamálastefnan er í lausu lofti þá er svar þessarar hörmulegu ríkisstjórnar og Alþingis að fara að dúlla sér í einhverju ópraktísku kynjablaðri.
Blaðamaðurinn og feministinn Julie Bindel ritar um þetta eina verstu staðreyndarvillugrein sem skrifuð hefur verið í The Guardian (en hún telur m.a. að bann á strippstöðum sé mögulega tilkomið vegna kynhneigðar forsætisráðherra). Þessari grein sveifla íslenskir feministar með erótískum hætti framan í fólk á alnetinu að hætti glenntra dansmeyja. Sjarminn minnkar hins vegar ögn þegar Bindel fullyrðir að Ísland sé fyrsta landið sem gangi þennan veg sökum feminisma en ekki vegna öfgatrúar. Að öðru leyti er þetta rosalega vond áróðursgrein þar sem því er meðal annars haldið fram að Ísland sé á mörkum þess að loka kynlífsiðnaðnum hérlendis og að þjóðin hafi sameinast um hugmyndafræðina (ekki man ég til þess að hún hafi sérstaklega verið spurð að því).
Samt eru það ekki eingöngu forgangsmál sem mæla gegn þessum lögum. Fólk festist strax í leiðinlegri rökræðu um það hvort að það sé með eða á móti strippbúllum, sem snýst fljótlega upp í hugmyndafræðilegan leik þar sem annar leikur Hannes Hólmstein (og dásamar einstaklingsfrelsið) en mótaðilinn bregður sér í líki Sóleyjar Tómasdóttur (og dásamar kvenfrelsi og jafnrétti).
Fáir virðast hins vegar fara í hlutlausan gír og spyrja hverjar afleiðingarnar kunni að verða? Enginn virðist spyrja sig að því hvað verður um þær konur sem störfuðu við að dansa? Samkvæmt grein Bindel (sem ég reyndar efast um þar sem nánast engin af hennar fullyrðingum virðist standast) að þá mæta hingað um 100 konur árlega. Hefur Alþingi boðið einhverjum af þessum konum að hefja hér nýtt og betra líf eða er það úr þeirra verkahring þegar að flugvélin hefur sig á loft og flýgur með þessar konur sem (samkvæmt fréttum) margar hverjar eru frá A-Evrópu í miklu mun verri aðstæður... eða halda þingmenn að þær fái allar starf við það að búa til jafnréttis- eða umhverfisáætlanir í heimalandinu?
Hvað með þær sem eftir verða, verður eftirlit hert eða trúa þingmenn því raunverulega að bann samkvæmt lögum verði til þess að allt blessist? Er ekki miklu mun líklegra að það sama gerist og þegar bjór var bannaður, að menn fari yfir í sterkari drykki (leiti þá í eitthvað annað svipað, í stað þess að gera eitthvað nytsamlegt)? Nú ef að flugufótur er fyrir þeim óstuddu fullyrðingum að á þessum stöðum hafi grasserað vændi, þá má gera ráð fyrir því að það haldi áfram neðanjarðar (það er engin klisja heldur mjög líklegur möguleiki) og hverjir eru það þá aðrir en verstu níðingarnir sem brjóta lögin og er þá ekki allt eins líklegt að vegna þess að erfiðara verður að hafa eftirlit að þá færist aukin harka í spilið? Er þetta í rauninni ekki táknrænn sigur á blaði, en valdi stórskaða í raunveruleikanum? Að staða þessara kvenna versni og það á kostnað skattborgara.
Sagan er uppfull af boðum og bönnum misgáfulegra stjórnmálamanna sem vilja samkvæmt einhverri stórkostlegri yfirburða siðferðiskennd hafa vitið fyrir öðru fullorðnu fólki. Oft virðist hafa verið rennt blint í sjóinn og því ekki velt upp hvort að bannið sé betra en að leyfa það. Hvers vegna skyldi það vera að aðrar vestrænar þjóðir hafi ákveðið að leyfa strippstaði? Ætli það sé vegna þess að bandarísk og evrópsk stjórnvöld séu svo miklir perrar? Í einhverjum tilfellum kann svarið að vera já að hluta, en ætli það hafi ekki spilað mest inní að bannið var verra en leyfið. Hringir það í alvörunni engum viðvörunarbjöllum þegar það er fullyrt að Ísland sé fyrsta landið sem stígur þessi skref vegna feminisma en ekki vegna öfgatrúar?
Að lokum má snúa út úr orðum Benjamin Franklin og segja að þeir sem eru tilbúnir til að fórna frelsi einstaklingsins fyrir skammgóða foræðishyggju eiga hvorki skilið frelsið sjálft né réttinn til að taka ákvarðanir (hvort sem er fyrir sjálfa sig eða aðra).
Er lífið ekki dásamlegt?
Það er einhver ógurlega skemmtileg og barnaleg heimska í loftinu. Heimska sem snýr að því að helstu vandamál Íslands séu átök kynjaheima (til að smyrja þetta við heimsku Huntington) og barnaskapur að því leyti að margir þeir sem nú umgangast völd í fyrsta skiptið hegða sér eins og unglingar á sínu fyrsta fylleríi – en veit þetta fólk ekki að fyrsti sopinn getur leitt það út í vændi? (Hvar er kaldhæðnistakkinn?).
Almennt má segja að afleiðingar kreppu séu að margir af viðbjóðslegustu hlutum og hugmyndum mannskepnunnar fari að grassera. Spilling innan stjórnsýslunnar eykst, fólk leitar til gvuðs með allan fjandann, þjóðernishyggja eykst semog útlendingahatur, fólk fer að drekka meira, heimilisofbeldi eykst og staða kvenna versnar. Við Íslendingar sem vorum svo sérstök að um okkar efnahagsmál giltu sérstök lögmál ætlum hins vegar að koma okkur útúr kreppunni með öfgafullum feminisma (sem að hlýtur að teljast einsdæmi). Frá freyðvínsleppjandi frjálshyggjuöpum til forræðishyggju feminista – Saga Íslands frá 1990-2010.
Á meðan landsmönnum og fyrirtækjum blæðir út, á meðan Icesave er óleyst og Evrópuferðin á hraða snigilsins, á meðan ekki hefur verið gripið til róttæks niðurskurðar í landbúnaði né með aðskilnaði ríkis og kirkju, þegar þúsundir eru atvinnulausir og peningamálastefnan er í lausu lofti þá er svar þessarar hörmulegu ríkisstjórnar og Alþingis að fara að dúlla sér í einhverju ópraktísku kynjablaðri.
Blaðamaðurinn og feministinn Julie Bindel ritar um þetta eina verstu staðreyndarvillugrein sem skrifuð hefur verið í The Guardian (en hún telur m.a. að bann á strippstöðum sé mögulega tilkomið vegna kynhneigðar forsætisráðherra). Þessari grein sveifla íslenskir feministar með erótískum hætti framan í fólk á alnetinu að hætti glenntra dansmeyja. Sjarminn minnkar hins vegar ögn þegar Bindel fullyrðir að Ísland sé fyrsta landið sem gangi þennan veg sökum feminisma en ekki vegna öfgatrúar. Að öðru leyti er þetta rosalega vond áróðursgrein þar sem því er meðal annars haldið fram að Ísland sé á mörkum þess að loka kynlífsiðnaðnum hérlendis og að þjóðin hafi sameinast um hugmyndafræðina (ekki man ég til þess að hún hafi sérstaklega verið spurð að því).
Samt eru það ekki eingöngu forgangsmál sem mæla gegn þessum lögum. Fólk festist strax í leiðinlegri rökræðu um það hvort að það sé með eða á móti strippbúllum, sem snýst fljótlega upp í hugmyndafræðilegan leik þar sem annar leikur Hannes Hólmstein (og dásamar einstaklingsfrelsið) en mótaðilinn bregður sér í líki Sóleyjar Tómasdóttur (og dásamar kvenfrelsi og jafnrétti).
Fáir virðast hins vegar fara í hlutlausan gír og spyrja hverjar afleiðingarnar kunni að verða? Enginn virðist spyrja sig að því hvað verður um þær konur sem störfuðu við að dansa? Samkvæmt grein Bindel (sem ég reyndar efast um þar sem nánast engin af hennar fullyrðingum virðist standast) að þá mæta hingað um 100 konur árlega. Hefur Alþingi boðið einhverjum af þessum konum að hefja hér nýtt og betra líf eða er það úr þeirra verkahring þegar að flugvélin hefur sig á loft og flýgur með þessar konur sem (samkvæmt fréttum) margar hverjar eru frá A-Evrópu í miklu mun verri aðstæður... eða halda þingmenn að þær fái allar starf við það að búa til jafnréttis- eða umhverfisáætlanir í heimalandinu?
Hvað með þær sem eftir verða, verður eftirlit hert eða trúa þingmenn því raunverulega að bann samkvæmt lögum verði til þess að allt blessist? Er ekki miklu mun líklegra að það sama gerist og þegar bjór var bannaður, að menn fari yfir í sterkari drykki (leiti þá í eitthvað annað svipað, í stað þess að gera eitthvað nytsamlegt)? Nú ef að flugufótur er fyrir þeim óstuddu fullyrðingum að á þessum stöðum hafi grasserað vændi, þá má gera ráð fyrir því að það haldi áfram neðanjarðar (það er engin klisja heldur mjög líklegur möguleiki) og hverjir eru það þá aðrir en verstu níðingarnir sem brjóta lögin og er þá ekki allt eins líklegt að vegna þess að erfiðara verður að hafa eftirlit að þá færist aukin harka í spilið? Er þetta í rauninni ekki táknrænn sigur á blaði, en valdi stórskaða í raunveruleikanum? Að staða þessara kvenna versni og það á kostnað skattborgara.
Sagan er uppfull af boðum og bönnum misgáfulegra stjórnmálamanna sem vilja samkvæmt einhverri stórkostlegri yfirburða siðferðiskennd hafa vitið fyrir öðru fullorðnu fólki. Oft virðist hafa verið rennt blint í sjóinn og því ekki velt upp hvort að bannið sé betra en að leyfa það. Hvers vegna skyldi það vera að aðrar vestrænar þjóðir hafi ákveðið að leyfa strippstaði? Ætli það sé vegna þess að bandarísk og evrópsk stjórnvöld séu svo miklir perrar? Í einhverjum tilfellum kann svarið að vera já að hluta, en ætli það hafi ekki spilað mest inní að bannið var verra en leyfið. Hringir það í alvörunni engum viðvörunarbjöllum þegar það er fullyrt að Ísland sé fyrsta landið sem stígur þessi skref vegna feminisma en ekki vegna öfgatrúar?
Að lokum má snúa út úr orðum Benjamin Franklin og segja að þeir sem eru tilbúnir til að fórna frelsi einstaklingsins fyrir skammgóða foræðishyggju eiga hvorki skilið frelsið sjálft né réttinn til að taka ákvarðanir (hvort sem er fyrir sjálfa sig eða aðra).
Er lífið ekki dásamlegt?
Efnisorð: Stjórnmál
6 Ummæli:
Þetta er alveg ótrúlega málefnalegt og flott blogg, til hreinnar fyrirmyndar. Það er rétt, jafnrétti má bíða, það hefur setið á hakanum frá því alltaf og hvað munar um nokkur ár á meðan við erum að byggja upp samfélagið aftur á þeim sömu gildum og viðmiðum sem fleyttu okkur þó eins langt og við erum komin.
p.s. það virðist vera smá stílbrot í blogginu þínu, það vantar alla broskallana sem hefðu passað svo ágætlega með því.
flott blogg Bjarni... mér finnst það alltaf meira og meira augljóst að núverandi stjórnfyrirkomulag virkar bara ekki.
kv,
ivar
Góður pistill Bjarni. Mig langar að fara aðeins lengra með það sem þú ert að koma að í sambandi við strippbúllur.
Það sem eftir situr við misígrundaðar löggjafir er oft á tíðum vandamálið sjálft. Hvort sem um er að ræða strippbúllur eða verkfallslög virðist rökræðan, dýpt hennar eða ólíkar hliðar oftast fá að víkja fyrir ferköntuðum Cheeriospakka/öfgarökum - að þessu sinni frá öfgafemínistum.
Engum dylst að fæstir myndu velja sér stripp sem atvinnugrein, en hvað fæst með banninu, erum við þar með búin að útrýma mögulegum vandamálum þeirra sem stunda strippdans?
Ættum við ekki frekar að spyrja okkur að því hvar vandamálið liggur? (Ég hef ekki ígrundað það nægilega vel til þess að koma með einhverja patent kenningu þess efnis auk þess sem það er efni í heila ritgerð) En liggur það ekki í augum uppi að í hugum flests fólks er jafnrétti jafn illa skilgreint, órætt orðskrípi og frelsi einstaklingsins. Veit fólk hvað felst í þessum orðum?
Færa má rök fyrir því að stripparinn sé fangi ófrelsis, niðurlægður nakinn að dansa fyrir peninga og þar af leiðandi sé það jafnréttismál að bjarga honum frá ömurlegum örlögum.
Einnig má færa rök fyrir því að það sé ótækt ójafnrétti að taka stripp sem valkost frá manneskju sem ekki hefur margt fram að bjóða á atvinnumarkaði. Þetta er í það minnsta vel greidd innivinna þar sem gamlir dansaradraumar fá að njóta sín í mýflugumynd(:
Síðarnefndu rökunum er hins vegar eytt af einhverjum "pólitískt réttþenkjandi" besservisserum sem fara samstundis að tala um að vændi og mansal sé tengt strippstöðum (eins og það komi rökræðunni eitthvað við, vandamálið er enn til staðar), með sömu rökum má segja bönnum bjórinn, hann leiðir til kókaínneyslu, bönnum kraftlyftingar þær leiða til steraneyslu, bönnum stjórnmál- þau leiða til spillingar o.s.frv.)
Þessu má einnig snúa við. Leyfum strippdans - hann er í það minnsta leið út úr sárri fátækt. Leyfum vændi - það er í það minnsta leið úr sárri fátækt auk þess sem hafa má hafa lækniseftirlit með ólánsömum manneskjum sem stunda slíkt. Leyfum eiturlyf - með slíku móti má auðvelda læknisþjónustu við fíkla auk skatttekna til forvarna og meðferða.
Þó vissulega séu síðarnefndu rökin bulletproof, gera þau í það minnsta ráð fyrir þessum vandamálum samfélagsins.
Oft virðist sem svokallaður jafnréttissinnar miði jafnrétti við sitt eigið líf og vilji helst loka augunum fyrir vandamálunum og svara þeim með cheeriospakkalausnum sem breyta vandamálunum nákvæmlega ekki neitt.
Að lokum má færa rök fyrir því að strippbúllubannið sé hluti af einangrunarstefnu ríkisstjórnarinnar sem leitast við að loka landinu fyrir erlendum áhrifum, "góðum" eða "slæmum". Hendum erlendum strippurum úr landi og leyfum þeim að há sína varnarbaráttu einhvers staðar annars staðar en á Íslandi.
Jæja, ég nenni þessu ekki lengur.
Kv, Viðar.
"ekki bulletproof" átti að standa í textanum.
Vá, ég var núna að sjá allar þessar umræður á fésbókinni þar sem þetta var nú basically allt coverað(:
Já hún er/var löng umræðan á facebook, held að ég þurfi ekki að svara neinu hér - annars getið þið beðið mig um það.
Kveðja Bjarni
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim