þriðjudagur, október 31, 2006

Kvennafrídagurinn 2005

Formáli: Oft gerist það að ljóð gleymast, eitt slíkt fær hér að fljóta enda tímalaust viðfangsefni (hingað til). Ljóðið var samið í kjölfar Kvennafrídagsins 2005 og ber því hið frumlega nafn hér að neðan:

Kvennafrídagurinn 2005

Heyrði 50.000 konur
syngjandi hvíslandi
En varla nokkur mann
hlustandi á Íslandi
,,Horfði á tugþúsundir talendur
með tungurnar brotnar”
Hjörðdýrkun og gleði
en raddir einstaklinganna rotnar
Ég horfði í augun á konu,
innra með henni brann
Ég sá öldu sem gat drekkt
heiminum sem hann ann
Ég heyrði í ungri konu
sem ætlaði að koma betur klædd
Í gönguna með dóttur sinni
eftir 30 ár - sem nú er ófædd
Ég las vefbókarsíðu sem benti
í 1000asta skipti á jafnréttislög
En hætti, hlustaði á Meistarann
og meðvituð sjálfsmorðsdrög
Ég sá konur yfir myndum
Morgunblaðsins kætast
kunna langsóttir draumar með göngunni
einni að rætast?
Hvar er kraftur einstaklingsins?
hvar er næsta skref mín kæra?
Hver er ávinningurinn þeirra
er gönguna mæra?
Jú það er virðingarverð bjartsýni
að þora að vona
En hvað ef það bregst?
já hvað þá unga kona?
Jú það er virðingarverð bjartsýni
Að þora að vona
En hvað ef það bregst?
Já, hvað þá gamla kona?


Niðurlag: Það sem einkenndi þessa göngu annars að frásögn ljóðsins undanskyldnu var sú kaldhæðnislega staðreynd, að fjöldi kvenna dröslandi barnavögnum töfðu gönguna mjög frá Hallgrímskirkju og niður á Ingólfstorg - sem mér fannst táknrænt fyrir stöðu kvenna á atvinnumarkaði... hver ræður konu sem yfirmann fyrirtækis sem mun draga úr hagnaði fyrirtækis og neyða eigendur þess til tímabundinna mannabreytinga vegna barneigna?
Ljóð og beinharðar staðreyndir eru alltaf skemmtileg blanda!

-------------------------------------------------------------------------------------

Ég er mikill aðdáandi ,,Bakþanka" Fréttablaðsins, enda yfirleitt um skemmtilega pistla að ræða.
Alltaf verð ég þó fyrir jafn miklum vonbrigðum þegar ég sé andlit Þórhildar Elínar þar.
Nú hef ég engin kynni af þeirri manneskju, en þvílík andskotans leiðindi sem hún skrifar alltaf um. Af hverju getur hún ekki skrifað um annað en kvennréttindi eða hvað konur sé frábærislega æðislegar? Hún er gott dæmi um að konur eru uppfullar af sjálfum sér og mun uppteknari af sjálfum sér en við karlarnir. Tuða um karllæga nálgun á þessu og hinu í þjóðfélaginu, en eru sjálfar svo algjörlega uppteknar af sínu kyni að þær eru heftar. Það eru kvennréttindi, vændi, kynferðisafbrot gagnvart konum, sjálfsímynd kvenna, ofurmæður, mismunur á kynslóðum kvenna... og ef þær reyna að tala um eitthvað annað eins og t.d. prófkjör stjórnmálaflokka að þá er strax farið að tala um prósentuhlutfall kvenna, ekki nægt sjálfstraust kvenna, hvernig konur eru útilokaðar og hvernig stjórnmálastarf og nálgun stjórnmála sé karllæg. Ég hef bara eitt orð við slíkar konur að segja, spegill!
Finnst að ég er byrjaður þá verð ég að benda á stutta pistilinn ,,Við tækið" sem Álfrún Pálsdóttir skrifar og meinar hugsanlega vel eða var bara ekki að spá í hvað hún var að skrifa. Þar lýsir hún eftir skemmtilegu stelpuefni í sjónvarpið, af því að lítið sé um slíkt - enda nefnir hún America´s next top model og The Bachelor sem bisexual þætti! Humm, yes?
Þessi dálkur er auðvitað eins og allir vita fyrir ofan sjónvarpsdagskránna. Sé ekki betur en að húsmæður landsins þurfi að taka upp á tveim til þrem stöðvum í einu, auk þess að horfa á einhverja af plús stöðvunum til að komast yfir allt það magn af kvenlægu andlegu rusli sem í boði er í kvöld.
Skjár 1 sem dæmi hefst klukkan 07:00 með endursýningu á 6tilsjö og lýkur með endursýningu á Melrose Place klukkan 02:45. Allt þar á milli (að Leno undanskyldum) er sorpfæði fyrir sveittar barnalandskellingar. Guiding Light, Bold and the Beautiful, Neighbours, Martha, My sweet fat Valentina, Amazing race, veronica mars, That 70´s show, Entertainment Tonight, The Hills, War at home, What a girl wants, Elsker dig for evigt, Twelve mile road og Bridget Jones eru nokkur önnur dæmi um allt kellingardraslið sem er í sjónvarpinu - sjálfur verð ég þó víðsfjarri sófanum, að hlaupa af mér rassgatið niðri í Laugum og fjarstýringin því laus... spurning hvort að heimilisfólkið á Lynghaga bjóði Álfrúnu í heimsókn.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim