sunnudagur, október 22, 2006

Manchester City í dulargervi?

4.okt sagði ég: ,, Að lokum ætla ég að gerast svo kræfur að spá því að eftir 9 umefrðir í enska boltanum verði hægt að afskrifa Liverpool! Það byggist á því að Liverpool geri jafntefli við Blackburn á meðan Manutd og Chelsea vinna sína leiki og svo vinni Manutd leikinn á móti Liverpool í 9. umferð"

Það virðast engin takmörk vera fyrir því hversu lélegir Liverpool menn geta orðið á þessari leiktíð. Mínir menn í Man utd pökkuðu þeim saman með meðalleik. Jújú auðvitað vantaði Agger og Fowler og svo er Ian Rush nýhættur og liðið ekki alveg búið að jafna sig á því, en djöfull voru Liverpool tussu lélegir. Meðalmaðurinn Carrick og gamli asmasjúklingurinn Scholes pökkuðu saman þriggja manna miðju Liverpool sem einhverjir kjánar hafa sagt að sé ,,besta miðja í Evrópu" - ekki hafa þessir menn horft á mikið annað en leiki Liverpool.
Sissoko eða Sudoku er ágætis varnarmiðjumaður og myndi eflaust sóma sér vel í vörn í Amerískum fótbolta en er því miður sneyddur öllum hæfileikum til að taka við bolta og hvað þá að gefa hann frá sér.
Alonso var sennilega eini maðurinn sem átti fleiri sendingar á Manutd leikmann en Scholes. Það er ekki nóg að hlaupa í hringi á einum fermetra og skora eitt mark á tímabili frá miðju.
Gerrard sem í fyrra var einn besti leikmaður í Evrópu virðist vera andsetinn af Fletcher í augnablikinu.
Vörnin er síðan samansafn af meðalmönnum og ég hlæ alltaf jafn mikið af því þegar Carragher átti einhverja þrjá góða mánuði og var allt í einu orðinn besti miðvörður í Evrópu, þvílíkur fíflagangur.
Eini maðurinn sem ég hef einhverja trú á er Kuyt, en hann getur ekki staðið einn frammi með handónýtt lið fyrir aftan sig. Hann og Gerrard eru sennilega einu mennirnir í Liverpool sem ég myndi skipta á, á sléttu við Fletcher.
Allir þessir rosalegu vængmenn (líklega líka þeir bestu í Evrópu) hafa ekki átt einn góðan dag þá fjóru leiki sem ég hef séð með liðinu.
Staðreyndin er sú að það sem af er tímabili er Liverpool ekki líklegt til að skora nema úr föstum leikatriðum og langskotum.
Á meðan Chelsea virðist vera óstöðvandi vél, Manutd eru langt komnir með að móta nýtt lið og Arsenal sem virðist komnir með gott lið og lið sem verður stórkostlegt eftir 1-3 ár, þá eru Liverpool í meðalmennsku og Gerrard hlýtur að fara að spyrja sig að því hvort að þetta sé það sem hann vill... og eigendurnir hvort að Rafa sé rétti maðurinn í starfið.
Niðurstaða: Liverpool ætti að draga sig úr þessari Deildarkeppni næstu árin og einbeita sér að því að tussast í gegnum Bikarkeppnir og Meistaradeildina í gegnum vítaspyrnukeppni!


...Að lokum: Djöfull er óþolandi þessi helvítis virðing sem Barcelona fær alltaf hjá dómurum í leikjum, pissudúkur á borð við Puyol, Saviola, Ronaldinho, Deco, Sylvinho og sérstaklega Messi fleygjandi sér út um allan völl - fávitar!

3 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Með leyfi yðar langar mig einnig að bæta við þessum orðum.

Ef þú heldur með Liverpool
ekki ert þú nú kúl.
Jafnvel bara algjör fool
að leggja á þig þetta púl.

23 október, 2006 13:12  
Blogger Buffhrúturinn sagði...

Þá er ekki úr vegi að skjóta þessu inn í:

Mínir menn í Manchester
mjög svo eru langbester
Liverpool og Leicester
leika verr en D. Fletcher

23 október, 2006 16:02  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Segir ljóðskáldið sem á ljóð dagsins á ljod.is (í dag 23.okt)

23 október, 2006 23:54  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim