miðvikudagur, nóvember 01, 2006

Vafasamt met Meistaranna, Meistarataktar hjá Lakers og er Meistari Andri Fannar að taka fram skónna?

Í kjölfar pistilsins hér að neðan um NBA deildina er rétt að geta þess að ég horfði á fyrsta leik nýrrar NBA leiktíðar. Þar setti Miami vafasamt met er þeir töpuðu 108-66 gegn Bulls eða með 42 stigum - sem er stærsta tap í fyrsta leik hjá sitjandi meisturum í sögu NBA!!!
Þar sem mér er afar illa við Bulls vona ég að þetta sé ekki það sem koma skal, en það er Detroit lykt af þessu hjá þeim - miðað við leikinn í kvöld hafa þeir fullt af frambærilegum einstaklingum sem mynda góða liðsheild, flestir af þeim ungir og hafa spilað fyrir sigursæl háskólalið.

Okkar menn í Lakers sýndu svo sannkallaða meistaratakta og lögðu meistaraefnin í Suns 114-106.
Kobe Bryant lausir spiluðu Lakers þann besta leik liðsheildarinnar sem ég hef séð í nokkur ár.
Odom setti 34 stig, tók 13 fráköst og átti 6 stoðsendingar. Af öðrum ber helsta að nefna okkar efnilega senter Bynum (aðeins 19 ára) sem setti 18 stig, tók 9 fráköst gaf 5 stoðsendingar auk þess að gera sig breiðan í vörninni og svo nýi leikmaðurinn Evans sem nelgdi 17 stig og er hörku varnarmaður (eitthvað sem sárlega hefur vantað síðustu ár). Þessi leikur gaf góð fyrirheit og liðsheildin var sérstaklega góð (tja eftir fyrsta leikhluta þar sem liðið fékk á sig 41 stig). Helst ber að nefna í tölfræðinni að Lakers skorðu 5 stigum meira úr hraðaupphlaupum en Suns sem verður að teljast framúrskarandi og eins að Lakers rúlluðu yfir Suns í skoruðum stigum inn í teig eða 66-34 sem verður að teljast afar ótrúlegt - á 9.áratugnum hefðu menn sagt um slíkt ,,meiriháttar mergjað".
Haldi Evans, Bynum og Odom sínu striki og beri áfram ábyrgð þegar Kobe kemur til baka ætti liðið að sýna betri árangur en í fyrra og leikmannahópurinn virðist breiðari en þá og þeir senter bræður Kwame Brown og Chris Mihm munu þurfa að hafa fyrir því að taka stöðu Bynum sem stóri maður liðsins.
Hins vegar eins og Jabbar sagði þegar nýliðinn Magic faðmaði hann eftir að hafa skorað sigurkörfu í fyrsta leik á tímabilinu ,,Rólegur það eru ennþá 81 leikur eftir". Lifið heil og áfram Lakers!!!

Síðast en alls ekki síst er Fréttablað dagsins að segja frá því að Andri Fannar sé að hugsa sér til hreyfings og hafi tekið vel í það þegar Óli Þórðar heyrði í honum...
kemur 1.apríl seint í ár?

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim