föstudagur, febrúar 16, 2007

Samkynhneigð, trúarbrögð og tíska

Mikið hefur verið rætt um viðtalið við hinn afhommaða Alan Chambers í Kastljósinu. Rök hans ganga út á trú og þegar þau mál ber á góma eru Vantrúarmenn ekki lengi að murka lífið úr þeim málflutningi og kryfja til mergjar í leiðinni.

Bætti við nokkrum linkum til að sýna fram á að ég ,,syndi líka í grunnu lauginni af og til". Sjá Tíska.

Efnisorð: , ,

3 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Þetta er fín grein hjá vantrúarmönnum. Best var afhjúpun þverstæðunnar, sem fólst í því að predika mikilvægi þess að hafa val, að samkynhneigðir ættu að geta valið að losna undan syndsamlegum kenndum, en um leið útiloka val þeirra samkynhneigðu sem velja það eitt að fá að vera í friði og lífa við umburðarlyndi. Þannig að um leið og afhommarinn leggur áherslu á mikilvægi vals þá grefur hann undan því um leið:

Vegna þess að samkvæmt honum og trúa hans er ekkert val nema það samræmist hinum kristnu gildum. Það er alls ekki raunverulegt val. Í besta falli formlegt val en alls ekki raunverulegt. Eins og Lenin sagði: frelsi, já gott og vel, en frelsi fyrir hvern. Þá ættum við að spyrja: val, já gott og vel, en val fyrir hvern. Við hvað miðast frelsið?, neyslusamfélag kapitalismans; við hvað miðast valið?, bókstafstrú kristina manna?
Þetta nær engri átt!

18 febrúar, 2007 14:20  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Láðist að geta nafns: AFO

18 febrúar, 2007 14:21  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég er mjög ánægður með það hvernig þú færir allt yfir á kapítalisma og neyslusamfélagið, ekki ólíkt því sem ég geri varðandi Framsóknarflokkinn... púúú á hann!
En ætli Lenin hafi verið fylgjandi réttindum samkynhneigðra?

Kv.Bjarni

18 febrúar, 2007 14:29  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim