Gífuryrði fjölmiðla
Í gær slógu Liverpool út hið bæklaða (sumir myndu segja lamaða) lið Barcelona úr Meistaradeildinni, en Barca eru núverandi Evrópumeistarar. Ég ætla ekki að eyða mörgum orðum í það hvað þessi leikur var leiðinlegur og raunar báðir heldur að benda á blaðagrein sem skrifuð var í kjölfarið. Í greininni kemst greinarhöfundr á flug með þá firru sem margir virðast grípa á lofti um að Carrgaher (miðvörður í Liverpool) sé besti breski varnarmaðurinn.
Tekið er til hversu miklu mun betur honum hafi gengið með Ronaldinho nú en John Terry hafi gengið í fyrra.
Fyrir því eru nokkrar góðar ástæður:
Í fyrsta lagi var Barcelona liðið að spila, ég veit ekki hvað mörgum sinnum betri bolta í fyrra og þar fór fremstur títtnefndur Ronaldinho, með honum þá tveir af betri sóknarbakvörðum heims sem ekki voru með í leikjunum tveimur, í öðru lagi eru töframennirnir Messi og Eto´o báðir nýskriðnir upp úr meiðslum og langt frá því að vera leikhæfir sem veikti sókarspilið rosalega. Í þriðja lagi spilaði Liverpool 4-4-1-1 og liðið lág aftarlega - mjög aftarlega með Sissoko og Alonso sem varnarmiðjumenn á meðan að Chelsea reyndi í það minnsta að sækja - hér eru nokkur grundavallaratriði fyrir því að Carragher sem var hrikalegur fyrri hluta tímabilsins var að spila vel, með lítið pláss fyrir aftan sig og gat skutlað sér í vandræðum.
Ástæðan fyrir því að Carragher er ekki valin í landsliðið fram yfir Terry og Ferdinand er einmitt sú að enska landsliðið spilar mjög sjaldan slíka (nauð)vörn, bæði Terry og sérstaklega Ferdinand eru miklu meiri fótboltamenn en Carragher. Ein ástæðan fyrir því að Liverpool hefur ekki gengið vel í deildinni er einmitt sú að þeir eiga engan miðvörð til að rjúka upp með boltann þegar færi gefst eða að spila honum í gegnum miðjuna þegar það er pressað - miðverðirnir sparka löngum bolta fram þegar þeir ættu að vera að byggja upp spil og boltinn fer upp í stúku þegar andstæðingurinn pressar. Auk þess hefur Terry það framyfir Carragher að hann skorar mörk upp úr föstum leikatriðum (og þá á ég ekki við sjálfsmörk eins og Carragher hefur nokkrum sinnum með mýkt og knattspyrnuhæfileikum sínum skorað).
Niðurstaðan er því sú að Carragher er fínn varnarmaður (ekki knattspyrnumaður) sem enska landsliðið á að skipta inná í nauðvörnum á stórmótum þegar England þarf að halda forystu síðustu 10mín - allt annað eru gífuryrði fjölmiðla.
...btw þá komst Manutd áfram á mjög slakri spilamennsku gegn Lille - nú hrynja leikmenn Manutd hver á fætur öðrum í meiðsli, spurning hvort að þeir hafi deildina af... veit það ekki?
Tekið er til hversu miklu mun betur honum hafi gengið með Ronaldinho nú en John Terry hafi gengið í fyrra.
Fyrir því eru nokkrar góðar ástæður:
Í fyrsta lagi var Barcelona liðið að spila, ég veit ekki hvað mörgum sinnum betri bolta í fyrra og þar fór fremstur títtnefndur Ronaldinho, með honum þá tveir af betri sóknarbakvörðum heims sem ekki voru með í leikjunum tveimur, í öðru lagi eru töframennirnir Messi og Eto´o báðir nýskriðnir upp úr meiðslum og langt frá því að vera leikhæfir sem veikti sókarspilið rosalega. Í þriðja lagi spilaði Liverpool 4-4-1-1 og liðið lág aftarlega - mjög aftarlega með Sissoko og Alonso sem varnarmiðjumenn á meðan að Chelsea reyndi í það minnsta að sækja - hér eru nokkur grundavallaratriði fyrir því að Carragher sem var hrikalegur fyrri hluta tímabilsins var að spila vel, með lítið pláss fyrir aftan sig og gat skutlað sér í vandræðum.
Ástæðan fyrir því að Carragher er ekki valin í landsliðið fram yfir Terry og Ferdinand er einmitt sú að enska landsliðið spilar mjög sjaldan slíka (nauð)vörn, bæði Terry og sérstaklega Ferdinand eru miklu meiri fótboltamenn en Carragher. Ein ástæðan fyrir því að Liverpool hefur ekki gengið vel í deildinni er einmitt sú að þeir eiga engan miðvörð til að rjúka upp með boltann þegar færi gefst eða að spila honum í gegnum miðjuna þegar það er pressað - miðverðirnir sparka löngum bolta fram þegar þeir ættu að vera að byggja upp spil og boltinn fer upp í stúku þegar andstæðingurinn pressar. Auk þess hefur Terry það framyfir Carragher að hann skorar mörk upp úr föstum leikatriðum (og þá á ég ekki við sjálfsmörk eins og Carragher hefur nokkrum sinnum með mýkt og knattspyrnuhæfileikum sínum skorað).
Niðurstaðan er því sú að Carragher er fínn varnarmaður (ekki knattspyrnumaður) sem enska landsliðið á að skipta inná í nauðvörnum á stórmótum þegar England þarf að halda forystu síðustu 10mín - allt annað eru gífuryrði fjölmiðla.
...btw þá komst Manutd áfram á mjög slakri spilamennsku gegn Lille - nú hrynja leikmenn Manutd hver á fætur öðrum í meiðsli, spurning hvort að þeir hafi deildina af... veit það ekki?
Efnisorð: Knattspyrna, Knattspyrnuleysi, Ofmat, Rugl
1 Ummæli:
Nei hættu nú bjarni enskalandsliðið spilar einmitt óþolandi varnarbolta eins og liverpool (stundum) ætti þ.a.l. Carragher að passa fínt inn í liðið. Persónulega finnst mér að það ætti að banna liði sem spilar svona knattspyrnu að taka þátt á stórmóti.
kv bf
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim