laugardagur, mars 10, 2007

Heimsókn (kvenlægt blogg)

Fór í dag ásamt Örnu að heimsækja nýfædda Andradóttur uppá Skaga. Akranes er reyndar staður sem ég hef litlar mætur á en Sjúkrahúsið var mjög hugglegt. Þegar við mættum var fullt hús, foreldrar Lindu, systir og vinkona - bráðlega bættust foreldrar Andra í hópinn, allir mjög lukkulegir með litlu prinsessuna enda fyrsta barnabarnið stórglæsilegt. Við færðum að sjálfsögðu foreldrunum smá gjöf, enda eiga börn (sérstaklega stúlkubörn) erfitt með að opna gjafir og var foreldrunum sem og öðrum viðstöddum skemmt. Það er skemmst frá því annars að segja að stúlkan er nauðalík föður sínum og gráturinn ekki ósvipaður því þegar faðir hennar lét sig detta inn í teig forðum daga.
Fékk annars símatal í gær frá Keðjunni sem tjáði mér að einhverjir MS-ingar hefðu flutt ,,Boogie Boogie" í Gettu Betur, auðvitað klassík og þeir fengu víst leyfi fyrir þessu. Það rifjaðist upp fyrir okkur í dag á spítalanum að lagið var búið til 1999-2000... djöfull erum við öll að verða gömul!

Efnisorð: ,

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim