miðvikudagur, mars 07, 2007

Hamingjuóskir (kvenlægt blogg)

Það er rétt að óska nýbökuðum foreldrunum Andra og Lindu til hamingju með frumburðinn. Í gær kom sem sagt í heiminn lítil stúlka sem vóg 13 merkur og teygði sig í fulla 49cm. Var það talið móðurinni líkt að koma á réttum tíma, þó ekki sé ég vissum að Linda hafi verið svo hávaxin við fermingu... ég meina fæðingu (nei þetta er ljótt grín, en ég veit að hún fyrirgefur).
Af komu sem slíkri fara oft af stað hugmyndir um barnanöfn, sérstaklega þegar foreldrarnir hafa ekki fengið að vita kynið fyrirfram - ég gef fólki því lausan taumin en hef sjálfur mínar kenningar, sem hafa oft jaðrað við geðveiki (sbr. færsla þriðjudagur, nóvember 16, 2004 hjá Lindu).
Það er auðvitað vitað að oft vill fólk skíra eftir nákomnum ættingjum, þrátt fyrir glæsilegar tillögur frá vinum sbr. Kristín María (Hauks&Hörpu dóttir) sem lengst af var nefnd Sigurrós Hafsól. Varðandi nöfn þá hef ég trú á að Andri hafi sterk ítök og ef ekki þá getur hann beitt bragði föður míns sem skírði bróður minn Björn Steinar þrátt fyrir að hafa komist að samkomulagi við móður mína að skíra hann Hlyn.

Hefst þá leitin: Nafn eins og Soffía kemur sterkt inn enda Andri í Heimspeki (þ.e. Philo-sophia eða ást á Soffíu).
Kvennmannsnöfn tengd textum Megasar eins og Rósa (ég kyssi kóralvarir þínar), Þóra (Ungfrú Þóra), Marta (Marta smarta), Tinna (mín skærasta rós), Eva (Ave Eva) og fleiri hljóta einnig að koma til greina.
Fá kvennmannsnöfn úr textum Dylan má hins vegar snúa upp á íslensku helst þá Jóhanna (Visions of Johanna).
Jæja, segi þetta gott í bili áður en aðrar brjálaðar kenningar fæðast - læt ykkur konurnar um þetta - ég vil biðja menn eins og Viðar að halda sig innan skynsemismarka ef þeir vilja koma með tillögur.

Efnisorð: ,

6 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Megas söng nú Mæja, Mæja ... Kemur Mæja ekki til greina ?

08 mars, 2007 00:39  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Jú, vissulega - en það yrði þá væntanlega að vera María og það er ekki bein tilvísun... en beinar tilvísanir verða líka að vera innan gæsalappa svo að þetta er líklega ógjörlegt (mjehehe - fræðimannadjók).

Hvað með Henry annars, er þetta síðasta tímabilið hjá Arsenal?

08 mars, 2007 01:29  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Innan skynsemismarka? Sem sagt ekki Niðurganga eða Rassaandlit?

Ég verð nú að segja að ég er stórlega móðgaður að þú skulir gefa í skyn að ég geti ekki haldið mig ekki innan skynsemismarka. Hrmpf.

08 mars, 2007 12:18  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hvað með góð og íslenska kvennmannsnöfn á borð við Viðja, Daðey eða Bjarnþrúður?

http://is.wikipedia.org/wiki/Listi_yfir_%C3%ADslensk_eiginn%C3%B6fn_kvenmanna#B

08 mars, 2007 12:22  
Blogger Unknown sagði...

Innilega til hamingju med stelpuna Andri og Lina

08 mars, 2007 17:54  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hver er Lina? :)

12 mars, 2007 11:18  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim