miðvikudagur, maí 30, 2007

HVAÐ ER AÐ GERAST???

Manchester United hefur tryggt sér tvo af efnilegri knattspyrnumönnum Evrópu. Um er að ræða undrabarnið Nani hjá Sporting Lissabon sem mörg af stórliðum Evrópu hafa verið á eftir og Anderson sem bæði Barcelona og Chelsea hafa verið að spá í og er hreinlega orðinn góður leikmaður.
Þeir hafa báðir samþykkt að koma til liðsins en eiga eftir að ganga í gegnum læknisskoðun og skrifa undir samning. Þá er ennþá óljóst hvort að Nani komi strax eða verði eitt tímabil í viðbót hjá Sporting. Þeir félagar hafa reyndar verið kallaðir hinir nýju C.Ronaldo (Nani 20 ára) og Ronaldinho (Anderson 19 ára) sem venjulega boðar vonbrigði en báðir hafa þeir þó spilað fyrir landsliðin sín Portúgal og Brasilíu sem ætti að segja nokkuð, auk þess sem Anderson var magnaður í þeim Meistaradeildarleikjum sem ég sá með Porto. Spurning hvort að United sé að verða algjört show team sem nær svo engum árangri og svo er ekki sjálfgefið að þeir spjari sig í ensku deildinni og munu eflaust fá 1-2 ár til að aðlagast líkt og Ronaldo. Sem gerist á hárréttum tíma því að anderson er væntanlegur eftirmaður Scholes og Nani er þá arftaki Giggs (en þriðju góðu fréttirnar eru þær að Giggs er að hætta með landsliði Wales og fær því kærkomið landsleikjafrí í þessari erfiðustu deild heims sem sú enska er).
Það er í það minnsta ljóst að Ronaldo hefur eignast nýja leikfélaga sem báðir tala portúgölsku, sem ætti að halda honum ánægðum í nokkur ár til viðbótar.
Við sjáum myndbönd með vondri tónlist:

Anderson

Nani

Þá er það einungis að Hargreaves og þeir bræður skrifi undir og svo senter til að fullkomna þetta.

Er lífið ekki yndislegt?

Efnisorð:

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim