Enn og aftur af trú
Richard Dawkins - The root of all evil 1
Richard Dawkins - The root of all evil 2
Væri öllum afrekum vísindanna svipt af sjónarsviðinu væru engir læknar nema töfralæknar. Samgöngur væru hraða hestsins, engar tölvur, engar prentaðar bækur og ræktunaraðferðir væru á algeru frumstigi sjálfsþurftarbúskapar. Ef öllum afrekum guðfræðinnar yrði svipt burtu, myndi þá nokkur maður taka eftir því? Meira að segja hin slæmu afrek vísindanna, sprengjur og djúpsjár hvalveiðiskipa virka eins og til er ætlast! Afrek guðfræðinganna hafa aftur á móti enga virkni né áhrif á neitt, þau hafa enga þýðingu. Hvað fær fólk til að halda að „guðfræði“ sé yfir höfuð verðugt viðfangsefni?
Richard Dawkins
Tekið af Vantrú
Richard Dawkins - The root of all evil 2
Væri öllum afrekum vísindanna svipt af sjónarsviðinu væru engir læknar nema töfralæknar. Samgöngur væru hraða hestsins, engar tölvur, engar prentaðar bækur og ræktunaraðferðir væru á algeru frumstigi sjálfsþurftarbúskapar. Ef öllum afrekum guðfræðinnar yrði svipt burtu, myndi þá nokkur maður taka eftir því? Meira að segja hin slæmu afrek vísindanna, sprengjur og djúpsjár hvalveiðiskipa virka eins og til er ætlast! Afrek guðfræðinganna hafa aftur á móti enga virkni né áhrif á neitt, þau hafa enga þýðingu. Hvað fær fólk til að halda að „guðfræði“ sé yfir höfuð verðugt viðfangsefni?
Richard Dawkins
Tekið af Vantrú
Efnisorð: Trúarbrögð
2 Ummæli:
Guðfræði er alls ekki verðugt viðfangsefni ef nálgunin er út frá raunvísindum.
Dawkins segir: "hugmyndin um Guð er vísindaleg tilgáta um heiminn, og því eigi að greina hana á skeptískan hátt eins og allar aðrar". Sem hann og gerir og niðurstaðan er alltaf sú sama: "það eru engar sannanir". Já, já gott og vel...en hver er svo mikið fífl að fatta ekki djókinn? Með því að stilla upp ofanverðri forsendu, um Guð sem vísindalega tilgátu, getur Dawkins hafist handa við að grafa undan trú, þ.e. sýnt fram á að hún stenst ekki mælikvarða víndanna. Öll hans aðferðafræði hvílir á því að gera Guð að vísindalegri tilgáta. Nálgun hans er því raunvísindaleg. Og því er ekki nema von að hann spyrji hvers vegna einhverjum finnist guðfræði verðugt viðfangsefni. Ég skil hann vel guðfræði er ekki verðugt verkefni raunvísindamann.
En það breytir því ekki að ef við nálgumst guðfræði út frá heimspeki og öðrum hugvísindum. þá er hún afar verðugt viðfangsefni, með alla sína frjóu texta sem hverjum (hugvísinda)manni er hollt að takast á við.
AFO
Hvaða texta, nefndu þá?
Hvenær hefur lestur á Biblíunni leitt til einhverja framfara?
Hvers vegna er hún verðugt viðfangsefni fyrir hugvísindamenn?
Hvað hefur hún fram að færa, sem aðrir textar hafa ekki? (sem þó koma í það minnsta heiðarlega fram - þykjast ekki vera eitthvað sem þeir eru ekki.)
Hvers vegna höfum við þörf á kristinni trú og Biblíu?
,,Afrek guðfræðinganna hafa aftur á móti enga virkni né áhrif á neitt, þau hafa enga þýðingu."
Er eitthvað rangt við framangreinda fullyrðingu?
Ef ekkert er rangt við þessa fullyrðingu, til hvers þá að velta fyrir sér guðfræðinni - sérstaklega Biblíunni?
Í barnatímanum í gamla daga var t.d. teiknimynd um pandabjörninn TaoTao sem velti upp siðfræðilegum spurningum sem að börnin gátu velt fyrir sér - ég held að enginn hafi ennþá tekið upp trú á TaoTao þó að efnið væri frjótt:) og enginn hélt því fram að TaoTao væri sagnfræðilega sönn saga um talandi pöndu sem hefði lifað fyrir mörg þúsund árum.
Já, þetta er auðvitað 5 aura brandari en staðreyndin er sú að þú virðist trúa á ritningu sem teflir fram talandi dýrum, galdramönnum, nornum, púkum, stöfum sem breytast í snáka, mat sem fellur af himnum ofan, fólki sem gengur á vatni og allra handa fáránlegum og forneskjulegum sögum.
Telur þú að mannkynið sé betur statt með kristna trú og Biblíuna en án hennar?
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim