föstudagur, júní 01, 2007

Súrefnisskortur - fótboltavangaveltur

Slúðurblöðin herma að United sé nú á eftir Anelka - gæti verið kjörið tækifæri til að losna við Smith og Richardson sem skiptimynt. Reynist þetta rétt er ég ansi hræddur um að ég missi meðvitun og finnist í því ástandi útataður í eiginn saur.
Anelka, Saha, Rooney, Ronaldo, Nani, Anderson, Giggs og Scholes - ertu að grínast með hraðaupphlaupin með 3-4 af þessum fyrstu 6. Myndu önnur lið nenna að spila vörn gegn þessari geðveiki? Það er nánast að maður vilji spóla yfir þetta sumar og hefja annan vetur - ...nei það er sennilega rugl í mér.

Líst vel á það ef að Liverpool nælir í Malouda, það er skref í rétta átt. Það verða um 20 milljónir og svo kostar Mascherano eitthvað svipað - þar fara peningarnir.
Liverpool ætlar að selja Bellamy á 12 milljónir og Sissoko á víst að vera á leiðinni til Juve fyrir 10-13 milljónir, hvaða andlegu veikindi hrjá þessa menn?

Pizarro til Chelsea?
Uss... það yrði rosalegt ef að Chelsea fengju hann, en hann er samningslaus. Hann og Drogba frammi væri alveg tilvalið fyrir Chelsea. Tvö stór vöðvavélmenni - það er 40 marka framlína.

Arsenal... hvað er að gerast?
Einu fréttirnar eru af því hverjir séu að fara (þó að flest af því sé kjaftæði) en ekki hverjir séu að koma. Styrki Arsenal sig ekki, er ég hræddur um að Henry taki Kobe kast og hoppi til Barca.
Þá mun Tottenham taka 4.sætið.

Er lífið ekki yndislegt?

Efnisorð:

3 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

En ír hvað er að gerast í fótboltanum hjá ír. Einhverjir að koma eða hvað. Annars er ég spenntur fyrir því þegar ég hætti þessari handboltavitleysu að spila með þér í ír. Þetta varstu búinn að samþykkja
kv bf

02 júní, 2007 00:04  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ísland - Liechtenstein, leik lokið 1:1 ja hérna hér sá ekki leikinn en getum við ekki betur en þetta
kv bf

02 júní, 2007 18:12  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Ég tel það alveg ljóst að við þurfum að mynda senterapar á fleiri vígstöðum en einungis hjá ÍR - við vorum skelfilega lélegir og hreinlega heppnir að tapa ekki.

Hvað hef ég mörg ár til að losa mig við 10 kg og spila með þér frammi hjá ÍR?

02 júní, 2007 18:36  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim