Spyr sá sem ekki veit
Hvers vegna telja menn og konur sig kristinnar trúar ef að þau hafa ekki lesið Biblíuna og trú ekki því litla sem þau úr henni kunna?
Af hverju er það ekki bara Guðs trúar ef að það trúir á Guð en ekki að Jesú hafi risið upp frá dauðum, gengið á vatninu, verið sonur Guðs, að musteri gyðinga hafi klofnað þegar að Jesú dó á krossinum o.s.frv?
Hvað er það sem vert er að bjarga úr kristinni trú sem aðrir jarðneskir þættir eða and-trúlegir geta ekki bjargað?
Spjallborðið er opið!
Af hverju er það ekki bara Guðs trúar ef að það trúir á Guð en ekki að Jesú hafi risið upp frá dauðum, gengið á vatninu, verið sonur Guðs, að musteri gyðinga hafi klofnað þegar að Jesú dó á krossinum o.s.frv?
Hvað er það sem vert er að bjarga úr kristinni trú sem aðrir jarðneskir þættir eða and-trúlegir geta ekki bjargað?
Spjallborðið er opið!
Efnisorð: Trúmál
4 Ummæli:
Af því að það hefur fæðst inn í og vanist því að teljast kristin. Auk þess mótuð af því á viðkvæmum aldri kynslóð eftir kynslóð. Það þyrfti ansi róttæka byltingu til að má hana út. Myndi hún skila jafn miklum breytingum og menn sem tala fyrir henni áætla?
Það væri óttalegt vesen að fella niður kristileg áhrif og gildi, hvenær ættu til dæmis að vera frídagar? Væru jól með sama sniði? Vildu samfélagsþegnar öðruvísi jól en þeir höfðu þegar sem börn? Með hvaða fyrirkomulagi yrðu giftingar? Ætti þá að ógilda fyrri giftingar?
Að auki veita trúarbrögð ákveðnu fólki skjól og félagsskap í samkunduhúsum. Sýndaryfirborð og gervivæðing nútímans uppfylla ekki eðlislægar og lærðar kröfur mannsins um tilgang (hvort sem hann hefur hann eða ekki, það er önnur spurning. Kannski ég svari henni nú líka fyrst ég er að þessu: Hver er tilgangur mannsins? Svar: Það eru tvö sjónarhorn: Annars vegar sjónarhorn mannsins og hins vegar sjónarhorn alsheimsins. Mannlegt sjónarhorn: Tilgangur er afstæður. Alheimssjónarhorn: [Ekki vitað og mun aldrei verða mönnum vitað].
Þarf róttæka byltingu?
Er fólk svo trúað?
Mér sýnist fólk ekkert vera sérstaklega iðið við að mæta í kirkju, flestir hérlendis hafa ekki lesið Biblíuna og virðist vera nokk sama.
Ástandið þarf ekki að verða betra til að breytinga sé þörf. Þeir sem ekki trúa Biblíunni og jafnvel ekki á Guð eiga ekki að mínu mati að ýta trúnni upp á börnin sín vegna hefða.
Áhrif og gildi kristinnar trúar eru hvort sem er meira eða minna copy-uð og paste-uð upp úr öðrum trúarbrögðum eða hefðum og það sama á við um allar helstu hátíðardagana. Páskar og jól eru upphaflega heiðnar hátíðir til að nefna dæmi.
Mér sýnist auk þess jól samtímans snúast meira og minna um súkkulaðiát og pakkaflóð fremur en fögnuði ,,frelsarans".
Giftingin snýr aðallega að trausti til hins einstaklingsins enda taka barnartrúar kristnir fæstir marka á þátt trúarinnar í þeirri athöfn (annars væri mun minna um skilnað).
Ég er ekki að leggjast algjörlega gegn trúarbrögðum, fólki er auðvitað frjálst að trúa þó að ég telji að það eigi að geta rökstutt sína trú og hafa þá lesið sitt höfuðrit. Þeir sem myndu vilja halda í trúnna myndu þá vera áfram giftir, hinir gætu endurnýjað heiti sín sem trúlausir eða annarrar trúar.
Ég ætla heldur ekki að gerast svo kræfur að banna fólki nokkurn skapaðan hlut, það er t.d. fínt ef að fíkniefnaneytendur og alkar geta komið sér úr neyslu í gegnum trúnna en það á ekki að vera fyrsta og jafnvel eina meðferðarúrræðið.
Ég held auk þess að það myndi hjálpa fleirum að skilgreina trú sína sem ekki eru trúlausir. Þ.e. eru þeir kristnir og trúa þeir á sögur Biblíunnar eða er þetta hefð sem blandast inn í von þeirra um æðri máttarvöld og líf eftir dauðann.
Annars er það auðvitað ósanngjarnt að trúláusir þurfi að borga skatt til háskólans í stað þess að eiga hann sjálfir vegna þess að þjóðkirkjan fær pening fyrir hvern einstaka skráðan meðlim.
Af hverju er ekki löngu búið að aðskilja ríkið og krikjuna? - kannannir hafa sýnt að það sé vilji meirihlutans.
Sýndaryfirborð og gervivæðing eru auðvitað hlaðin hugtök, þó að þeim sem ekki höndla raunveruleikann sé frjálst að trúa því sem það vill, hvort sem það sé Guð, Jólasveinninn, að Jesú sé sonur Guðs, að kýr séu heilagar, á stokka eða steina eða jafnvel að geimverur hafi komið okkur fyrir hér - en ég hlýt að mega gerast svo kræfur að spyrja: Hvers vegna í andskotanum trúir einhver þessu og hvaða rök hefur hann fyrir því?
Af hverju að festast í þeirri hugmyndarfræði að það sé líf að þessu lífi loknu og allt verði þá yndislegt, í stað þess að reyna að njóta þess sem er núna en hlusta á samvisku sína og hegða sér eftir almennri siðfræði t.d. hvernig samfélag við viljum búa í.
Ég veit ekki hvar ég á enda þessa gagnrýni í bili, spurningarnar eru svo margar - en vonandi getur þú svarað einhverjum af þessum spurningum fyrir ofan.
Saknaðarkveðja Bjarni
Lifi Bækistöð 4
Nei,nei, það þarf ekkert róttæka byltingu, ég sé frekar fyrir mér að þetta hverfi hægt og hægt en aldrei alveg. Stjórnarskráin gerir t.d. eiginlega ráð fyrir trúleysi.
Held að flestir séu á gráu svæði á milli trúar og trúleysis, einhver blanda eða bestoff. Þetta blandast svo við vonir og væntingar. Ósanngjarnt má telja að reka kirkju með peningum trúlausra. Ætti ef til vill að vera valfrjálst, líklega verður það þannig einhvern tímann.
Til þess að ryðja gömlum gildum og viðmiðum verða að koma hreinsanir að hætti Stalíns. Þetta sér tíminn um. Mikið bil er til dæmis á milli hippakynslóðarinnar og foreldra þeirra, og svo aftur á milli þeirra og afkvæmanna.
Svo lokaorð mín eru: Aðskilnaður en umburðarlyndi. Ég held við séum sammála.
Þess má geta að það sem ég á spjallborði spekúlera um fólk og ferðir þess í trúarefnum endurspeglar ekki mínar skoðanir heldur hvernig ég sé fyrir mér að hópurinn muni virka.
Ég trúi á grænan fugl sem kemur við heimsendi og segir: ajkæeg!
Varðandi umburðarlyndið, ef til vill meira í gríni; ég tel persónur eins og Gunnar í Krossinum og hans ævistarf ómissandi í fjölbreytni mannlífsins.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim