Er þetta að gerast?
Er þetta að gerast?
Djöfull er hann ljótur. Fer langleiðina ásamt Rooney með að mynda ljótasta senterapar ensku úrvalsdeildarinnar, en í fyrra voru það Crouch og Kuyt sem fylltu menn almennt viðbjóði og munu líklega halda því áfram. Eru Rooney og Tevez ljótari? Allavegana betra senterapar.
Að lokum: Æsku- og S-Amerkíkudýrkun Fergusonar er fjarri því að fjara út. Á næsta ári koma 3 brasilískir 18-19 ára drengir til félagsins. Miðjumaðurinn Possebon sem Manutd var að kaupa og bakvarða tvíburarnir Rafael og Fabio sem liðið fjárfesti í fyrir einhverjum árum síðan. Það er kannski verið að undirbúa jarðveginn fyrir það að Ferguson hætti og Wenger taki við?
Er ekki komið nóg af þessum undrabarnafíling í bili?
Efnisorð: Knattspyrna
7 Ummæli:
láttu ekki svona... hann veit hvað hann singur kallinn.
kv,
Ivar
Crouch og Kuyt líta út eins og fyrirsætur við hliðiná Shrek og Viðbjóðnum!
Kannski ekki supermodel, en allavega fyrirsætur.
vá hvað stöðvun stóriðju gengur vel hjá samfylkingunni og þótti mér voða skemmtilegt að heyra í ingibjörgu þegar hún sagðist ekki hafa áhrif á sjálfstæð fyrirtæki. En hentugleika flokkurinn stendur alltaf vel undir nafni
kv bf
Hagnaður: Mjög ljótar fyrirsætur þá. Veit ekki hvað maður á að láta draga sig niður á lágt plan - en andskotinn hafi það Rooney er nú huggulegri en þessi hrossafluga sem þið hafið í framlínunni og það er eiginlega of ömurlegt að ræða Tevez (sem er allur skaðbrenndur) og Kuyt (sem lítur út eins og 40 ára gömul barnalandskerlingin sem er virkur alki).
BF: Það er auðvitað gaman að sjá öll mótmælin:) Framsókn sem er bæði orsök og afleiðing stefnunnar, sveimhuginn Ómar Ragnarsson sem er farinn að einbeita sér að einhverju öðru og Steingrímur J. sem er búinn að mála sig út í horn eftir óskynsamlega ákvarðanatökur eftir kosningar... 83% segi og skrifa!
ég er ekki að tala um það eg er bara að spyrja þig og þú ferð í einhverja vörn hérna af því að þú ert blindur samfylkingur. Ég vildi bara vita hvað þér fyndist um þetta og benda á þann punkt að íslenski stjórnamálamenn eru AllIR PÍPPÍP
Enginn níður um Liverpool í 5 daga?
Er krossförin á enda?
BF: Ég er hvorki blindur Samfylkingur né Samfylkingarmaður og ég tel hvorki mig né nokkurn annan mann óskeikulan. Ég missti af þessari umræðu svo að kannski að einhver setji hér link á þessa tilvitnun.
Hagnaður: Í fyrsta lagi vil ég nú meina að ekki sé um níð að ræða, það er hreinlega grætilegt að horfa upp á þetta. Rafa var með rosa yfirlýsingar eftir tímabilið en niðurstaðan virðist vera sú að þessir stjörnuleikmenn séu Torres (sem þú sjálfur efast um), Yossi (sem er fínn en er ekki að fara að verða einhver bjargvættur og alls ekki heimsklassa), og svo væntanlega Ryan Babel í dag eða á morgunn (sem er ungur og eflaust tekur tíma að aðlagast, ef að hann þá gerir það). Mér finnst Liverpool ekki hafa tíma í svona ,,shaky kaup". Gerrard er 27 ára og Carragher 29 ára - ef að Liverpool ætlar að gera einhverja hluti í smá tíma með þessa menn sem enska lykilmenn þá verður það að gerast núna.
Maður hefði líka haldið að Rafa skynjaði það að ef hann nær ekki árangri í ár þá er stutt í brottför og Houllier stimpil.
Persónulega hefði ég því búist við reyndari mönnum, stærri nöfnum og jafnvel alvöru mönnum sem hefðu þá spilað í Englandi.
Eru menn sáttir við liðið eins og það er núna?
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim