þriðjudagur, júlí 17, 2007

Promises - Ísrael/Palestína

Hver nennir að ræða stjórnmál á sumrin? Mjög fáir er sennilega svarið. Þeir sem hafa hins vegar séð fréttir að undanförnu vita að háttvirtur utanríkisráðherra er í Ísrael og það minnti mig á draum sem mig dreymdi fyrir um einu og hálfu ári síðan, að Ingibjörg Sólrún myndi leika stórt hlutverk í velheppnuðum friðarviðræðum milli landanna - það er þó fjarri raunveruleikanum að slíkt sé líklegt. Allt þetta minnti mig svo á smá hópverkefni sem ég tók þátt í í MA-námi mínu, þegar við fórum og sýndum hina áhugaverðu mynd Promises uppi í MH. Ólíkt mörgum myndum um Ísrael/Palestínu deiluna þá er þetta viðtalsmynd við börnin í ,,löndunum" sem tekst einkar vel. Hér er trailerinn, fyrir þá sem vilja sjá út í hvað þeir eru að fara. Því miður fann ég ekki eftirmálanna (special feature) sem fylgja DVD myndinni - ef einhver finnur þá endilega commentið þeim hingað í kerfið.
Það hafa verið einhver vandræði með linkana. Fyrir ótölvuvædda (eins og mig) bendi ég þeim á að hafa samband við Þjóðarbókhlöðuna, það ætti að vera hægt að fá hana til útleigu (mögulega að kostnaðarlausu) núna án þess að ég viti það.

Efnisorð:

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim