Níðskrif?
Ég er greinilega ekki að standa mig nógu vel við að gagnrýna Liverpool, en hér er smá til að benda á hið augljósa. Vonandi er Rafa ekki hættur að kaupa en hann sagði eftir kaupin á Torres að hann myndi kaupa tvo í viðbót - Yossi er kominn (sem er fínn leikmaður en var ekkert sérstakur á síðasta ári) og endanlega verður gengið frá kaupum á Babel (senter) á morgunn.
Eru þetta þessir þrír heimsklassamenn sem Rafa var á eftir?
Ef að þetta eru öll kaupin þá hlýtur að votta fyrir vonbrigðum hjá Liverpool aðdáendum.
Vörnin: Ennþá vantar backup fyrir Carragher og Agger (Hyypia sem backup er grín fyrir lið sem er á eftir enska meistaratitlinum), vinstri bakvarðastaðan og vinstri kantstaðan er ennþá í molum (Kewell verður aldrei heill í lengri tíma) og backup fyrir Finnan er ekki sjáanlegt.
Miðjan: Ég hreinlega skil ekki hvert Rafa er að fara með þessum kaupum. Ein af brotalömum Liverpool hafa verið kantarnir og þar er allt óbreytt - nema að Rafa ætli sér að spila 4-3-3 með Torres og Babel sem kantsentera og Gerrard sem framliggjandi miðjumann og Mascherano og Alonso fyrir aftan...??? Það gæti svo sem virkað, en það er hætt við mörgum jafnteflum ef að Liverpool ætlar aðeins að nota fjóra menn í sóknina gegn verri liðum deildarinnar + að þegar lið spilar með tvo afturliggjandi miðjumenn verða lið að hafa tvo góða sóknarbakverði... sem vantar vinstra megin og Finnan er enginn Carlos þrátt fyrir að vera fínn varnarmaður.
En ef að Rafa ætlar að spila 4-4-2 þá er enginn vinstri kantur (NB! Kewell er ekki ð fara að spila 38 leiki) og Pennant á hægri... nema að hann ætli að gera aðdáendurna brjálaða með því að spila Gerrard hægra megin.
Senterar: Ég set stórt spurningarmerki við framlínuna. Liverpool skoraði hlægilega lítið í fyrra og ég kalla Babel og Torres góða ef að þeir verða búnir að aðlagast enska boltanum fyrir áramót - ef þeir aðlagast ekki strax, þá eru líkur á því að Liverpool verði búnir að klúðra sínum málum í deildinni fyrir áramót... og NB! hugsanlega hefði Rafa átt að bæta við 2 milljónum punda og fá Malouda sem er fullmótaður, sérstaklega ef að litið er til stoða Liverpool liðsins - Carragher að detta í 30 ára, Finnan 31 árs og Gerrard er 27 ára (finnst líklegt að Gerrard fari að segja ,,JÆJA" ef að þetta tímabil verður flopp).
Niðurstaða: Sama niðurstaða og eftir tímabilið. Get ekki séð að Liverpool hafi bætt sig stórkostlega. Gerrard var reyndar slakur á síðasta tímabili (aðallega sökum HM) og mun væntanlega eiga betri komandi leiktíð. Á móti kemur að Liverpool slapp við meiðsli hjá Carragher og Agger og ef annar meiðist er það stór hausverkur.
Það verður meiri pressa en fyrir síðasta tímabil og spurning hvernig menn höndla það. Tveir nýjir sóknarmenn og stór spurning hvernig þeir koma til leiks - hvorugur hefur spilað í Englandi.
Vinstri bakvörðurinn og kanturinn eru terror, nema að Kewell rísi upp frá dauðum, hægri kanturinn er meðalmaður. Að lokum er Yossi engin töfralausn.
Það kemur mér á óvart að Rafa hafi ekki keypt reyndari leikmenn til að hjálpa Carragher, Gerrard og Finnan að verða meistaraefni strax - sérstaklega þar sem Rafa ætti að hugsa um eigið rassgat, því að það verður varla liðið ef að Liverpool verða úr baráttu fyrir áramót eins og undanfarin ár, hann verður að fara að ná árangri í deildinni. Auk þess hefði ég haldið, út frá sömu rökum að skynsamlegra væri að ná í mann sem hefur sannað sig í ensku deildinni.
Fyrir þessar 43 milljónir hefði Liverpool getað fjárfest í Anelka 8 milljónir, Martins 13 milljónir, SWP 10 milljónir og Malouda 13 milljónir (samtals 44 milljónir) og það tveir huggulegir sókndjarfir kantmenn og tveir glæsilegir sóknarmenn - allt menn sem hafa sannað sig í ensku deildinni. Í staðinn situr Liverpool uppi með rúmlega meðalmanninn Yossi, lítt þekkta táninginn Babel og ,,markamaskínuna" Torres sem skoraði á 221 mín fresti í spænsku deildinni á síðasta ári.
Vonandi fáum við stórt nafn á annan kantinn og varaskeifu fyrir miðverðina og þá á Liverpool möguleika ef að allt annað gengur upp.
Mín spá:
1. Rafa verður rekinn áður en tímabilið 2008/2009 byrjar ef að þetta eru öll kaup sumarsins.
2. Afleiðingar þess yrðu að það myndi flosna upp úr spænska armi Liverpool - Reina færi í Real eða Barca, Alonso færi í Barca, Torres fetaði í fótspor Morientes og færi í Valencia og minni spámenn færu í minni lið. Liverpool myndi að venju fá fáránlega lítið fyrir sinn snúð peningalega + einhverja meðalmenn, sem stuðningsmennirnir gætu kallað efnilegasta hitt og þetta í heiminum.
3. Gerrard myndi kveðja og spila með hinu leiðinlega stórliðinu á Englandi (Chelsea) eða fara til Real.
4. Stjórn Liverpool mun ráða mann sem hefur gert það mjög gott í nokkur ár með meðallið, í stað þess að fá sér reynslumikinn meistara og Liverpool mun hefja enn eitt uppbyggingarstarfið.
... vona að þessi dauðadómur hafi staðið undir væntingum vonandi gengur Liverpool þó betur í deildinni en á síðustu leiktíð, en umfram allt að þeir spili skemmtilegri knattspyrnu en þá. Vonandi spila Liverpool líka aðeins með einn varnarsinnaðan miðjumann og vonandi blómstra bæði Babel og Torres, megi Gerrard eiga gott ár sóknarlega sem og Kuyt og Crouch spila sem minnst - að lokum vona ég að Agger stjórna algjörlega spilinu út úr vörninni... Liverpool þarf á þessu að halda ef að þeir ætla ekki að vera í basli með að ná Meistaradeildarsæti og setja smá pressu á United og Chelsea sem verða örugglega með í baráttunni.
Er lífið ekki dásamlegt?
Eru þetta þessir þrír heimsklassamenn sem Rafa var á eftir?
Ef að þetta eru öll kaupin þá hlýtur að votta fyrir vonbrigðum hjá Liverpool aðdáendum.
Vörnin: Ennþá vantar backup fyrir Carragher og Agger (Hyypia sem backup er grín fyrir lið sem er á eftir enska meistaratitlinum), vinstri bakvarðastaðan og vinstri kantstaðan er ennþá í molum (Kewell verður aldrei heill í lengri tíma) og backup fyrir Finnan er ekki sjáanlegt.
Miðjan: Ég hreinlega skil ekki hvert Rafa er að fara með þessum kaupum. Ein af brotalömum Liverpool hafa verið kantarnir og þar er allt óbreytt - nema að Rafa ætli sér að spila 4-3-3 með Torres og Babel sem kantsentera og Gerrard sem framliggjandi miðjumann og Mascherano og Alonso fyrir aftan...??? Það gæti svo sem virkað, en það er hætt við mörgum jafnteflum ef að Liverpool ætlar aðeins að nota fjóra menn í sóknina gegn verri liðum deildarinnar + að þegar lið spilar með tvo afturliggjandi miðjumenn verða lið að hafa tvo góða sóknarbakverði... sem vantar vinstra megin og Finnan er enginn Carlos þrátt fyrir að vera fínn varnarmaður.
En ef að Rafa ætlar að spila 4-4-2 þá er enginn vinstri kantur (NB! Kewell er ekki ð fara að spila 38 leiki) og Pennant á hægri... nema að hann ætli að gera aðdáendurna brjálaða með því að spila Gerrard hægra megin.
Senterar: Ég set stórt spurningarmerki við framlínuna. Liverpool skoraði hlægilega lítið í fyrra og ég kalla Babel og Torres góða ef að þeir verða búnir að aðlagast enska boltanum fyrir áramót - ef þeir aðlagast ekki strax, þá eru líkur á því að Liverpool verði búnir að klúðra sínum málum í deildinni fyrir áramót... og NB! hugsanlega hefði Rafa átt að bæta við 2 milljónum punda og fá Malouda sem er fullmótaður, sérstaklega ef að litið er til stoða Liverpool liðsins - Carragher að detta í 30 ára, Finnan 31 árs og Gerrard er 27 ára (finnst líklegt að Gerrard fari að segja ,,JÆJA" ef að þetta tímabil verður flopp).
Niðurstaða: Sama niðurstaða og eftir tímabilið. Get ekki séð að Liverpool hafi bætt sig stórkostlega. Gerrard var reyndar slakur á síðasta tímabili (aðallega sökum HM) og mun væntanlega eiga betri komandi leiktíð. Á móti kemur að Liverpool slapp við meiðsli hjá Carragher og Agger og ef annar meiðist er það stór hausverkur.
Það verður meiri pressa en fyrir síðasta tímabil og spurning hvernig menn höndla það. Tveir nýjir sóknarmenn og stór spurning hvernig þeir koma til leiks - hvorugur hefur spilað í Englandi.
Vinstri bakvörðurinn og kanturinn eru terror, nema að Kewell rísi upp frá dauðum, hægri kanturinn er meðalmaður. Að lokum er Yossi engin töfralausn.
Það kemur mér á óvart að Rafa hafi ekki keypt reyndari leikmenn til að hjálpa Carragher, Gerrard og Finnan að verða meistaraefni strax - sérstaklega þar sem Rafa ætti að hugsa um eigið rassgat, því að það verður varla liðið ef að Liverpool verða úr baráttu fyrir áramót eins og undanfarin ár, hann verður að fara að ná árangri í deildinni. Auk þess hefði ég haldið, út frá sömu rökum að skynsamlegra væri að ná í mann sem hefur sannað sig í ensku deildinni.
Fyrir þessar 43 milljónir hefði Liverpool getað fjárfest í Anelka 8 milljónir, Martins 13 milljónir, SWP 10 milljónir og Malouda 13 milljónir (samtals 44 milljónir) og það tveir huggulegir sókndjarfir kantmenn og tveir glæsilegir sóknarmenn - allt menn sem hafa sannað sig í ensku deildinni. Í staðinn situr Liverpool uppi með rúmlega meðalmanninn Yossi, lítt þekkta táninginn Babel og ,,markamaskínuna" Torres sem skoraði á 221 mín fresti í spænsku deildinni á síðasta ári.
Vonandi fáum við stórt nafn á annan kantinn og varaskeifu fyrir miðverðina og þá á Liverpool möguleika ef að allt annað gengur upp.
Mín spá:
1. Rafa verður rekinn áður en tímabilið 2008/2009 byrjar ef að þetta eru öll kaup sumarsins.
2. Afleiðingar þess yrðu að það myndi flosna upp úr spænska armi Liverpool - Reina færi í Real eða Barca, Alonso færi í Barca, Torres fetaði í fótspor Morientes og færi í Valencia og minni spámenn færu í minni lið. Liverpool myndi að venju fá fáránlega lítið fyrir sinn snúð peningalega + einhverja meðalmenn, sem stuðningsmennirnir gætu kallað efnilegasta hitt og þetta í heiminum.
3. Gerrard myndi kveðja og spila með hinu leiðinlega stórliðinu á Englandi (Chelsea) eða fara til Real.
4. Stjórn Liverpool mun ráða mann sem hefur gert það mjög gott í nokkur ár með meðallið, í stað þess að fá sér reynslumikinn meistara og Liverpool mun hefja enn eitt uppbyggingarstarfið.
... vona að þessi dauðadómur hafi staðið undir væntingum vonandi gengur Liverpool þó betur í deildinni en á síðustu leiktíð, en umfram allt að þeir spili skemmtilegri knattspyrnu en þá. Vonandi spila Liverpool líka aðeins með einn varnarsinnaðan miðjumann og vonandi blómstra bæði Babel og Torres, megi Gerrard eiga gott ár sóknarlega sem og Kuyt og Crouch spila sem minnst - að lokum vona ég að Agger stjórna algjörlega spilinu út úr vörninni... Liverpool þarf á þessu að halda ef að þeir ætla ekki að vera í basli með að ná Meistaradeildarsæti og setja smá pressu á United og Chelsea sem verða örugglega með í baráttunni.
Er lífið ekki dásamlegt?
Efnisorð: Knattspyrna
4 Ummæli:
Fyrirgefðu að ég ætla að geyma að lesa þennan pistil í heild sinni þangað til næsta lægð kemur upp að landinu. Er Babel samt ekki aðallega kantmaður?
Annars gott move hjá Wenger að sýna fake áhuga á honum og þá stekkur Benitez í gildruna og afgreiðir málið á fjórum dögum og þar kominn með kött í sekk.
Arsenal orðnir margfalt sterkari en í fyrra, þó hópurinn sé svipað sterkur á pappír (2 mjög góðir inn í stað goðsagnar, og hugsanlega einn á leiðinni) en staðreyndin er sú að Henry var ekki að gefa liðinu mikið í fyrra, því miður. Liðið reynslunni ríkari, Da Silva 15 marka maður á fyrsta tímabili og B. Sagna er Thuram version 2.0.
Tevez á 30+ milljónir? Jesús.
Þú ert að gleyma Voronin.
Já fyrigefið þið Voronin er þarna líka.
Veit ekki hvernig þetta endar með Tevez, mér finnst nú sennilegt að það verði nær 25 milljónum sem er samt fullmikið, en þó minna en Liverpool gæti borgað fyrir Torres.
Ég er samt nokkuð vissum að hann mun byrja tímabilið með Manutd, West Ham mun gefa eftir þegar þeir sjá að hann hefur engan vilja til að spila þar lengur þegar hann getur spilað með Rooney og Ronaldo og haft Heinze og marga aðra S-Ameríkumenn til að spjalla við + tækifæri á því að spila reglulega til verðlauna.
Sá það einmitt annars á Liverpool síðunni að þeir voru í morgunn að gæla við sömu hugmynd og ég varðandi 4-3-3 hjá Liverpool - sem endaði reyndar í algjörri vitleysu þar sem reynt var að koma því inn í kollinn á stuðningsmönnunum að þeir hefðu geðveika breidd og gætu skipt út 5 mönnum úr byrjunarliðinu án þess að það veiktist og svo var ýjað að því að það gæti Manutd ekki:)
Tökum dæmi:
1. Heinze í stað Evra
2. Brown (sem er tekinn framyfir Carragher í landsliðinu) fyrir Vidic.
3. Carrick, Hargreaves og Scholes eru að berjast um tvær stöður.
4. Nani fyrir Giggs.
5. Það gerðist oft í fyrra að Ronaldo spilaði vinstri kant og þá datt Park inn hægra megin.
6. Anderson fyrir Scholes.
7. Saha, Rooney og Tevez berjast um tvær stöður.
... svona gætum við haldið endalaust áfram, sérstaklega þar sem 3 af þessum 5 stöðum hjá Liverpool innihalda Aurelio (en Liverpool hafa einmitt reynt að fá Heinze sem aðalmann í vinstri bakvörð), Hyypia (sem eru sorgleg rök) og Kewell (sem ég tel góðan ef að nær að spila helming leikja Liverpool).
Biggi: Arsenal verða góðir og umfram allt skemmtilegir, en ef að þú horfir á lið eins og Tottenham sem var á skriði seinnihlutann og hafa ekki misst menn, heldur styrkt sig þá sérðu að þetta verður ekki auðvelt. Mér finnst þetta líka spurning um metnað Wengers - er hugurinn farinn að sveima annað?
En síðan má vel vera að gerist eins og tímabilið eftir að Keane hætti - að liðið í heild stígi upp og taki þá ábyrgð sem hvíldi á þessum tveimur meisturum. Það skilaði titli hjá Manutd.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim