The Doha debates
Ég hef nokkrum sinnum rekist á The Doha debates á BBC World, virkilega skemmtilegir þættir. Að mínu mati er þetta model sem ég væri til í að sjá á Íslandi. Stjórnmálaþættir á borð við Siflur Egils er skemmtilegt efni, en ,,hringborðsumræða" um fyrirfram ákveðið efni þar sem sérfræðingar (ekki stjórnmálamenn) tala með og á móti, spurningar úr sal og að lokum niðurstaða salsins - yrði gríðarleg búbót fyrir virkt lýðræði í landinu.
Ég get strax séð fyrir mér umræður um aðild að Evrópusambandinu, en eins mætti ræða almenn mál eins og t.d. trú vs trúleysi - biskup vs vantrú sem dæmi.
En allavegna, tengillinn er á síðu þar sem hægt er að skoða þætti með hinum ýmsu málefnum - virkilega gaman. Hér er nokkur klassísk umræðuefni:
Slæðan (á Vesturlöndum)
Írak
Íran
Hvernig er best að stöðva öfgahópa?
Er lífið ekki dásamlegt?
Ég get strax séð fyrir mér umræður um aðild að Evrópusambandinu, en eins mætti ræða almenn mál eins og t.d. trú vs trúleysi - biskup vs vantrú sem dæmi.
En allavegna, tengillinn er á síðu þar sem hægt er að skoða þætti með hinum ýmsu málefnum - virkilega gaman. Hér er nokkur klassísk umræðuefni:
Slæðan (á Vesturlöndum)
Írak
Íran
Hvernig er best að stöðva öfgahópa?
Er lífið ekki dásamlegt?
Efnisorð: Stjórnmál
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim