Raunveruleikinn
Liverpool pakka saman skítlélegu liði Derby 6-0 á meðan Manutd vinnur ósannfærandi sigur 1-0 á svipað lélegu Sunderland liði. Manutd voru aftur hreinlega heppnir að sigra, dómineruðu reyndar en áttu fá færi. Mér leið svolítið eins og þegar ég var veikur heima 16-17 ára gamall og gjörsamlega peningalaus og neyddist til að horfa á myndina Space Jam á bíórásinni - slík var frammistaða minna manna. Líkt og í myndinni þá mætti halda að Liverpool menn hafi stolið hæfileikum United manna sem spila aftur á móti ekki ósvipað og Liverpool efur gert síðasta áratuginn, djöfullegt að horfa upp á þetta. Vonandi að Rooney og Ronaldo geti breytt þessu í næsta leik. Tevez var skelfilegur og Anderson þarf ár eða tvö til að gera nokkurn skapaðan hlut í þessari deild - afsakið mig meðan að ég bregð mér frá og æli.
Er lífið ekki dásamlegt?
Er lífið ekki dásamlegt?
Efnisorð: Knattspyrna, Knattspyrnuleysi.
3 Ummæli:
Það er soldið óðagot í leik þinna manna. Er þessi long ball style kominn til að vera?
Ég er nokkuð sammála þessari greiningu þinni á leik okkar manna.
En hvernig er það minn kæri, ætlar þú ekki að stunda nám í alþjóðasamskiptum í vetur?
Biggington: Það er náttúrulega fáranlegt hvernig liðið spilaði á köflum gegn Sunderland - sérstaklega í fyrri hálfleik, þegar dvergarnir Tevez og Anderson voru frammi og miðverðirnir voru að dæla boltunum fram. Núna kemur Saha inn í þetta á fullt, captain-inn kemur aftur, Ronaldo og jafnvel Rooney og Giggs - þá dettum við vonandi í gang.
Síðan er það bara tímaspursmál hvenær við kaupum Fabregas:)
Meistari: Ég mæti í fyrramálið í Smáríkjakúrsinn, var búinn að mæta tvisvar í fyrsta tíma í þennan hundleiðinlega Kenningarkúrs... þannig að ég fer að detta inn í þetta - sé þig hressan á morgunn.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim