föstudagur, september 07, 2007

Allskonar punktar

1. Tónlist: Það þarf ekki að fara mörgum orðum um Noruh Jones eða þá frábæru tónleika sem hún hélt hér um daginn - þvílíkur snillingur og bandið hennar stórkostlegt. M Ward hitaði upp og fyrir þá sem ekki hafa youtube-að þennan mann þá eru hér tvö myndbönd: Annars vegar slagarinn Chinese Translation og svo smá djamm úr ýmsum áttum "Medley: Rag/Duet for Guitars #3"

2. Stjórnmál og trú: Ég fór á hádegisfyrirlestur í gær þar sem þessi ágæta kona talaði, Siðmennt var á staðnum með upptökutæki - svo að vonandi verður videolink komið fyrir á þeirri síðu... nema að þetta endi á youtube.

3. Trúarbrögð: Hér er smá skammtur af bók í fyrirlestrarformi sem mig hefur langað til að lesa en mun sennilega gera seint. Misquoting Jesus fyrirlestur Bart Ehrman. Bart Ehrman: "There are more differences among our manuscripts than there are words in the New Testament" (300-400 þúsund).

4. Ljós: Mörgum kann að finnast þetta of tilgerðarlegt, en mér finnst Friðarsúla Yoko Ono koma vel út.

5. Ísland í dag: Einhver sorglegasti fréttaflutningur ,,Íslands í dag" átti sér stað í gærkvöldi, alveg yndislega heimskulegur sannleikur borin fram á sandkassaplaninu, aðferðafræðilega rangur og þar að auki er rannsóknin ómarktæk þó að sannleikann geri sér allir grein fyrir, rökfræðilega er þetta svo svo heimskulegt að maður á ekki orð - ég kýs að kalla þennan gjörning ,,...og hvað segir svo Freaud um það?". Hér kalla ég sérstaklega eftir sálgreiningaráliti AFO en aðrir rökvísir menn endilega horfið og hlægið - dreymir konunni þinni um massaðan, ófríðan rauðhærðan dverg?
Á morgunn: Prestar komast að því að samkynhneigðir geta ekki eignast börn með kynmökum sín á milli.

6. Dauði: Ég held að ég skaði engan þó að ég segi litla sögu af tveimur látnum mönnum. Öðlingurinn hann afi minn (blessuð sé minning hans) keyrði nefninlega þéttvaxna söngvarann þegar hann átti leið til landsins og í eitt skiptið sat hann með honum í einhverja klukkutíma til að skrifa eiginhandaráritanir framan á vinylplötur - fleiri tugir Íslendinga eiga því eiginhandaráritanir afa míns framan á vinylplötu. Kannski ekki merkilegasta saga í heiminum en fær mig alltaf til að brosa

7. Borgarstjórinn: Hér er enn ein sérstaklega vond hugmynd sem hefur komið frá borgarstjórafíflinu sem ég asnaðist til að kjósa - af því að ég vonaðist eftir að losna við Framsóknarflokkinn. Verri hugmynd hef ég ekki fengið síðan að ég gerði sjálfan mig rauðanhærðan þegar ég var eitthvað um 14 ára gamall. Aðrar vondar hugmyndir borgarstjóra. Maður er hreinlega farinn að sakna R-listans aðeins ári eftir að maður var nær dauða en lífi vegna ömurlegheitanna.

8. Forsætisráðherra: Það liggur við að maður haldi áfram að bölva og búi til slagorðið ,,Geir ei meir". Hvað meinar maðurinn með þessum fíflagangi?

9. Það er sumt (eins og t.d. innihald liðs 5) sem hreinlega er ekki hægt að koma orðum að, vegna þess hversu heimskulegt það er. Ég læt freedomfries um málið.

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: , , ,

4 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég þoli ekki þennan afturhalds-forræðishyggju draug aka Villi borgarstjóri. Þessi maður er svo morkinn að það hálfa væri nóg. Svo í þokkabót er hann með þessa framsóknardr***u með í eftirdragi.

Ætli þeim eigi ekki eftir að takast að færa þessa borg aftur til ársins 1987 eins og Pawel Bartoszek bendir svo réttilega á.

Þetta er auðvitað bara maður sem á að vera á eitthverju afgirtu elliborgara-svæði (helst í Flordia) að týna rusl eða föndra. Stórhættulegur maður segi ég.

kv,
Ívar

07 september, 2007 15:45  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

:) Maðurinn er gjörsamlega búinn að skíta á sig.Hvernig gekk með starfið?

07 september, 2007 22:36  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Bara fínt... núna er maður orðinn þjónustufulltrúi í TR

kv,
Ívar

08 september, 2007 16:23  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Til hamingju!
Hvað eru margir búnir að drulla yfir þig, hingað til?

08 september, 2007 22:05  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim