fimmtudagur, september 13, 2007

Ofur bjartsýni?

Hver segir að það þurfi að koma vetur? Það er vissulega farið að kólna en ástæðulaust að hafa aðeins eina lausn við því - þ.e. hina þekktu lausn K3 (kerti, kakó og kósý). Nei, það er um að gera að hafa fjölbreytni, jafnvel fjölmenningu - botna alla ofna, mála sig með andlitslitum og dansa inni í stofu með Bob Marley í græjunum.

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

4 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

þetta er fyrsta skiptið sem ég hef heyrt þig vera bjartsýnann þegar talað er um vetur konung... þessu hefði ég aldrei trúað.

En gott hjá þér Bjarni...

lifi veturinn,
ívar

14 september, 2007 10:59  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Tja, ég var nú ekki eins hress með þennan kulda í morgunn - en maður verður að reyna að ljúga að sjálfum sér til að halda geðheilsunni:)

14 september, 2007 18:55  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Af hverju fattaði ég það ekki fyrr :)

15 september, 2007 01:33  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Já, þetta er leið fátæka mannsins - sem getur ekki flúið til BNA:)

16 september, 2007 12:58  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim