Fjölmenningarlegir punktar?
,,Menningarheimar eru ekki jafnir en manneskjur eru það" sagði Ayaan Hirsi Ali í fyrsta Kilju þættinum sem var í kvöld (um miðbik þáttarins). Stórmerkileg kona, en greinilega mótuð af atburðum lífs síns (eðlilega). Viðtalið var gott og margt merkilegt kom fram en var á tíðum of svart/hvítt. Vesturlönd eru góð en ríki múslima eru slæm - lokað á fjölmenninguna. Ég held að það sé ekki til sá fjölmenningarlegasinnaði maður sem telur að við eigum að virða allt við menningu annarra (það myndi enginn heilbrigður maður slá konu og giftast barni, til að virða menningu Írana ef að hann væri á ferðalagi þar) upphafið sé hins vegar að skilja hvorn annan til þess að geta gagnrýnt og komið á umbótum - í það minnsta erum við búin að reyna töluvert lengi þá aðferð að sprengja upp lönd og neyða yfir þau copy-paste-uðu lýðræði og útkoman er alltaf hin sama - það virkar ekki. Hins vegar má að vísu má líka segja að virðingin fyrir menningu annarra hafi farið úr böndunum eins og islamskir bókstafstrúarskólar á Vesturlöndum (eins og hún minnist á) eru gott dæmi um. Einfaldast er auðvitað að banna allt trúboð í skólum, enda er það auðvitað fáranlegt að troða einhverju trúarkjaftæði upp á saklaus börn sem eru ekki fær um gagnrýna hugsun og treysta því sem þeim er kennt.
Fyrsti þátturinn lofaði góðu og var blessunarlega laus við allan ,,yfirmenningarlegt snobb" (fyrir utan kannski orðin hér að ofan - sem verða þó að skoðast í samhengi).
Eitt fór þó óneitanlega í taugarnar á mér (og nú kemur menningarsnobbið) og það var þetta helvíska stef þáttarins - ég fékk það á tilfinninguna að ég væri að fara að horfa á brot úr torffæru- eða mótorsportkeppni.
Það þarf auðvitað ekki að fara mörgum orðum um það að Geir Jón hefur gjörsamlega misst vitið. Að senda trúboð til að leysa vanda miðborgarinnar er alveg fáranlegt - það er það allra síðasta sem Ísland þarf, að fá gengið af Omega og annað pakk til að breyta drukknum hálfvitum í brjálaða ofstækismenn (fyrir utan það að slíkt myndi sennilega ekki ganga og þessi Omegaklíka yrði fyrir verulegu ofbeldi og hreinlega auka vandann).
Svo að við tölum nú ekki um þá þekktu staðreynd að það á ekki að blanda trú inn í meðferðarúrræði (því að vissulega er fjöldi fólk sem stundar bæinn, sem virkilega þarf á hjálp að halda)
Egill Helgason segir: ,,En auðvitað er þetta rétt hjá honum eins langt og það nær. Ef fólk tæki trú myndi það sjálfsagt drekka og dópa minna og þarafleiðandi gera minna af því að slást, brjóta flöskur eða pissa utan í hús."
Ég spyr: Væri ekki nær að kenna þessu fólki að hegða sér skynsamlega - kenna því mannasiði, að virða lög og dyggðir almennt og jafnvel að hjálpa því í meðferð, í stað þess að vaða úr öskunni í eldinn... og gera ,,helgarhálfvitana" að full time hálfvitum.
Þetta er reyndar ekki eina skiptið sem mér finnst Egill hafa verið út á þekju nýlega, því að í gær taldi hann Tom Waits vera í flokki ofmetnustu tónlistarmanna sögunnar - kannski að Egill ætti að skammast sín?
Mér fannst huggulegt af landsliðinu að tileinka Ásgeiri Elíassyni sigurinn í gærkvöldi. Það hefur líka komið sterkt fram bæði á heimasíðu Fram sem og á síðum annarra liða að Ásgeir var mikils metinn bæði sem þjálfari en ekki síður sem persóna - enda laus við allan hroka og leiðindi ólíkt svo mörgum öðrum þjálfurum hérlendis sem og erlendis. Það var annars gaman að heyra hvað áhorfendur hafa tekið miklum stökkbreytingum á Íslandi (hugsanlega þökk sé Landsbankanum sem hefur veitt bestu aðdáendum liða Landbankadeildarinnar verðlaunafé). Það eru kannski ekki mikil frumlegheit í því að íslenska aðdáendasöngva sem við þekkjum erlendis frá - en það er þó 100 sinnum skemmtilegra en ,,Ísland (klapp,klapp,klapp) Ísland (klapp,klapp,klapp) Ísland (klapp,klapp,klapp) etc"
Er lífið ekki dásamlegt?
Fyrsti þátturinn lofaði góðu og var blessunarlega laus við allan ,,yfirmenningarlegt snobb" (fyrir utan kannski orðin hér að ofan - sem verða þó að skoðast í samhengi).
Eitt fór þó óneitanlega í taugarnar á mér (og nú kemur menningarsnobbið) og það var þetta helvíska stef þáttarins - ég fékk það á tilfinninguna að ég væri að fara að horfa á brot úr torffæru- eða mótorsportkeppni.
Það þarf auðvitað ekki að fara mörgum orðum um það að Geir Jón hefur gjörsamlega misst vitið. Að senda trúboð til að leysa vanda miðborgarinnar er alveg fáranlegt - það er það allra síðasta sem Ísland þarf, að fá gengið af Omega og annað pakk til að breyta drukknum hálfvitum í brjálaða ofstækismenn (fyrir utan það að slíkt myndi sennilega ekki ganga og þessi Omegaklíka yrði fyrir verulegu ofbeldi og hreinlega auka vandann).
Svo að við tölum nú ekki um þá þekktu staðreynd að það á ekki að blanda trú inn í meðferðarúrræði (því að vissulega er fjöldi fólk sem stundar bæinn, sem virkilega þarf á hjálp að halda)
Egill Helgason segir: ,,En auðvitað er þetta rétt hjá honum eins langt og það nær. Ef fólk tæki trú myndi það sjálfsagt drekka og dópa minna og þarafleiðandi gera minna af því að slást, brjóta flöskur eða pissa utan í hús."
Ég spyr: Væri ekki nær að kenna þessu fólki að hegða sér skynsamlega - kenna því mannasiði, að virða lög og dyggðir almennt og jafnvel að hjálpa því í meðferð, í stað þess að vaða úr öskunni í eldinn... og gera ,,helgarhálfvitana" að full time hálfvitum.
Þetta er reyndar ekki eina skiptið sem mér finnst Egill hafa verið út á þekju nýlega, því að í gær taldi hann Tom Waits vera í flokki ofmetnustu tónlistarmanna sögunnar - kannski að Egill ætti að skammast sín?
Mér fannst huggulegt af landsliðinu að tileinka Ásgeiri Elíassyni sigurinn í gærkvöldi. Það hefur líka komið sterkt fram bæði á heimasíðu Fram sem og á síðum annarra liða að Ásgeir var mikils metinn bæði sem þjálfari en ekki síður sem persóna - enda laus við allan hroka og leiðindi ólíkt svo mörgum öðrum þjálfurum hérlendis sem og erlendis. Það var annars gaman að heyra hvað áhorfendur hafa tekið miklum stökkbreytingum á Íslandi (hugsanlega þökk sé Landsbankanum sem hefur veitt bestu aðdáendum liða Landbankadeildarinnar verðlaunafé). Það eru kannski ekki mikil frumlegheit í því að íslenska aðdáendasöngva sem við þekkjum erlendis frá - en það er þó 100 sinnum skemmtilegra en ,,Ísland (klapp,klapp,klapp) Ísland (klapp,klapp,klapp) Ísland (klapp,klapp,klapp) etc"
Er lífið ekki dásamlegt?
Efnisorð: Knattspyrna, Lífið, Stjórnmál, Trúarbrögð
1 Ummæli:
ertu ekki að grínast með þennan Geir Jón?... þetta er sá maður sem virðist mest vera hlustað á þegar það er verið að tala um að stytta opnunrtíma skemmtistaða etc.
Svo er þetta bara algjör nut... hann virðist jafnvel telja að kristinboðarnir geti gert meira gagn en aukin löggæsla í miðbænum um helgar.
Reyndar varð ég var við lögguna mikið síðustu helgi.. held að það sé gott mál og heldur ofbeldis/skemmdarverka fyllibyttunum á tánum.
kv,
ívar
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim