Til hamingju með afmælið
Þar sem ég er algjört fífl þegar kemur að afmælisdögum (og svona yfirleitt) þá vil ég koma á framfæri hamingjuóskum til Bjarna Fritzsonar svona rétt fyrir miðnætti. Bjarni er sem sagt orðinn 27 ára gamall og hefur eflaust notið dagsins á franskri strönd við miðjarðarhafið ásamt unnustu og barni. Auðvitað náði ég ekkert í hann... og mun notast við þá þekktu afsökun að kenna um samskiptaörðuleikum á milli landanna (veit að hann myndi gera það líka - hver hefur ekki heyrt ,,bíddu - afhverju svarar þú ekki símanum þínum?" þegar að Fritzson mætir of seint).
Er lífið ekki dásamlegt?
Er lífið ekki dásamlegt?
Efnisorð: Lífið
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim