Er þetta met?
United hlýtur að hafa sett einhvers konar met í gær þegar að liðið spilaði við Aston Villa - allavegana félagsmet. Nú er ég ekki með þyngd miðjumanna og sentera liðsins á hreinu, en þeir voru ekki hávaxnir leikmennirnir sem byrjuðu í þeim stöðum:
Scholes 1,68cm
Tevez 168cm
Nani 1,75cm
Anderson 1,76cm (efast reyndar mjög að hann nái þeirri hæð)
Rooney 1,78cm
Giggs 1,80cm
United voru annars að spila vel í gær og hefðu sennilega átt að setja 10 mörk. Það er gaman að halda með liði sem fer á útivelli og dominerar eins og þeir séu að spila á heimavelli - það er hins vegar óafsakanlegt að vera 1-3 yfir á útivelli og tveimur mönnum fleiri þegar að 20 mín eru eftir og skipta senter útaf fyrir miðjumann. Jafnvel þó að það sé Meistaradeildarleikur á þriðjudaginn og að enginn senter hafi verið á bekknum. Jafnvel þó að United hafi í kjölfarið bætt við marki og skapað sér nokkur góð færi - þá fóru síðustu 20 mín aðallega í það að halda boltanum innan liðsins, í stað þess að valta yfir Villa. Svo fer liðið vænatnlega til Moskvu og spilar 4-5-1 sem er alveg glatað. Það verður þó ekki sagt um þennan leik að United hafi verið varnarsinnaðir enda getur enginn af þessum sex ofangreindu miðju- og sóknarmönnum varist, en allir eiga þeir það sameiginlegt að hafa spilað senter.
Það er gott að vinna Villa 1-4 á útivelli (sterkur heimavöllur) sérstaklega þegar tekið er tillit til þess að það vantaði Neville og Vidic í vörnina, Hargreaves og/eða Carrick á miðjuna, Ronaldo var hvíldur (kom inn sem varamaður þegar korter var eftir og leikurinn búinn) og auk þess var téð meiðslahrúga Saha fjarverandi.
Sérstakt hrós fyrir góðan leik fá svo Pique, Nani og Anderson.
Ef fram fer sem horfir þarf ég að éta hatt minn varðandi Anderson. Hann var þvílíkt góður eins og í síðasta leik og ef hann heldur sínu striki þá er hann verðugur arftaki Scholes. Hann virðist vera búinn að átta sig á því að menn þurfa að berjast gríðarlega í hverjum leik, en allar staðsetningar, hreyfingar og sendingar eru eins og spegilmynd af Scholes. Þar að auki sá ég viðtal við Ferguson eftir leikinn þar sem hann sagði að þrátt fyrir góðan leik ætti Anderson töluvert í land með að ná fyrri styrk í löppinni eftir fótbrot í fyrra og þess vegna vanti einnig upp á formið og fyrri hraða.
Pique hefur þroskast gríðarlega mikið á aðeins einu ári, bæði líkamlega, en ekki síður knattspyrnulega og andlega, hef séð nokkur viðtöl við hann og hann virðist vera með hausinn í lagi og átta sig á stöðu sinni þó að hann ætli sér án efa að velta Vidic eða Ferdinand út úr liðinu.
Nani hefur byrjað leiktíðina vel miðað við hversu lítið hann hefur spilað (þó meira en búist var við) - skorað 1 og lagt upp 5 mörk, hann er á jaðri þess að teljast vera í þeim hópi sem ég nefni næst.
Varðandi aðra leikmenn þá er það í rauninni ósanngjarnt hvernig aðdáendur liðsins (þar á meðal ég) horfum á þetta. Við ætlumst hreinlega til þess Rooney (að verða 22 ára), Tevez (23 ára) og Ronaldo (22 ára) spili alltaf vel og það gerðu þeir tveir fyrrnefndu sem byrjuðu leikinn. Annað markið eitt og sér er þess virði að við kaupum Tevez á 20 milljónir punda - þvílíkur leikskilningur, þvílík nákvæmni.
Aðrir voru í kringum sitt par, Scholes og Giggs fóru í gegnum leikinn að gömlum vana og það reyndi lítið á varnarmenn og markvörð mestan hluta leiksins.
Er sóknarknattspyrna ekki dásamleg?
Scholes 1,68cm
Tevez 168cm
Nani 1,75cm
Anderson 1,76cm (efast reyndar mjög að hann nái þeirri hæð)
Rooney 1,78cm
Giggs 1,80cm
United voru annars að spila vel í gær og hefðu sennilega átt að setja 10 mörk. Það er gaman að halda með liði sem fer á útivelli og dominerar eins og þeir séu að spila á heimavelli - það er hins vegar óafsakanlegt að vera 1-3 yfir á útivelli og tveimur mönnum fleiri þegar að 20 mín eru eftir og skipta senter útaf fyrir miðjumann. Jafnvel þó að það sé Meistaradeildarleikur á þriðjudaginn og að enginn senter hafi verið á bekknum. Jafnvel þó að United hafi í kjölfarið bætt við marki og skapað sér nokkur góð færi - þá fóru síðustu 20 mín aðallega í það að halda boltanum innan liðsins, í stað þess að valta yfir Villa. Svo fer liðið vænatnlega til Moskvu og spilar 4-5-1 sem er alveg glatað. Það verður þó ekki sagt um þennan leik að United hafi verið varnarsinnaðir enda getur enginn af þessum sex ofangreindu miðju- og sóknarmönnum varist, en allir eiga þeir það sameiginlegt að hafa spilað senter.
Það er gott að vinna Villa 1-4 á útivelli (sterkur heimavöllur) sérstaklega þegar tekið er tillit til þess að það vantaði Neville og Vidic í vörnina, Hargreaves og/eða Carrick á miðjuna, Ronaldo var hvíldur (kom inn sem varamaður þegar korter var eftir og leikurinn búinn) og auk þess var téð meiðslahrúga Saha fjarverandi.
Sérstakt hrós fyrir góðan leik fá svo Pique, Nani og Anderson.
Ef fram fer sem horfir þarf ég að éta hatt minn varðandi Anderson. Hann var þvílíkt góður eins og í síðasta leik og ef hann heldur sínu striki þá er hann verðugur arftaki Scholes. Hann virðist vera búinn að átta sig á því að menn þurfa að berjast gríðarlega í hverjum leik, en allar staðsetningar, hreyfingar og sendingar eru eins og spegilmynd af Scholes. Þar að auki sá ég viðtal við Ferguson eftir leikinn þar sem hann sagði að þrátt fyrir góðan leik ætti Anderson töluvert í land með að ná fyrri styrk í löppinni eftir fótbrot í fyrra og þess vegna vanti einnig upp á formið og fyrri hraða.
Pique hefur þroskast gríðarlega mikið á aðeins einu ári, bæði líkamlega, en ekki síður knattspyrnulega og andlega, hef séð nokkur viðtöl við hann og hann virðist vera með hausinn í lagi og átta sig á stöðu sinni þó að hann ætli sér án efa að velta Vidic eða Ferdinand út úr liðinu.
Nani hefur byrjað leiktíðina vel miðað við hversu lítið hann hefur spilað (þó meira en búist var við) - skorað 1 og lagt upp 5 mörk, hann er á jaðri þess að teljast vera í þeim hópi sem ég nefni næst.
Varðandi aðra leikmenn þá er það í rauninni ósanngjarnt hvernig aðdáendur liðsins (þar á meðal ég) horfum á þetta. Við ætlumst hreinlega til þess Rooney (að verða 22 ára), Tevez (23 ára) og Ronaldo (22 ára) spili alltaf vel og það gerðu þeir tveir fyrrnefndu sem byrjuðu leikinn. Annað markið eitt og sér er þess virði að við kaupum Tevez á 20 milljónir punda - þvílíkur leikskilningur, þvílík nákvæmni.
Aðrir voru í kringum sitt par, Scholes og Giggs fóru í gegnum leikinn að gömlum vana og það reyndi lítið á varnarmenn og markvörð mestan hluta leiksins.
Er sóknarknattspyrna ekki dásamleg?
Efnisorð: Knattspyrna
2 Ummæli:
Ég horfði nú á þennan leik og var ekki bjartsýnn fyrir hönd þinna manna eftir að Agbonlanhachbarhor skoraði. En það er seigla í þessu liði þínu og eins og þú segir þá voru þeir ekkert að tvínóna við hlutina.
Það sem olli mér hins vegar vonbrigðum var getuleysi Villa manna til að spila fótbolta, þeir komust vart yfir miðju á köflum. Auðvitað spilarðu ekki betur en andstæðingurinn leyfir en þeir voru oft með sénsa til að byggja upp spil en þrumuðu boltanum í staðinn bara eitthvert í rassgat og vonuðu það besta. Þeir voru ekkert smá lélegir á þessum kafla sem United gekk á lagið. Voru hreinlega kaffærðir.
Já, þetta var skemmtilegt svona sóknarboltalega séð. Að koma á sterkan útivöll og spila á löngum köflum eins og við værum á heimavelli... eins og þú segir ,, þeir komust vart yfir miðju á köflum" og það þrátt fyrir alla þessa sóknarþenkjandi menn á miðju United.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim