laugardagur, október 20, 2007

3 stig til sölu

Ég hef farið ófáar ferðirnar til Akureyrar, Keflavíkur, út í Eyjar og upp á Skaga - en hef sennilega aldrei orðið vitni af annarri eins dómgæslu og í leik Everton og Liverpool!!!
Dómarinn ákvað upp á sitt eins dæmi að gefa Liverpool 3 stig í dag með eftirfarandi hætti:

1. Hvernig gat hann ekki rekið Dirk Kuyt útaf fyrir einhverja þá asnalegustu tæklingu sem ég hef séð í ensku úrvalsdeildinni?

2. Hvernig datt honum í hug að dæma fyrri vítaspyrnuna þegar brotið átti sér stað langt úti fyrir teig og hvers vegna í andskotanum tók hann svo upp gula spjaldið en ákvað svo að taka upp rautt eftir að Steven Gerrard hafði tuðað í honum?

3. Hvers vegna í ósköpunum dæmdi hann ekki hendi á Dirk Kuyt (sem átti auðvitað að vera kominn útaf) í aðdraganda seinni vítaspyrnunnar?

4. Hvernig gat hann sleppt tveimur vítum sem Everton átti að fá og sérstaklega lang mesta víti leiksins þegar að Carragher reyndi hreinlega að misnota Lescott kynferðislega?

Fyrst að Rob Styles var gert að taka út ,,bann" vegna vítaspyrnunnar í leik Liverpool og Chelsea - þá hlýtur enska knattspyrnusambandið að setja Mark Clattenburg í þriggja mánaða einangrun, öll vafaatriði féllu með Liverpool. Það verður gaman að sjá hvort að slíkt verði einnig raunin í heimaleiknum gegn Arsenal.

Ef að Liverpool hefði tap í dag, sem hefði verið réttlát miðað við eðlilegar aðstæður - þá ætti liðið fyrir höndum erfiðan útileik í Tyrklandi og svo heimaleik gegn Arsenal. Hefðu þessir tveir leikir ekki sigrast, er ég vissum Rafa hefði verið gert að taka pokann sinn. En við sitjum nú hins vegar áfram, tímabundið uppi með leiðinlegasta Liverpool lið í sögu þess félags.

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð: , , , ,

5 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Clattenburg er að valda mér gríðarlegum vonbrigðum því ég var búinn að setja hann einan í flokk þeirra dómara sem væru hæfir í ensku deildinni.

21 október, 2007 05:51  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Vá!
Hér hafa menn sett upp einhvers konar gleraugu áður en grein var skrifuð.

Ég er allavega ósammála punktum 1-3 og fyrri hluta punktar 4.

21 október, 2007 11:08  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Ósammála 1: Hvernig var ekki hægt að reka Kuyt útaf fyrir þessa tæklingu, ef að Neville hefði ekki hoppað upp þá hefði hann brotið á honum löppina,

2. Vítið sem gerrard fékk var jafn mikið víti og Rússar fengu gegn Englandi. Svo lét Gerrard sig svo greinilega detta og felldi í raun þennan hægri bakvarðar hálfvita sem mér hefur alltaf verið illa við. Hann verður síðan að skýra það út hvers vegna hann tekur upp gult spjald en breeytir því í rautt eftir að Gerrard var búinn að væla.

3. Hendin á Kuyt var jafnmikil hendi og á Neville.

4. Ef að Gerrard vítið var víti þá átti Everton að fá tvö og ef að fyrra rauða spjaldið var rautt þá átti Carragher líka að fá rautt.

Það er lykt af þessu máli, ég gruna Liverpool menn um spillingu:)

21 október, 2007 15:54  
Anonymous Nafnlaus sagði...

1. Kom Kuyt við Neville? Þetta var fyrst og fremst fallegt stökk; 9,2 á ólympíuleikunum.

2. Fyrst togar Hibbert í Gerrard fyrir utan teig, svo klárar hann verkið með hné í læri innan teigs! Þetta er augljóst af endursýningum. Hibbert var aftasti varnarmaður = rautt spjald.

3. Ég sá þetta reyndar ekki, en ég varð bara að vera ósammála þér. Saklaus uns sekt er sönnuð.

4. Lescott lætur sig augljóslega detta, og tekur Carra með sér. Carra myndi aldrei brjóta af sér klunnalega innan vítateigs, aldrei.

21 október, 2007 20:01  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

1. Kuyt ýjar sjálfur af því að hafa verið heppinn.

2. Í endurtekningunni sést vel hvernig Gerrard dregur hægri löppina og fellir þar með Hibbert sem þá var hættur að toga - detta var 9,2 í dýfingum:)

3. OK, ég horfði ekki heldur á Manutd tapa fyrir Man City - en ég geri mér grein fyrir að þeir töpuðu.

4. Carragher á aldrei að standa inn í teig, svo líklegur er hann að brjóta á mönnum og ef ekki brjóta að þá að skora sjálfsmörk:)

22 október, 2007 04:01  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim