Punktablogg
Heilsa: Er búinn að vera með vott af hálsbólgu, höfuðverk og allskyns leiðindum núna í nokkra daga. Stöðvar það mig frá vinnu? Síður en svo. Arna hefur hins vegar fengið að kenna á þessum veikindum mínum enda hafa hrotur mínar í svefni verið nánast stanslausar; svo mjög að upptökur sem teknar voru í leyfisleysi minna helst á sært dýr. Við þennan óskapnað hefur Arna sem sagt ítrekað vaknað við og þá vakið mig eða ýtt við mér með tilheyrandi pirringi í mér; eða með öðrum orðum þetta er óþolandi ástand.
Heimilishald: Heimilishald gengur vonum framar, reyndar mokaði ég út leifunum af jólatréinu í kvöld, það var orðið jafn líflaust og leiðinlegt á að horfa og Liverp... nei hættu nú alveg!
Arna hefur staðið sig eins og hetja í eldhúsinu og ég hef tekið mér hlutverk ljóta aðstoðamannsins sem sést aldrei í þáttunum hjá Rachael Ray (hvað varð um þá ömurlegu þætti???). Ég hef hins vegar látið reyna á special diskinn minn, sem Örnu fannst ekkert sérstakur - þ.e. ostborgari... og þar með ákvað ég að bjóða ekki upp á vara special diskinn minn sem er pylsa með osti úr örbylgjuofni. Ég hef nú þegar skráð mig á námskeið hjá Baldri Knútssyni og spurning hvenær það námskeið fer fram - þangað til er það ristað brauð.
Einkunnir: Tvær komnar 8 og 8,5 - það gerir 8,1 í meðaleinkunn úr öllum námskeiðum á Masters stigi. Ef að einkunnirnar væru skoðaðar frá barnaskóla, í framhalsskóla, í BA-nám og þaðan í Masters-nám þá liggja þær beint upp á við. Spurning hvar þetta endar - er það ekki bara doktors nám og 9+ í meðaleinkunn.
Rifjar þetta upp orð umsjónarkennarans míns hennar Jóhönnu (blessuð sé minning hennar) í gaggó sem var vön að öskra á okkur strákana að við værum helvítis aumingjar sem aldrei yrði neitt úr.
Skammdegi: Það er óþarfi að detta í eitthvað þunglyndi þó að langt sé í sumarið. Ég legg til að hópur manna og kvenna ráðfæri sig um gerð skammdegishátíðar sem t.d. gæti átt sér stað í eina viku í byrjun febrúar - einhver með tillögur? Sjálfur legg ég til Nautnahátíð alþýðunnar (þar sem farið yrði út að borð tvisvar til þrisvar, í nudd o.s.frv.).
Kreppa: Úr dagdraumum í raunveruleikann. Kreppa framundan? Það er bara ein leið til að bregðast við slíku; a la Persónulegi trúbadorinn.
Knattspyrna: Þegar að Wes Brown horfði á 6-0 leikinn gegn Newcastle ætli hann hafi hugsað ,,Ég get ekki beðið eftir því að spila með þessu liði!". Arsenal og Chelsea hafa góða hægri bakverði, spurning með Liverpool...
Knattspyrnuleysi: Já, fátt er eins mikið rætt um þessa dagana og undarlegt ástand innan herbúða Liverpool. Þar hafa allir lagst á eitt (þ.e. eigendur, þjálfari og leikmenn) við það að verða klúbbnum til skammar.
Andfótbolti.net: Heldur áfram sem aldrei fyrr. Full beittur fjölmiðill fyrir marga, m.a. hefur vinstri armur Liverpool bloggsins ritskoðað síðuna sína svo að aðdáendur liðsins hlaupi ekki upp til handa og fóta og fari að endurtaka eitthvað sem þar stendur eða að þeir allra sanntrúuðustu átti sig á því að ekki er allt með feldu í hamingjuborginni Liverpool.
Fjölmiðlar: Sumir láta ekki verkfall handritshöfunda aftra sér og Jon Stewart flytur okkur loksins aftur fréttir með þættinum The nei tímabundið... A Dailyshow. Þetta er sérstaklega gott fyrir alla áhugamenn um stjórnmál og þá sérstaklega bandarísk stjórnmál þar sem Jon Stewart sýnir þær fáránlegu hliðar sem við fáum ekki frá okkar innihaldslausu froðufréttastofum á Íslandi og er þetta sérstaklega gott nú þegar að alvaran er skollin á varðandi forsetakosningar í Bandaríkjunum.
Handbolti: Er handbolti íþrótt kynni einhver að spyrja? En einu sinni á ári sameinumst við um að horfa á stórmót í handknattleik - þó ekki væri nema fyrir það að losna við viku eða tvær af skammdegi janúar. Stóru fréttirnar eru auðvitað þær að Bjarni Fritzson er í landsliðinu og maður hlýtur að spyrja sig hvers vegna Einar Örn var ekki valinn í staðinn. Þeir sem ekki náðu þessari kaldhæðni eru vinsamlegast beðnir um að halda sig úti. Þessi skynsama ákvörðun Alfreðs eykur auðvitað skemmtanagildið og ég mun að sjálfsögðu fylgjast berrassaður með mótinu en í Creteil bolnum mínum (hvernig er það BF; á ekki að fara að uppfæra? Þú veist að ég tek mig vel út í gulu nr.32). Hvernig er það annars með ykkur ágætu herramenn og lesendur síðunnar... á að hittst eitthvað og horfa á saman?
Karfa: Loksins þegar unga tröllið hjá Lakers var að komast á skrið (13 stig, 10 fráköst og 2 varin skot í leik) þá meiðist hann á hnéi og er frá í tvo mánuði. Lakers halda samt áfram á siglingu og hafa nú unnið 7 leiki í röð, það er framar björtustu vonum og við erum efstir í Kyrrahafsriðlinum - það er of gott til að vera satt, með ekki merkilegra lið.
Er lífið ekki dásamlegt?
Heimilishald: Heimilishald gengur vonum framar, reyndar mokaði ég út leifunum af jólatréinu í kvöld, það var orðið jafn líflaust og leiðinlegt á að horfa og Liverp... nei hættu nú alveg!
Arna hefur staðið sig eins og hetja í eldhúsinu og ég hef tekið mér hlutverk ljóta aðstoðamannsins sem sést aldrei í þáttunum hjá Rachael Ray (hvað varð um þá ömurlegu þætti???). Ég hef hins vegar látið reyna á special diskinn minn, sem Örnu fannst ekkert sérstakur - þ.e. ostborgari... og þar með ákvað ég að bjóða ekki upp á vara special diskinn minn sem er pylsa með osti úr örbylgjuofni. Ég hef nú þegar skráð mig á námskeið hjá Baldri Knútssyni og spurning hvenær það námskeið fer fram - þangað til er það ristað brauð.
Einkunnir: Tvær komnar 8 og 8,5 - það gerir 8,1 í meðaleinkunn úr öllum námskeiðum á Masters stigi. Ef að einkunnirnar væru skoðaðar frá barnaskóla, í framhalsskóla, í BA-nám og þaðan í Masters-nám þá liggja þær beint upp á við. Spurning hvar þetta endar - er það ekki bara doktors nám og 9+ í meðaleinkunn.
Rifjar þetta upp orð umsjónarkennarans míns hennar Jóhönnu (blessuð sé minning hennar) í gaggó sem var vön að öskra á okkur strákana að við værum helvítis aumingjar sem aldrei yrði neitt úr.
Skammdegi: Það er óþarfi að detta í eitthvað þunglyndi þó að langt sé í sumarið. Ég legg til að hópur manna og kvenna ráðfæri sig um gerð skammdegishátíðar sem t.d. gæti átt sér stað í eina viku í byrjun febrúar - einhver með tillögur? Sjálfur legg ég til Nautnahátíð alþýðunnar (þar sem farið yrði út að borð tvisvar til þrisvar, í nudd o.s.frv.).
Kreppa: Úr dagdraumum í raunveruleikann. Kreppa framundan? Það er bara ein leið til að bregðast við slíku; a la Persónulegi trúbadorinn.
Knattspyrna: Þegar að Wes Brown horfði á 6-0 leikinn gegn Newcastle ætli hann hafi hugsað ,,Ég get ekki beðið eftir því að spila með þessu liði!". Arsenal og Chelsea hafa góða hægri bakverði, spurning með Liverpool...
Knattspyrnuleysi: Já, fátt er eins mikið rætt um þessa dagana og undarlegt ástand innan herbúða Liverpool. Þar hafa allir lagst á eitt (þ.e. eigendur, þjálfari og leikmenn) við það að verða klúbbnum til skammar.
Andfótbolti.net: Heldur áfram sem aldrei fyrr. Full beittur fjölmiðill fyrir marga, m.a. hefur vinstri armur Liverpool bloggsins ritskoðað síðuna sína svo að aðdáendur liðsins hlaupi ekki upp til handa og fóta og fari að endurtaka eitthvað sem þar stendur eða að þeir allra sanntrúuðustu átti sig á því að ekki er allt með feldu í hamingjuborginni Liverpool.
Fjölmiðlar: Sumir láta ekki verkfall handritshöfunda aftra sér og Jon Stewart flytur okkur loksins aftur fréttir með þættinum The nei tímabundið... A Dailyshow. Þetta er sérstaklega gott fyrir alla áhugamenn um stjórnmál og þá sérstaklega bandarísk stjórnmál þar sem Jon Stewart sýnir þær fáránlegu hliðar sem við fáum ekki frá okkar innihaldslausu froðufréttastofum á Íslandi og er þetta sérstaklega gott nú þegar að alvaran er skollin á varðandi forsetakosningar í Bandaríkjunum.
Handbolti: Er handbolti íþrótt kynni einhver að spyrja? En einu sinni á ári sameinumst við um að horfa á stórmót í handknattleik - þó ekki væri nema fyrir það að losna við viku eða tvær af skammdegi janúar. Stóru fréttirnar eru auðvitað þær að Bjarni Fritzson er í landsliðinu og maður hlýtur að spyrja sig hvers vegna Einar Örn var ekki valinn í staðinn. Þeir sem ekki náðu þessari kaldhæðni eru vinsamlegast beðnir um að halda sig úti. Þessi skynsama ákvörðun Alfreðs eykur auðvitað skemmtanagildið og ég mun að sjálfsögðu fylgjast berrassaður með mótinu en í Creteil bolnum mínum (hvernig er það BF; á ekki að fara að uppfæra? Þú veist að ég tek mig vel út í gulu nr.32). Hvernig er það annars með ykkur ágætu herramenn og lesendur síðunnar... á að hittst eitthvað og horfa á saman?
Karfa: Loksins þegar unga tröllið hjá Lakers var að komast á skrið (13 stig, 10 fráköst og 2 varin skot í leik) þá meiðist hann á hnéi og er frá í tvo mánuði. Lakers halda samt áfram á siglingu og hafa nú unnið 7 leiki í röð, það er framar björtustu vonum og við erum efstir í Kyrrahafsriðlinum - það er of gott til að vera satt, með ekki merkilegra lið.
Er lífið ekki dásamlegt?
Efnisorð: Handbolti, Karlmennska, Knattspyrna, Knattspyrnuleysi, Lífið
4 Ummæli:
Hvernig er það... ertu ekki allveg vitlaus í að hjálpa mér að mála? Ég var allavega að heyra það!!!!!!!
kv,
ivar
Nú?
Hvenær ætlarðu að byrja?
Er á næturvaktartörn og ef að ég hristi þessi ,,við það að verða" veikindi af mér, þá mun ég mæta. Er reyndar ekkert sérstaklega laginn við það að mála, en varla verri en næsti maður.
Er þetta ekki spurning um að taka þetta á fjöldanum? Þú og sambýlismaður þinn, ég og Tómas... jafnvel Stjáni og Hemmi - þá er þetta varla lengi gert.
Það er annars skandall að fara að flytja núna þegar að EM er að skella á!
Ég er búinn að fá Jón Inga og Addi sambýlismaðurinn (væri orð eins og flat-mate eða leigjandi ekki meira viðeigandi:))ætla að mæta. Tommi er upptekinn en sagðist ætla að heyra í mér á fimmtudaginn. En við ætlum að byrja í dag... þú lætur mig bara vita hver staðan verður á þér. Ég vill ekki fara draga fárveikan mann í meiri veikindi.
kv,
ivar
Sambýlismaður var sérstaklega notað svo að fólk færi að spyrja hér spurninga :)
Ég er reyndar orðinn veikur og fer ekki í vinnu í kvöld - held að það sé ekki sniðugt að ég komi og geri ykkur hina veika... en ég mun kannski rísa upp frá dauðu áður en þið klárið og þá mun ég taka minn þátt. Gangi ykkur allt í haginn og farðu nú í koddaslag við sambýlismanninn :)
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim