Not dark yet...
,,Best af öllu frelsi, er að vera í frjálsu falli" mælti Megas á einhverjum tónleikum.
Ég varði nóttinni í það að horfa á útkomuna í prófkjörinu fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Ætla mætti að mér hafi orðið óglatt við það að sjá nokkra frambjóðendur Repúblikana lýsa yfir allskyns trúarbulli, en það voru aðrar válegri sem mér varð bumbult af. SkyNews, BBC og CNN sögðu öll frá enn einu hruninu á mörkuðum í Bandaríkjunum - sem gæti gert verðbréfahrunið árið 1929 að barnaleik miðað við það sem gæti átt eftir að gerast.
Svo pikkar maður upp Fréttablaðið og hver er forsíðufréttin... ,,Varar við falli krónu og harðri lendingu" (þ.e. sérfræðingar hjá fjármálafyrirtækinu Merrill Lynch & Co.).
Menn hljóta að spyrja sig og þá viðskiptamenntuðu einstaklinga sem þeir þekkja: ,,Jæja, er komið að skuldadögum". Viðskiptahalli, Jöklabréf, Kreppa, Verðbólga, Okurlán, Fall krónunnar, Verkföll, Hækkandi stýrivextir, flótti fjármálafyrirtækja - upplífgandi orð í skammdeginu ekki satt?
Allt eru þetta frábærar fréttir fyrir ,,heimilislausu kynslóðina" eins og AFO hefur kallað hana - sem nýlega hefur að stórum hluta fjárfest í húsnæði á uppsprengdu verði með vöxtum að hætti ítölsku mafíunnar... og allir saman nú Klöppum fyrir Framsóknarflokknum (klappi, klappi, klapp).
Svo að maður tali nú bara eins og stuðningsmaður Liverpool ,, Ég myndi þiggja góðar fréttir núna".
Er lífið ekki dásamlegt?
Ég varði nóttinni í það að horfa á útkomuna í prófkjörinu fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Ætla mætti að mér hafi orðið óglatt við það að sjá nokkra frambjóðendur Repúblikana lýsa yfir allskyns trúarbulli, en það voru aðrar válegri sem mér varð bumbult af. SkyNews, BBC og CNN sögðu öll frá enn einu hruninu á mörkuðum í Bandaríkjunum - sem gæti gert verðbréfahrunið árið 1929 að barnaleik miðað við það sem gæti átt eftir að gerast.
Svo pikkar maður upp Fréttablaðið og hver er forsíðufréttin... ,,Varar við falli krónu og harðri lendingu" (þ.e. sérfræðingar hjá fjármálafyrirtækinu Merrill Lynch & Co.).
Menn hljóta að spyrja sig og þá viðskiptamenntuðu einstaklinga sem þeir þekkja: ,,Jæja, er komið að skuldadögum". Viðskiptahalli, Jöklabréf, Kreppa, Verðbólga, Okurlán, Fall krónunnar, Verkföll, Hækkandi stýrivextir, flótti fjármálafyrirtækja - upplífgandi orð í skammdeginu ekki satt?
Allt eru þetta frábærar fréttir fyrir ,,heimilislausu kynslóðina" eins og AFO hefur kallað hana - sem nýlega hefur að stórum hluta fjárfest í húsnæði á uppsprengdu verði með vöxtum að hætti ítölsku mafíunnar... og allir saman nú Klöppum fyrir Framsóknarflokknum (klappi, klappi, klapp).
Svo að maður tali nú bara eins og stuðningsmaður Liverpool ,, Ég myndi þiggja góðar fréttir núna".
Er lífið ekki dásamlegt?
Efnisorð: Viðbjóður
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim