Hiphopveisla Krissa
Stjórnmálafræðingurinn, þriggja stiga skyttan, perrinn, Liverpool stuðningsmaðurinn og tónlistaráhugamaðurinn Krissi aka Kris Kristofersson aka Kris Kross aka KRS aka Saurmaðurinn aka Hr.Billboard á Hiphop lista dagsins.
Krissi er að sjálfsögðu uppalinn í Seljahverfinu en er þeim ókostum gæddur að vera bæði stuðningsmaður Liverpool og Bulls, enda leið ekki á löngu þar til hann var kominn í slæman pervískan félagsskap manna í MS. Þar er hins vegar ekki öll sagan sögð því að Krissi hefur líka verið innlimaður í Sjálfstæðisflokkinn frá fæðingu, þó ég hafi heimildir fyrir því að hann sé ,,Skápa-Afturhaldskommatittur" og hafi tvisvar kosið Samfylkinguna þó í annað skiptið hafi hann ruglast á bókstöfum.
Krissi leggur nú stund á MA-nám í Alþjóðasamskiptum en vinnur myrkraverk þess á milli. Hann er flæktur í félagsskap sem má ekki nefna á nafn, en einnig í Féleg Karlskyns Stjórnmálafræðinga og stefnir að því að verða kosningarstjóri hjá Jórunni Frímannsdóttur. Ég held að nokkrar hiphop stundir inn í VW Golf bifreið Krissa hafi ýtt mér og Tjörva í gegnum stjórnmálafræðinámið allra verstu vetrarmánuðina - everything is political!
Þegar Hiphop er annars vegar þá er Krissi eins og alfræðiorðabók, það á reyndar við um tónlist almennt og nóg oftast að koma með eina línu úr lagi og þá getur hann nefnt að minnsta kosti lag, hljómsveit, geisladisk og útgáfuár. Hiphop áhugamenn ættu því að hafa augu og eyru opinn þegar hann er annars vegar eins og neðangreindur listi er sönnun á. Krissi lagði upp með að þetta yrðu ekki endilega hans uppáhalds hiphop lög enda mörg af þeim ekki á youtube og auk þess yrði fjölbreytileikinn í fyrirrúmi bæði í tíma og rúmi án þess að bent væri á hið augljósa - niðurstaðan er yndisleg og margar Chronic minningar fara í gegnum höfuð manns, mörg löngu gleymd lög og listamenn sem bjóða upp á enn meira grúsk, tónar segja hins vegar meira en mörg orð. Gefum Krissa orðið:
Nas, "Ether" af Stillmatic frá 2001. Ekki til official mynband við þetta lag en varð að láta þetta lag fylgja. Finnur ekki betra diss lag.
Jay-Z, "Dust off your Shoulders" af Black Album frá 2003. Takturinn í þessu lagi er bara rugl. Þetta er lag sem þarf að hækka vel í.
Krs-One, "Mc´s act like they don´t know" af Krs-One frá '95. Má ekki skilja Krs útundan, og ekki verra þegar Premier er á tökkunum
Beatnuts, "Off the books" af Stone crazy frá '98. Alltaf fílað þessa hljómsveit og þetta lag er geggjað.
O.C, "Time´s up" af Word...Life frá ´94. Ímyndaðu þér Nas án þess að hafa slegið í gegn, þá færðu O.C. Gríðarlega vanmetinn gaur.
Eric B & Rakim, "Juice (Know the ledge" af Juice soundtrackinu frá '91.Dýrkaði þetta lag ´91-92 og það hefur bara elst vel.
MC Eiht, "Streiht up menace" af Menace II society soundtrackinu frá '92.Ekki beint einn af mínum uppáhaldsröppurunun en engu að síður West coastlegend og þetta lag mjög svalt.
Dr.Dre, "Still D.R.E.", af 2001 frá '99. Snilld!
The Game, "Dreams" af Documentary frá 2005. Af nýrri röppurum fíla ég Game hvað best og Kanye á tökkunum á þessu, getur varla klikkað.
Wu-Tang, "Protect ya neck" af Enter the Wu-tang frá '93. Fyrsta lagið sem þeir gáfu út, maður hafði ekki heyrt neitt þessu líkt áður.
Run DMC, "ooh watcha gonna do" af Down with the king frá '93. Voru alirbúnir að afskrifa þá á þessum tíma en komu með glæsilegt comeback, harðari en nokkru sinni fyrr eins og sést á þessu lagi. Fylgdu þessu comebacki því miður aldrei eftir, næsta plata kom út 6 árum síðar og var vægast sagt léleg!
Dogg Pound, "New York, New York" af Dogg food frá '95. Alltaf verið nettur Dogg Pound aðdáandi, líka á þeirri seinni tíma verkum....toppar samtekkert þetta lag.
Pete Rock & C.L Smooth, "T.R.O.Y (They reminisce over you)" af Mecca andthe Soul Brother frá ´92. Ógeðslega smooth lag, kemur manni alltaf í góðanfíling.
Above the law, "Black superman" af Uncle Sam´s Curse frá '94. Vanmetnasta west coast grúppan. Þetta er west coast eins og það gerist best.
M.O.P, "4 Alarm blaze" af First family 4 lifa frá '98. Það er nú bara standpína þegar Jay-Z poppar upp í seinasta versinu.
Black Moon, "How many Mc´s" af Enta da stage frá '93. Geggjað lag.
Gang Starr, "step in the arena" af samnefndri frá '91. Allt snilld semþessir menn hafa gert.
Masta Ace, "Born to roll" af Sittin on chrome frá '95. Þetta er smooth west coast eins og það gerist best, reyndar frá new york engu að síður.
Cypress Hill, "Hand on the Pump" af samnefndri frá '91. Aldrei verið mikill aðdáandi, en 2 fyrstu lögin á fyrstu plötunni snilld og þetta annað þeirra.
Public Enemy, "Rebel without a pause" af It takes a nation of millions to hold us back frá '88. Hefði getað haft öll lögin á þessum lista með Publicenemy en ákvað að láta eitt duga.
Ég þakka Krissa fyrir sitt framlag og mun ég eflaust leita aftur til hans, svo að hiphop unnendur þessarar síðu fái sem mest fyrir sinn snúð.
Er lífið ekki dásamlegt?
6 Ummæli:
Hvar er Hiphop Halli?
Hip hop Halli er svo sér á báti að önnur lög eru ekki þess verðug að vera að nefnd í sömu andrá. Púra klassík ásamt Skólarapp
kv. Krissi
Já, þið megið endilega henda því inn ef að þið finnið það snilldar lag - það var einhvern tímann til myndband... er það ekki?
Ég kann að vel að meta svona músíkalska færslu!
Gaman að þessu!
Takk fyrir það Hildur, fylgstu endilega með áfram. Það er áframhaldandi hiphop veisla framundan.
Kveðja Bjarni Þór
Á Krissi ekki VW Polo með Liverpool búning í afturglugganum?
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim