Kvikmyndir - knattspyrna - tónlist... og allt hitt
Efnahagsmál: Allir sennilega komnir með nóg af þessum handónýta gjaldmiðli sem við höfum. Ég er að gæla við þá hugmynd ef að einhverjir eru til í það með mér (líklegir kandítatar Baldur Knúts, Andri Fannar, Viðar, Daði og örugglega einhverjir fleiri) að safna skeggi þar til Evran fer niður fyrir 100 kr eða að við Íslendingar tökum upp aðra mynt. Ætlaði að hafa það 90 kr en það er víst út úr myndinni. Hvað segja menn við þessu? Hver er tilbúinn? Hagnaðurinn kannski?...
Vorið loksins að koma - kjötfars og ýsu á grillið?
Stjórnmál: Einhver búinn að gleyma bandarísku kosningunum? Hillary á erfiða ferð fyrir höndum.
...það eru annars einhverjar líkur á nýrri plötu frá Meistaranum, það ætti að kæta konur og menn.
Trú: Á TED ráðstefnunni fara fram fyrirlestrar margra mestu hugsuða nútímans. Einn af þeim er Michael Shermer sem veltir fyrir sér mörgu af því ótrúlega bulli sem fólk trúir - góð skemmtun.
Kvikmyndir: Páskarnir í nánd og það þýðir margt slæmt í mínum huga - eitt af því er vont sjónvarpsefni. Hver nennir að horfa á Jón Odd og Jón Bjarna, Nonna og Manna, óperur og 30 ára gömul sirkusatriði í bland við einhvern Biblíu ófögnuð? Fyrstu tvær Back to the future myndirnar eru málið!
Er lífið ekki dásamlegt?
Vorið loksins að koma - kjötfars og ýsu á grillið?
Stjórnmál: Einhver búinn að gleyma bandarísku kosningunum? Hillary á erfiða ferð fyrir höndum.
Knattspyrna: United komið á toppinn með þriggja stiga forystu eftir auðveldan sigur á Bolton í gær og átta umferðir eftir - það þarf ekki að koma á óvart að það var Ronaldo sem skoraði bæði mörkin, annað þeirra úr þessari aukaspyrnu - hvað er að þessum manni? Spennan magnast því um helgina mætir United grönnum sínum frá Liverpool sem eru í feiknarformi á meðan Arsenal fer í heimsókn á Stamford Bridge og mætir Chelsea. Andfotbolti.net er með þetta allt á hreinu og miklu meira en það.
Tónlist: Bob Dylan á leiðinni til landsins og Megas með plötu ársins, er nokkuð meira viðeigandi þegar að allt virðist vera í frjálsu falli? Það þarf aðeins eina pillu og öll þín þraut er á braut......það eru annars einhverjar líkur á nýrri plötu frá Meistaranum, það ætti að kæta konur og menn.
Trú: Á TED ráðstefnunni fara fram fyrirlestrar margra mestu hugsuða nútímans. Einn af þeim er Michael Shermer sem veltir fyrir sér mörgu af því ótrúlega bulli sem fólk trúir - góð skemmtun.
Kvikmyndir: Páskarnir í nánd og það þýðir margt slæmt í mínum huga - eitt af því er vont sjónvarpsefni. Hver nennir að horfa á Jón Odd og Jón Bjarna, Nonna og Manna, óperur og 30 ára gömul sirkusatriði í bland við einhvern Biblíu ófögnuð? Fyrstu tvær Back to the future myndirnar eru málið!
Er lífið ekki dásamlegt?
Efnisorð: Efnahagsmál, Knattspyrna, Stjórnmál, Tónlist, Trú
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim