fimmtudagur, mars 20, 2008

Upprisan - upprifjun fyrir gjaldþrota og trúlitla þjóð

Formáli: Páskarnir nálgast og menn troða í sig sem aldrei fyrr þrátt fyrir að flest allt sé í lamasessi í íslensku efnahagslífi og mörg heimili komin í þrot. Það er því viðeigandi nú þegar menn huga að því að rífja upp íslenskt efnahagslíf að rifja hér upp þann hluta páskasögu kristinna manna sem snýr að upprisunni.

Meginmál: Upprisa Jesú er ein af þeim fáu sögum sem er sagt frá hvað eftir annað í biblíunni – meira en fimm sinnum – þannig að hún er frábær sem prófraun á hina hefðbundnu fullyrðingu um óskeikulleika og áreiðanleika ritninganna. Þegar við berum frásögurnar saman, þá sjáum við að þeim ber ekki saman.

Hvenær komu konurnar að gröfinni?
Matteus: „þegar lýsti af fyrsta degi vikunnar“ (28:1)
Markús: „mjög árla... um sólarupprás“ (16:2)
Lúkas: „í afturelding“ (24:1)
Jóhannes: „enn var myrkur“ (20:1)


Hvaða konur voru þetta?
Matteus: María Magdalena og María hin. (28:1)
Markús: María Magdalena, María móðir Jakobs og Salóme. (16:1)
Lúkas: María Magdalena, Jóhanna og María móðir Jakobs og fleiri konur. (24:10)
Jóhannes: María Magdalena. (20:1)


Hvers vegna fóru þær til grafarinnar?
Matteus: Til að líta á gröfina. (28:1)
Markús: Þær höfðu þegar séð gröfina (15:47), komu með ilmsmyrsl. (16:1)
Lúkas: Þær höfðu þegar séð gröfina (23:55), komu með ilmsmyrsl. (24:1)
Jóhannes: Það var þegar búið að smyrja líkamann með ilmsmyrslum. (19:39,40)


Var gröfin opin þegar þær komu?
Matteus: Nei. (28:2)
Markús: Já. (16:4)
Lúkas: Já. (24:2)
Jóhannes: Já. (20:1)


Hver var við gröfina þegar þær komu?
Matteus: Engill. (28:2-7)
Markús: Ungur maður. (16:5)
Lúkas: Tveir menn. (24:4)
Jóhannes: Tveir englar. (20:12)


Hvar voru þessir sendiboðar staðsettir?
Matteus: Engillinn sat á steininum. (28:2)
Markús: Ungi maðurinn sat inni, hægra megin. (16:5)
Lúkas: Mennirnir tveir stóðu inni. (24:4)
Jóhannes: Englarnir tveir stóðu við hvorn enda legstaðar Jesú. (20:12)


Hvað sagði sendiboðinn?/ Hvað sögðu sendiboðarnir?
Matteus: „Þér skuluð eigi óttast. Ég veit, að þér leitið að Jesú hinum krossfesta. Hann er ekki hér. Hann er upp risinn, eins og hann sagði. Komið og sjáið staðinn, þar sem hann lá. Farið í skyndi og segið lærisveinum hans: „Hann er upp risinn frá dauðum, sjá hann fer á undan yður til Galíleu. Þar munuð þér sjá hann.“ Þetta hef ég sagt yður.“ (28:5-7)
Markús: „Skelfist eigi. Þér leitið að Jesú frá Nasaret, hinum krossfesta. Hann er upp risinn, hann er ekki hér. Sjá, þarna er staðurinn, þar sem þeir lögðu hann. En farið og segið lærisveinum hans og Pétri: „Hann fer á undan yður til Galíleu. Þar munuð þér sjá hann, eins og hann sagði yður.“ (16:6-7)
Lúkas: „Hví leitið þér hins lifanda meðal dauðra? Hann er ekki hér, hann er upp risinn. Minnist þess, hvernig hann talaði við yður, meðan hann var enn í Galíleu. Hann sagði, að Mannssonurinn skyldi framseldur verða í hendur syndugra manna og krossfestur, en rísa upp á þriðja degi.“ (24:5-7)
Jóhannes: „Kona, hví grætur þú?“ (20:13)


Sögðu konurnar frá því sem gerðist?
Matteus: Já (28:8)
Markús: Nei. ,„Þær sögðu engum frá neinu...“ (16:8)
Lúkas: Já. „Og þær sneru frá gröfinni og kunngjörðu allt þetta þeim ellefu og öllum hinum.“ (24:9, 22-24)
Jóhannes: Já. (20:18)


Vissi María að Jesús hefði risið upp þegar hún kom frá gröfinni?
Matteus: Já. (28:7-8)
Markús: Já. (16:10,11[23])
Lúkas: Já. (24:6-9,23)
Jóhannes: Nei. (20:2)


Hvenær sá María Jesús fyrst?
Matteus: Áður en hún fór til lærisveinanna. (28:9)
Markús: Áður en hún fór til lærisveinanna. (16,9,10 [23])
Jóhannes: Eftir að hún fór til lærisveinanna. (20:2,14)


Var hægt að snerta Jesú eftir upprisuna?
Matteus: Já. (28:9)
Jóhannes: Nei. (20:17), Já. (20:27)


Eftir að hafa birst konunum, hverjum birtist Jesús næst?
Matteus: Ellefu lærisveinum. (28:16)
Markús: Tveimur lærisveinum í sveitinni, seinna ellefu lærisveinum. (16:12,14[23])
Lúkas: Tveimur lærisveinum í Emmaus, seinna ellefu lærisveinum. (24:13,36)
Jóhannes: Tíu lærisveinum (Júdas og Tómas voru fjarverandi). (20:19,24)
Páll: Fyrst Kefasi (Pétri), síðan til hinna tólf (Tólf? Júdas var dauður). (Fyrra bréf Páls til Korinthumanna 15:5)


Hvar birtist Jesús lærisveinunum fyrst?
Matteus: Á fjalli í Galíleu (í 100-160 km fjarlægð). (28:16-17)
Markús: Tveimur á göngu í sveitinni, síðar ellefu „þegar þeir sátu til borðs“. (16:12,14[23])
Lúkas: Í Emmaus (í um 10 km fjarlægð) að kvöldi til, til hinna í herbergi í Jerúsalem seinna það kvöld. (24:31,36)
Jóhannes: Í herbergi, að kvöldi til. (20:19)


Trúðu lærisveinarnir mönnunum tveimur?
Markús: Nei. (16:13 [23])
Lúkas: Já (24:34 – það er hópurinn sem talar hér, [ekki bara þeir tveir]).


Hvað gerðist þegar Jesús birtist þeim fyrst?
Matteus: Sumir lærisveinar veita lotningu, aðrir efast, „Farið og predikið“ (28:17-20)
Markús: Jesús ávítar þá, „Farið og predikið“ (16:14-19[23])
Lúkas: Kristur dylst þeim, hverfur, birtist aftur út úr engu, ávítar þá, kvöldverður snæddur (24:13-51)
Jóhannes: Gengur í gengum dyr, lærisveinarnir eru glaðir, Jesús blessar þá, engar ávítur. (20:19-23)


Var Jesús á jörðinni í meira en einn dag?
Markús: Nei. (16:19 [23]) Berið saman 16:14 við Jh. 20:19 til þess að sjá að þetta gerðist allt á sunnudegi)
Lúkas: Nei. (24:50-52), þetta gerðist allt á sunnudegi.
Jóhannes: Já, að minnsta kosti átta daga. (20:26, 21:1-22)
Postulasagan: Já, að minnsta kosti fjörutíu daga. (1:3)


Hvar steig Jesús upp til himna?
Matteus: Engin uppstigning. [Bókin endar uppá fjalli í Galíleu].
Markús: Í eða nálægt Jerúsalem, eftir kvöldmatinn. (16:19[23])
Lúkas: Í Betaníu, mjög nálægt Jerúsalem, eftir kvöldmatinn. (24:50-51)
Jóhannes: Engin uppstigning.
Páll: Engin uppstigning.
Postulasagan: Steig upp frá Ólífufjalli. (1:9-12)



Heimild: Meginmál Tekið úr þýðingu af Vantrú í kafla eftir Dan Barker (Lárus Viðar Lárusson og Hjalti Rúnar Ómarsson þýddu).

Er lífið ekki dásamlegt?

Efnisorð:

4 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Lærifaðir minn í MH í gamladaga Jón Hnefill Aðalsteinsson benti á mjög góða aðferð fyrir efasemdamennina; lesa nógu lítið í Biblíunni í einu og trúa því sem þar sendur hverju sinni. Þú þarft endilega að koma í heimsókn við tækifæri sonur sæll og fá hjá mér bókina "Blekking og þekking" eftir Niels Dungal Rúmar 500 bls af "guðlasti" eða þannig sko :)

20 mars, 2008 20:12  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

Já, ég hef lengi ætlað að lesa þá bók - þó að eitthvað kunni að vera úrelt í henni.
Ég kíki í heimsókn við tækifæri, er reyndar að fara á næturvaktartörn, en það er aldrei að vita nema að ég mæti með páskaegg eða súkkulaðihúðaðann Jesú handa börnunum :)

Kveðja Bjarni Þór

20 mars, 2008 20:33  
Anonymous Nafnlaus sagði...

eða súkkulaðihúðaðan hreindýrshaus sem syngur jólalög.

20 mars, 2008 21:29  
Blogger Sólskinsfífl nútímans sagði...

:) - já það væri viðeigandi að skila þeim plássfreka andskota!

20 mars, 2008 23:38  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim