Mýtan um Samfylkinguna... og Sjálfstæðisflokkinn
Formáli: Rétt er að byrja á að taka það fram að ég er ekki skráður félagi, hvorki í Samfylkinguna né aðra stjórnmálahreyfingu (að mér vitandi), tel mig vera krata nánar tiltekið hægri krata og get því hugsað mér að kjósa bæði Samfylkinguna og Sjálfstæðisflokkinn (hef raunar kosið þá báða).
Ástæðan fyrir því að ég skrifa þennan pistil eru stór orð stór vinar míns BF um að ég og ákveðinn annar stjórnmálafræðingur verðum að hætta að vera svona miklar Samfylkingarstelpur.
Nú er ekki víst að BF hafi meint það þannig að Samfylkingin væri kellingarflokkur en það er mýtan sem maður heyrir ansi oft. Það eru hins vegar nokkrir alvarlegir brestir við þá röksemdarfærslu - en það ber að taka fram að ég treysti konum ekki síður en körlum til að stjórna landinu, þetta er spurning um einstaklinginn. (BF þú mátt engan veginn taka þessu sem árás á þig, hér er verið að uppræta mýtu sem alltof algeng))
Meginmál: Það er rétt að Samfylkingin varð svo ,,kræf" að verða fyrsti flokkurinn á Íslandi þar sem kona gegnir stöðu formanns - gríðarlega hæf kona og góður stjórnmálamaður sem er að hafa (ásamt Samfylkingunni allri) mjög góð áhrif á Sjálfstæðisflokkinn - mildari áhrif á mörgum sviðum, sem yfirleitt væri talið kvenlegt en eru engu að síður betra fyrir borgara þessa lands... en þá að röksemdarfærslunni.
1. Þegar við lítum yfir núverandi fjölda þingmanna á Alþingi eru þetta staðreyndir málsins:
Framsókn: 4KK - 3KVK þingmenn eða 42,8% þingmanna flokksins eru konur.
VG: 5 KK - 4 KVK þingmenn eða 44,4%þingmanna eru konur.
Sjálfstfl: 16 KK - 9 KVK eða 36% þingmanna eru konur.
Samfylkingin: 13 KK - 5 KVK eða 27,7% konur.
Frjálslyndir: 4 KK eða 100% þingmanna eru karlkyns.
Samtals 63 þingmenn, þar af 21 kona - konur 33% þingmanna
Af þessu má læra margt:
Í fyrsta lagi þá staðreynd að Samfylkingin nær ekki upp í meðaltal kvenna á Alþingi, sem er reyndar áhyggjuefni fremur en fagnaðarefni.
Í öðru lagi er það aðeins Frjálslyndi flokkurinn þar sem hlutfall kvenna er lægra sem sýnir...
Í þriðja lagi að fjöldi karla er ekki samnefnari yfir gæði flokka (eins og sannast með hinum arfaslaka 100% karla flokki Frjálslyndra).
Í fjórða lagi ber að nefna að þó að heilt yfir sé það svo að konur hagi sér öðruvísi en karlar í stjórnmálum að þá er það einstaklingurinn sem skiptir máli. Þar er Ingibjörg Sólrún mun harðari stjórnmálamaður en karlkyns starfsbræður hennar í hinum flokkunum að Steingrími undanskyldum (sem við skulum ekki gleyma að er feministi)
Í fimmta lagi er rétt að benda á könnun Gallup fyrir kosningarnar 2007, þar sem spurt var um hvað þær snérust: Niðurstöðurnar voru eftirfarandi
Hins vegar ýtir eitt undir vafasama mýtu um Samfylkinguna og það eru hverjir kjósa flokkinn , þar hefur orðið ,,kynjabil" (kynjabil miðast við 5% bil milli kjósendahóps karla og kvenna út frá kyni) - en menn verða að gera sér grein fyrir því að það er munur á því hverjir kjósa flokkinn og hvernig hann hagar sér. En ég hef ekki áhyggjur af þessu miðað við gengi Samfylkingarinnar
Niðurstaða: Ekkert um hina kjörnu fulltrúa bendir til þess að hér sé um kellingarflokk að ræða eða flokk sem hagar sér sem slíkur.
2. Ríkisstjórnin
,,Aha!!!" Segja væntanlega stuðningsmenn Mýtunnar og halda áfram ,,Af hverju eru konur einungis 27,7% þingmanna Samfylkingarinnar en 50% ráðherra flokksins eru konur?" Jákvæð mismunun? NEI!!!
Þar kemur margt til:
Þar skiptir skipting ráðuneyta, búseta þingmanna (eitthvað sem ég er algjörlega á móti) og að lokum hæfni einstaklinganna mestu máli. Lítum nánar á þetta:
Í grunninn má segja að ,,mýkri" ráðuneytin séu fjögur og þau skiptust bróðurlega á milli ríkisstjórnarflokkanna.
Sjálfstæðisflokkurinn fékk Menntamálaráðuneytið og Heilbrigðisráðuneytið en Samfylkingin fékk að eigin ósk Umhverfisráðuneytið og Félags- og tryggingarmálaráðuneytið.
Hverjir voru hæfastir til að gegna þessum embættum? Jóhanna Sigurðardóttir var langsamlega hæfust allra til að taka við Félagsmálaráðuneytinu og Þórunn Sveinbjarnardóttir var hæfust í Samfylkingunni til að takast á við Umhverfismálin. Þá er eftir Ingibjörg Sólrún formaður flokksins sem ekki er hægt að ganga framhjá.
Hæfileikar skiptu sem sagt mestu máli þegar útskýrt er val á ráðherrum í ,,mjúku" ráðuneytin og jafnræði í skiptingu ráðuneyta sýnir að Samfylkingin er ekki ,,kellingarflokkur" (því annars hefði hann farið fram á öll mjúku ráðuneytin og Sjálfstæðisflokkurinn hefði fagnað því - enda eru Heilbrigðsráðuneytið og Menntamálaráðuneytið ekki vinsæl ráðuneyti, þó að Sjálfstæðisflokkurinn hafi viljað heilbrigðismálin).
Hvernig hefur samstarfið gengið: Vel að flestra mati þrátt fyrir óveðrið sem sjá mátti fyrir eftir verk einhverjar verstu ríkisstjórnar síðari tíma. Það er helst að Sjálfstæðisflokkurinn hafi kvartað (eða vælt eins og smástelpa?) yfir ,,hörku Samfylkingarmanna og sögðu í upphafi að þeir kynnu ekki að vera í stjórn - enda Sjálfstæðisflokkurinn vanur því að Framsókn kyssti vöndinn og beygði sig fram og tæki það ósmurt.
Niðurstaða: Flokkarnir skipta með sér mjúkum og hörðum ráðuneytum og hæfustu einstaklingranir eru fengnir fyrir hönd Samfylkingarinnar í mýkri málin og formaður flokksins varð Utanríkisráðherra. Samfylkingin lætur Sjálfstæðisflokkinn ekki vaða yfir sig.
3. Málefnin á dagskrá.
Mér sýnist á öllu að Samfylkingin sé að harðna enn frekar og setja harðasta málið á dagskrá, sem eru efnahagsmál og umræðan um ESB á meðan Sjálfstæðismenn ýmist muldra þjóðrembing eða sitja hjá (þó að margir þeirra séu að snúast).
Við skulum ekki gleyma því að Samfylkingin þó hún sé nú á breiðari grunni en áður er arftaki Alþýðuflokksins, sem er flokkurinn sem þorði og lét Sjálfstæðisflokkinn samþykkja EES samninginn - sem er mesta framfaramál í sögu lýðveldisins og ástæða þess ástands sem hefur skapast frá árinu 1991.
Nú þarf að stíga næsta skref, hvort sem það er inn í ESB eða að minnsta kosti í myntbreytingu og hvaða flokkur er það sem rekur það áfram? Er það Sjálfstæðisflokkurinn sem eignað hefur sér góðærið allt og nú síðast sjálfan Jón Sigurðsson?
Nei, það er Samfylkingin sem þorir að hnykkla vöðvana og taka ákvarðanir fyrir þjóðina á þessum mikilvæga tíampunkti!
Nú ætli menn sér að gagnrýna ráðherra ríkisstjórnarinnar fyrir að bregðast of seint við ástandinu að þá eru það ráðherrar Sjálfstæðisflokksins sem halda að sér höndum og standa jafnvel í vegi fyrir framförum.
Nú þegar kreppir að þarf að finna lausnir fyrir fólkið í landinu og ÞÁ ÆPIR allt á Einar K. Guðfinnsson ,,að vera maður" og gera það sem þarf að gera og hefur þurft að gera í Landbúnaðarmálum frá árinu 1995 og það er að hætta þessari helvítis íhaldssemi með þessari fjandans hafta- og tollastefnu, almenningi í landinu til góðs - en hann hefur sig ekki í það.
Því þarf Geir H. Haarde að sýna úr hverju hann er gerður og finna nýjan mann í þetta embætti (mjög frjálslyndan) og ekki síður að fara að taka ákvörðun um það hver kemur í stað Dómsmálaráðherra og jafnvel hver sé rétti arftaki Fjármálaráðherra - hér höfum við þrjá ráðherra sem þessi ríkisstjórn verður að losna við.
Yfir ráðherrum Samfylkingarinnar verður varla kvartað miðað við þetta (sem eru mjög slæm rök), en helst mætti Þórunn Sveinbjarnardóttir láta heyra betur í sér þegar að Sjálfstæðismenn eru að vaða yfir hana sem er reyndar mjög erfitt í svo döpru ástandi sem hér er og þegar hnattræn umhverfismál eru á dagskrá, en auk þess er ég ekki hrifin af Samgönguráðherra (en það eru kannski fordómar gagnvart öllum Samgönguráðherrum sem koma munu utan að landi). Ég hafði litla trú á Björgvini G. Sigurðssyni en hef heldur betur mátt éta hatt minn - ég sakna þó þess að sjá ekki Ágúst Ólaf í ráðherraembætti.
Niðurstaða: Stemmningin hingað til hefur verið sú að Samfylkingin virðist vera að leiða öll framfaramálin sem skiptir þjóðina mestu máli og kvennkyns ráðherrar Samfylkingarinnar hafa sýnt meiri eistu á innan við ári en allir karlkyns ráðherrar Framsóknarflokksins gerðu á 12 árum.
Það er til marks um ábyrgan, framsækinn og flottan flokk sem þorir að taka slaginn um það sem atvinnulífið og þjóðin er að kalla eftir.
Ég auglýsi hins vegar eftir Sjálfstæðisflokki sem þorir!
...þarf kannski konu í stól forsætisráðherra?
Ég er í það minnsta ekki í vafa um hvor flokkurinn yrði fyrir valinu ef kosið yrði í dag, þar hefur Samfylkingin betur í eistnastærð en ekki síður í skynsemi.
Er lífið ekki dásamlegt?
Ástæðan fyrir því að ég skrifa þennan pistil eru stór orð stór vinar míns BF um að ég og ákveðinn annar stjórnmálafræðingur verðum að hætta að vera svona miklar Samfylkingarstelpur.
Nú er ekki víst að BF hafi meint það þannig að Samfylkingin væri kellingarflokkur en það er mýtan sem maður heyrir ansi oft. Það eru hins vegar nokkrir alvarlegir brestir við þá röksemdarfærslu - en það ber að taka fram að ég treysti konum ekki síður en körlum til að stjórna landinu, þetta er spurning um einstaklinginn. (BF þú mátt engan veginn taka þessu sem árás á þig, hér er verið að uppræta mýtu sem alltof algeng))
Meginmál: Það er rétt að Samfylkingin varð svo ,,kræf" að verða fyrsti flokkurinn á Íslandi þar sem kona gegnir stöðu formanns - gríðarlega hæf kona og góður stjórnmálamaður sem er að hafa (ásamt Samfylkingunni allri) mjög góð áhrif á Sjálfstæðisflokkinn - mildari áhrif á mörgum sviðum, sem yfirleitt væri talið kvenlegt en eru engu að síður betra fyrir borgara þessa lands... en þá að röksemdarfærslunni.
1. Þegar við lítum yfir núverandi fjölda þingmanna á Alþingi eru þetta staðreyndir málsins:
Framsókn: 4KK - 3KVK þingmenn eða 42,8% þingmanna flokksins eru konur.
VG: 5 KK - 4 KVK þingmenn eða 44,4%þingmanna eru konur.
Sjálfstfl: 16 KK - 9 KVK eða 36% þingmanna eru konur.
Samfylkingin: 13 KK - 5 KVK eða 27,7% konur.
Frjálslyndir: 4 KK eða 100% þingmanna eru karlkyns.
Samtals 63 þingmenn, þar af 21 kona - konur 33% þingmanna
Af þessu má læra margt:
Í fyrsta lagi þá staðreynd að Samfylkingin nær ekki upp í meðaltal kvenna á Alþingi, sem er reyndar áhyggjuefni fremur en fagnaðarefni.
Í öðru lagi er það aðeins Frjálslyndi flokkurinn þar sem hlutfall kvenna er lægra sem sýnir...
Í þriðja lagi að fjöldi karla er ekki samnefnari yfir gæði flokka (eins og sannast með hinum arfaslaka 100% karla flokki Frjálslyndra).
Í fjórða lagi ber að nefna að þó að heilt yfir sé það svo að konur hagi sér öðruvísi en karlar í stjórnmálum að þá er það einstaklingurinn sem skiptir máli. Þar er Ingibjörg Sólrún mun harðari stjórnmálamaður en karlkyns starfsbræður hennar í hinum flokkunum að Steingrími undanskyldum (sem við skulum ekki gleyma að er feministi)
Í fimmta lagi er rétt að benda á könnun Gallup fyrir kosningarnar 2007, þar sem spurt var um hvað þær snérust: Niðurstöðurnar voru eftirfarandi
Hins vegar ýtir eitt undir vafasama mýtu um Samfylkinguna og það eru hverjir kjósa flokkinn , þar hefur orðið ,,kynjabil" (kynjabil miðast við 5% bil milli kjósendahóps karla og kvenna út frá kyni) - en menn verða að gera sér grein fyrir því að það er munur á því hverjir kjósa flokkinn og hvernig hann hagar sér. En ég hef ekki áhyggjur af þessu miðað við gengi Samfylkingarinnar
Niðurstaða: Ekkert um hina kjörnu fulltrúa bendir til þess að hér sé um kellingarflokk að ræða eða flokk sem hagar sér sem slíkur.
2. Ríkisstjórnin
,,Aha!!!" Segja væntanlega stuðningsmenn Mýtunnar og halda áfram ,,Af hverju eru konur einungis 27,7% þingmanna Samfylkingarinnar en 50% ráðherra flokksins eru konur?" Jákvæð mismunun? NEI!!!
Þar kemur margt til:
Þar skiptir skipting ráðuneyta, búseta þingmanna (eitthvað sem ég er algjörlega á móti) og að lokum hæfni einstaklinganna mestu máli. Lítum nánar á þetta:
Í grunninn má segja að ,,mýkri" ráðuneytin séu fjögur og þau skiptust bróðurlega á milli ríkisstjórnarflokkanna.
Sjálfstæðisflokkurinn fékk Menntamálaráðuneytið og Heilbrigðisráðuneytið en Samfylkingin fékk að eigin ósk Umhverfisráðuneytið og Félags- og tryggingarmálaráðuneytið.
Hverjir voru hæfastir til að gegna þessum embættum? Jóhanna Sigurðardóttir var langsamlega hæfust allra til að taka við Félagsmálaráðuneytinu og Þórunn Sveinbjarnardóttir var hæfust í Samfylkingunni til að takast á við Umhverfismálin. Þá er eftir Ingibjörg Sólrún formaður flokksins sem ekki er hægt að ganga framhjá.
Hæfileikar skiptu sem sagt mestu máli þegar útskýrt er val á ráðherrum í ,,mjúku" ráðuneytin og jafnræði í skiptingu ráðuneyta sýnir að Samfylkingin er ekki ,,kellingarflokkur" (því annars hefði hann farið fram á öll mjúku ráðuneytin og Sjálfstæðisflokkurinn hefði fagnað því - enda eru Heilbrigðsráðuneytið og Menntamálaráðuneytið ekki vinsæl ráðuneyti, þó að Sjálfstæðisflokkurinn hafi viljað heilbrigðismálin).
Hvernig hefur samstarfið gengið: Vel að flestra mati þrátt fyrir óveðrið sem sjá mátti fyrir eftir verk einhverjar verstu ríkisstjórnar síðari tíma. Það er helst að Sjálfstæðisflokkurinn hafi kvartað (eða vælt eins og smástelpa?) yfir ,,hörku Samfylkingarmanna og sögðu í upphafi að þeir kynnu ekki að vera í stjórn - enda Sjálfstæðisflokkurinn vanur því að Framsókn kyssti vöndinn og beygði sig fram og tæki það ósmurt.
Niðurstaða: Flokkarnir skipta með sér mjúkum og hörðum ráðuneytum og hæfustu einstaklingranir eru fengnir fyrir hönd Samfylkingarinnar í mýkri málin og formaður flokksins varð Utanríkisráðherra. Samfylkingin lætur Sjálfstæðisflokkinn ekki vaða yfir sig.
3. Málefnin á dagskrá.
Mér sýnist á öllu að Samfylkingin sé að harðna enn frekar og setja harðasta málið á dagskrá, sem eru efnahagsmál og umræðan um ESB á meðan Sjálfstæðismenn ýmist muldra þjóðrembing eða sitja hjá (þó að margir þeirra séu að snúast).
Við skulum ekki gleyma því að Samfylkingin þó hún sé nú á breiðari grunni en áður er arftaki Alþýðuflokksins, sem er flokkurinn sem þorði og lét Sjálfstæðisflokkinn samþykkja EES samninginn - sem er mesta framfaramál í sögu lýðveldisins og ástæða þess ástands sem hefur skapast frá árinu 1991.
Nú þarf að stíga næsta skref, hvort sem það er inn í ESB eða að minnsta kosti í myntbreytingu og hvaða flokkur er það sem rekur það áfram? Er það Sjálfstæðisflokkurinn sem eignað hefur sér góðærið allt og nú síðast sjálfan Jón Sigurðsson?
Nei, það er Samfylkingin sem þorir að hnykkla vöðvana og taka ákvarðanir fyrir þjóðina á þessum mikilvæga tíampunkti!
Nú ætli menn sér að gagnrýna ráðherra ríkisstjórnarinnar fyrir að bregðast of seint við ástandinu að þá eru það ráðherrar Sjálfstæðisflokksins sem halda að sér höndum og standa jafnvel í vegi fyrir framförum.
Nú þegar kreppir að þarf að finna lausnir fyrir fólkið í landinu og ÞÁ ÆPIR allt á Einar K. Guðfinnsson ,,að vera maður" og gera það sem þarf að gera og hefur þurft að gera í Landbúnaðarmálum frá árinu 1995 og það er að hætta þessari helvítis íhaldssemi með þessari fjandans hafta- og tollastefnu, almenningi í landinu til góðs - en hann hefur sig ekki í það.
Því þarf Geir H. Haarde að sýna úr hverju hann er gerður og finna nýjan mann í þetta embætti (mjög frjálslyndan) og ekki síður að fara að taka ákvörðun um það hver kemur í stað Dómsmálaráðherra og jafnvel hver sé rétti arftaki Fjármálaráðherra - hér höfum við þrjá ráðherra sem þessi ríkisstjórn verður að losna við.
Yfir ráðherrum Samfylkingarinnar verður varla kvartað miðað við þetta (sem eru mjög slæm rök), en helst mætti Þórunn Sveinbjarnardóttir láta heyra betur í sér þegar að Sjálfstæðismenn eru að vaða yfir hana sem er reyndar mjög erfitt í svo döpru ástandi sem hér er og þegar hnattræn umhverfismál eru á dagskrá, en auk þess er ég ekki hrifin af Samgönguráðherra (en það eru kannski fordómar gagnvart öllum Samgönguráðherrum sem koma munu utan að landi). Ég hafði litla trú á Björgvini G. Sigurðssyni en hef heldur betur mátt éta hatt minn - ég sakna þó þess að sjá ekki Ágúst Ólaf í ráðherraembætti.
Niðurstaða: Stemmningin hingað til hefur verið sú að Samfylkingin virðist vera að leiða öll framfaramálin sem skiptir þjóðina mestu máli og kvennkyns ráðherrar Samfylkingarinnar hafa sýnt meiri eistu á innan við ári en allir karlkyns ráðherrar Framsóknarflokksins gerðu á 12 árum.
Það er til marks um ábyrgan, framsækinn og flottan flokk sem þorir að taka slaginn um það sem atvinnulífið og þjóðin er að kalla eftir.
Ég auglýsi hins vegar eftir Sjálfstæðisflokki sem þorir!
...þarf kannski konu í stól forsætisráðherra?
Ég er í það minnsta ekki í vafa um hvor flokkurinn yrði fyrir valinu ef kosið yrði í dag, þar hefur Samfylkingin betur í eistnastærð en ekki síður í skynsemi.
Er lífið ekki dásamlegt?
20 Ummæli:
hvers vegna er það að "leiða öll framfaramálin sem skiptir þjóðina mestu máli" að sýna eistu?
er þetta e-ð sem karlar einir geta gert?
mér finnst alveg glatað að ef kona stígur fram og stendur sig vel í málum sem varða þjóðina að þá er það alltaf e-ð voða karlmannlegt hjá henni.
hvað með einmitt að horfa bara á hana sem einstakling sem stóð sig vel. algjör óþarfi að tengja vel unnin störf við tvær litlar og viðkvæmar kúlur.
Ég tók nú einfaldlega svona til orða fyrir lesendur síðunnar sem eru 95% karlar :)
Ég sagði í upphafi að ég treysti konum ekki síður en körlum til að sinna æðstu embættum, einmitt vegna þess að ég lít á þær sem einstaklinga. Að því sögðu (með áherslu á það að konur geta allt eins verið harðar eins og karlar) fannst mér ég geta notað þennan klisjukennda frasa í gríni.
Þetta snýst auðvitað engan veginn um að gera eitthvað karlmannlegt, heldur að koma því til skila sem ætlast er til af stjórnmálamönnum og um það fjallar þessi pistill - með áherslu á að Samfylkingin er enginn ,,kellingarflokkur" sama í hverju það felst.
Samfylkingin er einfaldlega flokkur sem sýnir að hann er tilbúinn að takast á við hörð jafnt sem mjúk málefni og þá skiptir engu máli af hvoru kyninu sá er sem höndlar málin.
Það getur t.d. enginn sem lítur yfir ráðherralistann fært rembingslaus rök fyrir því að konurnar í ríkisstjórninni hafi staðið sig verr en karlarnir. Þvert á móti þurfum við að losna við þrjá ráðherra og þeir eru allir karlmenn.
Ástarkveðja Bjarni
ég er sammála Bjarna... væri ekki skrítið ef hann hefði sagt 'þetta sýnir að þessi flokkur er sko með eggjastokka'. Þetta er bara frasi.
En núna held ég að það sé aldeilis búið að þagga niðrí BF (enda heyrist ekkert comment frá honum hér)... liggur við hann ætti meiri séns að predika fyrstur manna að Rooney sé útbrunninn...heheheh
kv,
Ívar
Ætlunin er auðvitað ekki að þagga niður í einum né neinum - þessi Samfylkingarmýta var hreinlega eitthvað sem varð að setja í blaðatætara.
Við sjáum hins vegar til með Rooney :)
Kveðja Bjarni Þór
Stiftari, þrátt fyrir að þú hafir einhvern tímann kosið Sjálfstæðisflokkinn þá ertu og verður alltaf afturhaldskommatittur í mínum augum:)
Kris Kris
:)
Það er gott að vita, í þeim óróleika og óstöðugleika sem nú dynur yfir - að eitthvað sé alltaf öruggt :)
Ég kaus Sjálfstæðisflokkinn í síðustu kosningum (í borginni) og það er eitthvað sem ég er ekki stoltur af. Það útilokar samt ekki möguleikann á því að ég kjósi aftur flokkinn, en hann verður þá að sanna sig.
Kveðja Afturhaldskommatitturinn.
já þetta 'þagga niður' var kannski full ósmeklegt... átti að vera fyndið en varð dapurt.
En í öðrum fréttum á að kíkja í heimsókn til mín á laugardaginn og horfa á Ronaldo slá markamet Charlton's?
kv,
Ívar
En sæll, eigum við eitthvað að ræða hvernig Lakers stoppa 20 leikja sigurgöngu Houston Rockets á sunnudagskvöldið.
Ég get ekki beðið.
Ívar: Alls ekki dapurt, ég vildi bara leggja áherslu á að það var alls ekki tilgangurinn. Menn verða hreinlega að fara að horfa á málin út frá því hvernig flokkarnir haga sér og kjósa út frá því og þá þarf að kæfa svona mýtur.
Gummi: Svona gagnrýni á Sjálfstæðisflokkinn hefur sem sagt ekki farið vel í stuðningsmanninn? :)
Lakers hljóta sem stórveldi að ætla sér að stöðva Rockets og senda skilaboð til hinna liðanna í deildinni að þeir séu alvöru afl.
Kveðja Afturhaldskommatitturinn.
PS. Tjörvi, ég er búinn að vera slappur í dag, en ég mæti til þín ef að ég hressist.
Kveðja Bjarni Þór.
Jæja, sannfærandi sigur New Orleans á Lakers í nótt. Sóknarleikur LA var einhæfur og oft á tíðum vandræðalegur. Sérstaklega þegar að Kobe var utan vallar. Hins vegar var vopnabúr Hornets fjölbreytt með MVP kandidatinn Chris Paul í fararbroddi sem að var með hátt í 20 stoðsendingar.
Reyndar meiddist Pau Gasol í 1.leikhluta. Vonandi fyrir LA að þeir nái að tjasla honum saman fyrir sunnudaginn þegar þeir mæta heitasta liðinu í dag Houston Rockets og snillingnum Rick Adelman.
Sjáumst á Premier í kvöld kappi !
Bjarni minn voða æsingur er alltaf í þér en í fyrsta lagi þá er samfylkingastelpa heiti sem ég notaði á tryggva hér á árunum áður eins og hann og haffi eru kallaðar systur en þú virðist ekki hafa náð eða vitað af því. Annað að Heiðarlegi flokkurinn er flokkur sem ég, hreiðar ofl vorum að ræða um að stofna þar sem að okkur finnst stjórnmálamenn upp til hópa óheiðarlegir, sem passar ekki alveg við það vald sem þeir hafa.
Rétt skal taka fram bjarni minn að þó þú sért ekki skráður í samfylkinguna þá hafa skrif þín hér á síðunni og síðum annara til að mynda minna, borið þann hljómgrunn með sér að þú sért heit “samfylkingastelpa”. Að segjast vera eitthvað annað er eins og að reyna segja að andfótboltasíðan þín sé ekki andliverpool áfram man u síða.
Bjarni var það ekki Kvennalistinn sem var fyrsti flokkurinn með kvennmannsformann eða tekur þú það ekki með þvi að það voru bara einhverjar kellingar en þú gerir ekki greinamun á kk og kvk eða hvað.....
Ingibjörg gríðarlega hæfur pólitíkus já hún er gríðarlegar hæfur lygari “já ég verð borgarstjóri nei djók var bara ljúga” “hei stopp á stóriðju nei flipp var bara að ljúga”. Aldrei mundi ráða neinn í vinnu sem mundi ljúga svona blátt að mér. En já látum bara lygara stjórna landinu þeir eru nefnilega svo góðir pólitíkusar.
Þú segir og nú kemur að röksemdafærslunni og svo þylur þú upp smá tölfræði og svo byrjar alvöru röksemdafærslan jóhanna er lang hæfust, þórunn er hæfust og ingibjörg má ekki líta fram hjá ok góð rök hér. Greinilegt að þú hefur ekki alveg náð því hvað á að felast í röksemdafærslu en þú átt að telja upp þau rök sem eru fyrir því að jóhanna sé hæfust eins og að því að hún er best menntuð með mestu reynsluna osfrv. En það skiptir ekki máli æsingurinn í þér er svo mikill.
Áfram heldurðu með gríðar góð rök þegar þú nefnir að samfylking sé sko hörð og láti sjálfstæðisflokkinn ekki stjórna sér. Hvar eru dæmin, eigum við lesendur að trúa orðum þínum hvernig væri að útlista þetta aðeins betur.
Málefni á dagskrá ESB já samfylking voða sterk þetta er nú bara eitthvað sem þau eru búin að vera blaðrandi um heillengi skrýtið að þegar þau komi í stjórn þá skuli þau pressa á þetta. En það voru nú fleiri málefni, hvar eru eistun þeirra í tengslum við fagra ísland, því samfylking segir að það hafi ekki komist alveg í gegnum stjórnarsáttmálann. Eða fór bara samfylking með eitt málefni inn í stjórn eða viltu ekki telja upp öll hin því að þau eru búin að svíkja þau öll.
Fuck hvað þetta er mikil langavitleysa nenni ekki meira annars verður þetta síðast commentið mitt á þessari síðu þar sem það vantar allan húmor og gleði hér. Jú og rök líka
Kv bf
Hello. This post is likeable, and your blog is very interesting, congratulations :-). I will add in my blogroll =). If possible gives a last there on my blog, it is about the Câmera Digital, I hope you enjoy. The address is http://camera-fotografica-digital.blogspot.com. A hug.
Ólafur: Það er óafsakanlegt en ég gleymdi Premier tónleikunum sem er auðvitað algjör skandall. Lakers eiga fjóra erfiða útileiki og við getum dæmt þá betur eftir það. Vonandi er Gasol ekki mikið meiddur.
BF: Hér vantar alls enga gleði, húmor og allra síst rök :)
Mín stjórnmálaskrif endurspeglast auðvitað af skoðunum mínum en þau eru ekki klippt og skorin af stefnu Samfylkingarinnar og ekki heldur Sjálfstæðisflokksins og mér er alls ekki vel við allt sem þessir flokkar gera - en eins og staðan er í dag að þá eru þetta hæfustu flokkarnir til að takast á við framtíð Íslendinga.
Varðandi andfótbolta að þá verða allir þar fyrir höggi sem það eiga skilið og þar er United alls ekki undanskilið - eins og sjást má á síðasta pistli :)
Varðandi formanninn þá átti ég að vera nákvæmari og taka það fram að ég meinti stóru flokkana sem hafa verið til í einni eða annarri mynd í gegnum stjórnmálasöguna.
Varðandi Ingibjörgu persónulega þá var borgarstjóra commentið hrikalegt en það var í raun miklu meira klúður hjá Össurri en henni og hefði ekki átt að hafa þær afleiðingar sem urðu með ,,klofningi" R-listans og á þeim tímapunkti sem hún sagðist ætla að vera áfram borgarstjóri að þá meinti hún það. Hún getur hins vegar ekki borið ábyrgð á stóriðjustoppinu eins og þú reyndar gefur í skyn sjálfur, þó að Samfylkingin sé ekki nógu hörð -en þetta er það sem getur gerst í samstarfi þegar í harðbakkann slær og það er rétt að það er ekki nelgt niður í stjórnarsáttmála, á Samfylkingin kannski að taka Ólaf F. Magnússon á þetta í svo viðkæmu ástandi :) Það væri reyndar gaman að fá lista yfir fólk ekki stjórnmálamenn sem hafa ekki orðið uppvísir af því að ljúga :)
Ég hélt svo að það þyrfti ekki að telja upp rök fyrir því að Jóhanna Sigurðardóttir væri hæfust, ég hef ekki heyrt neinn mæla því mót - ekki einu sinni stjórnarandstöðuna sem var mjög sátt við að hún yrði Félgagsmálaráðherra. Hún hefur áratuga reynslu í þeim málefnum og þykir gríðarlega hörð og gefur ekki eftir og hefur áður verið ráðherra.
Samfylkingin hefur svo hreinlega verið að ýta á Sjálfstæðisflokkinn og þrýsta honum út í Efnahagsumræðu og ESB umræðu. ESB umræðan er heldur ekki eitt málefni heldur snertir öll mál; ekki bara um umræðuna sjálfa, inngöngu og gjaldeyrismál... heldur ekki síður um sjávarútvegsmál og landbúnaðarmál, og um iðnað og viðskipti o.s.frv.
Það vill hreinlega til að þetta er langstærsta málið og brýnast að takast á við.
Svo veit ég ekki hvað þú átt við þegar þú gefur í skyn að Samfylkingin hafi svikið öll önnur loforð líka. Er það ekki fremur á þinni ábyrgð að sýna fram á það fremur en mér að afsanna það?
Ástarkveðja Bjarni Þór
PS. Hlakka til að sjá næsta comment :)
Við verðum annars að ræða um stofnun þessa flokks, veit ekki hvort að það sé vitulegt að ég taki þátt í stofnun hans... enda myndi það eflaust enda með því að hann myndi leggjast inn í Samfylkinguna :)
Kveðja Bjarni Þór.
Þetta eru ömurlegar rökræður á milli ykkar vinstri bakvarðanna. Hvar eru rök eins og "mamma þín er...", "spegill" og fleiri góð?
Kv. Krissi
Ég verð að segja Bjarna Þór skoðanabróður mínum til grundvallar að þessi grein hans er ein sú besta sem birt hefur verið gegn þessari Samfylkingarmýtu sem svo mikið fór í taugarnar á mér þegar Samfylkingin var í stjórnarandstðu.
Svo Bjarni Þór...takk fyrir þetta innlegg!
Ég held að Bjarni FRitz þurfi að beita menntun sinni á sjálfan sig og finna sjálfið í sér því hann er í sífelldri vörn gegn skotheldri röksemdarfærslu Bjarna Þórs. Bjarni F gerir sér held ég ekki alveg grein fyrir raunveruleika stjórnmála....það er voða hip og kúl að geta sagst vera góður gæji og vilja allt gott en því miður virka stjórnmálin bara ekki svoleiðs. Stjórnmálakerfið á Íslandi er þannig að enginn einn flokkur situr við stjórn og þar af leiðandi ná öll kosningaloforð ekki 100% fram að ganga....en Samfylkingunni hefur þó tekist að semja vel í stjórnarsáttmálanum....eins vel og kostur var miðað við samstarfsflokkinn.
Jafnvel ég, sem Bjarni F. hefur svo oft kallað samfylkingarkonu hafði mínar vafasemdir varðandi nýja ríkisstjórn. Segja má að Samfylkingin hafi gjörsamlega mátað mig og sannað svo ekki verður um vilst úr hverju hún er gerð. Ég ætla ekkert að fara að endursegja það sem Bjarni Þór hefur svo vel bent á hér en ljóst er að nýr stjórnmálaflokkur hefur tekið við forystuhlutverki í landinu, flokkur sem þorir.
Takk fyrir góða grein Bjarni Þór....lengi lifi jafnaðarkratisminn!
Tryggvi Haraldsson
Krissi: Já, það vantar fleiri til að segja ,,spegill" , ,,þú ert fífl" o.s.frv. Hvað varð um alla þá menn?
Tryggvi: Það er gott að einhver hefur haft gaman að þessu :)
Við förum á fund hjá Samfylkingunni þegar þú kemur heim hehe :)
Kveðja Bjarni Þór.
vá tryggvi þú hefur örugglega fengið sáðlát yfir þessum skrifum bjarna þórs, mér þykir leiðinlegt að sjá svona yndisleg menn vaða svona til glötunar. En ég mun taka ykkur opnum örmum inn í andspyrnuna þegar þið ÞROSKIST í menn.
kv bf
ps.....................æi sleppi þessum djók
Hehehe ekki spurning bjarni þ...við förum saman og skráum okkur í flokkinn;-)
Tryggvi
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim