Stjórnmál - Körfubolti - Hiphop
Stjórnmál: Obama er kominn aftur á skrið eftir sigur í nótt í fylkinu sem ,,S" mæltir elska... Mississippi. Á laugardaginn vann hann Wyoming og svo bárust loks fréttir af því áðan að hann hefði unnið Texas (Caucuses). Hann er því kominn með 130 fulltrúa forskot og staðan er orðin þannig að Hillary þarf að fara að vinna ríkin sem hún er talin líkleg í með einhverjum 25-30% mun til að jafna hann áður en flokksþingið fer fram þar sem flokkurinn ákveður frambjóðanda (þ.e. ef að kjósendur ná hvorugum frambjóðandanum upp í 2025 fulltrúa, eins og þarf til að vinna).
Hillary er heldur ekki að gera sérstakt mót, hvorki fyrir sig né Demókrataflokkinn því að hún sagði nýverið að hún treysti McCain betur til að taka við embætti forseta en Obama en samt vill hún gera Obama að varaforseta fyrir sig - þannig að hún er ekki bara að gera Republikönum greiða heldur sína fram á að hún sé ekki hæf til að velja ef að henni er alvara með þessu bulli sínu. Þetta er ekki síður merkilegt.
Nú tekur hins vegar við eins og hálfs mánaðar ,,hlé" því næst verður kosið í Pennsylvania þann 22.apríl en þar er Hillary talin sigurstranglegri en mun væntanlega (ef að hún vinnur) ekki vinna með nema rétt um 10% mun, en 6 vikur eru langur tími í stjórnmálum og ýmislegt getur gerst.
Körfubolti: Djöfull er gaman að horfa á Lakers. Sá þá í nótt vinna Raptors 117-108 þar sem sóknarleikurinn var í fyrirrúmi (hér ættuð þið að geta séð klippu úr leiknum). Varnarlega er Lakers mjög slakt en sóknarlega gengur boltinn eins og hjá Pheonix og til marks um það er 46.9% 3-stiga skotnýting í kvöld (15-32) og þvílíkt Show. Odom er líka að koma vel út eins og ég hef áður sagt og er með 63% skotnýtingu í síðustu 17 leikjum (til samanburðar þá var Shaq með undir 60% hjá Lakers og gerði samt varla annað en að troða) og ekki nóg með það, hann virðist vera að verða meðvitaðri um að hann má sýna meira og vera harðari - það væri heldur betur huggulegt ef að hann færi að verða ákveðinn drengurinn. Gasol var rólegur í kvöld en spilið fór auðvitað mikið í gegnum hann. Kobe með 34 stig, 7 fráköst og jafn margar stoðsendingar, en var samt eitthvað pirraður - þrátt fyrir það var hann langbestur á vellinum. Það er svo yndislegt að sjá hann taka skorpur, spilar með félögum sínum en um leið og það hikstar þá klárar hann 3-5 sóknir í röð, tók t.d. 3 þrista í röð í byrjun þegar að liðið var að vakna (60% skotnýting hjá Kobe og 50% úr þriggja í kvöld)
Minn maður er samt Turiaf, þvílík leikgleði. Lakers voru nokkrum stigum undir í öðrum leikhluta og það leit út fyrir erfitt kvöld en þá kemur Turiaf inn og setur stig, tekur fráköst, blokkar skot, gefur stoðsendingar og smitar þannig frá sér að Lakers snéru blaðinu við. Annars voru allir að skila einhverju, sem skiptir máli - að undanskyldum Radmanovic sem átti ömurlegt kvöld.
Hiphop sampl dagsins: Get Out of My Life Woman - Joe Williams (ef að þið elskið ekki þessa upprunalegu klassík þá hafið þið ekki svarta sál)
Fylgist vel með, því að næstu daga mun ég birta hiphop lista Krissa a.ka. Kris Kristofferson, en ég efa að það sé til sá maður í Breiðholtinu sem hafi víðtækari þekkingu á hiphop-i og ég er vissum að hann einn myndi vinna alla lesendur þessarar síðu saman ef að til væri ,,Hiphop Trivial". Ég get lofað því að listinn mun rifja upp margar góðar minningar fyrir þá sem hafa hlustað lengi og fyrir hina er þetta kærkomin frelsun frá því drasli sem heyra má dags daglega.
Er lífið ekki dásamlegt?
Hillary er heldur ekki að gera sérstakt mót, hvorki fyrir sig né Demókrataflokkinn því að hún sagði nýverið að hún treysti McCain betur til að taka við embætti forseta en Obama en samt vill hún gera Obama að varaforseta fyrir sig - þannig að hún er ekki bara að gera Republikönum greiða heldur sína fram á að hún sé ekki hæf til að velja ef að henni er alvara með þessu bulli sínu. Þetta er ekki síður merkilegt.
Nú tekur hins vegar við eins og hálfs mánaðar ,,hlé" því næst verður kosið í Pennsylvania þann 22.apríl en þar er Hillary talin sigurstranglegri en mun væntanlega (ef að hún vinnur) ekki vinna með nema rétt um 10% mun, en 6 vikur eru langur tími í stjórnmálum og ýmislegt getur gerst.
Körfubolti: Djöfull er gaman að horfa á Lakers. Sá þá í nótt vinna Raptors 117-108 þar sem sóknarleikurinn var í fyrirrúmi (hér ættuð þið að geta séð klippu úr leiknum). Varnarlega er Lakers mjög slakt en sóknarlega gengur boltinn eins og hjá Pheonix og til marks um það er 46.9% 3-stiga skotnýting í kvöld (15-32) og þvílíkt Show. Odom er líka að koma vel út eins og ég hef áður sagt og er með 63% skotnýtingu í síðustu 17 leikjum (til samanburðar þá var Shaq með undir 60% hjá Lakers og gerði samt varla annað en að troða) og ekki nóg með það, hann virðist vera að verða meðvitaðri um að hann má sýna meira og vera harðari - það væri heldur betur huggulegt ef að hann færi að verða ákveðinn drengurinn. Gasol var rólegur í kvöld en spilið fór auðvitað mikið í gegnum hann. Kobe með 34 stig, 7 fráköst og jafn margar stoðsendingar, en var samt eitthvað pirraður - þrátt fyrir það var hann langbestur á vellinum. Það er svo yndislegt að sjá hann taka skorpur, spilar með félögum sínum en um leið og það hikstar þá klárar hann 3-5 sóknir í röð, tók t.d. 3 þrista í röð í byrjun þegar að liðið var að vakna (60% skotnýting hjá Kobe og 50% úr þriggja í kvöld)
Minn maður er samt Turiaf, þvílík leikgleði. Lakers voru nokkrum stigum undir í öðrum leikhluta og það leit út fyrir erfitt kvöld en þá kemur Turiaf inn og setur stig, tekur fráköst, blokkar skot, gefur stoðsendingar og smitar þannig frá sér að Lakers snéru blaðinu við. Annars voru allir að skila einhverju, sem skiptir máli - að undanskyldum Radmanovic sem átti ömurlegt kvöld.
Hiphop sampl dagsins: Get Out of My Life Woman - Joe Williams (ef að þið elskið ekki þessa upprunalegu klassík þá hafið þið ekki svarta sál)
Fylgist vel með, því að næstu daga mun ég birta hiphop lista Krissa a.ka. Kris Kristofferson, en ég efa að það sé til sá maður í Breiðholtinu sem hafi víðtækari þekkingu á hiphop-i og ég er vissum að hann einn myndi vinna alla lesendur þessarar síðu saman ef að til væri ,,Hiphop Trivial". Ég get lofað því að listinn mun rifja upp margar góðar minningar fyrir þá sem hafa hlustað lengi og fyrir hina er þetta kærkomin frelsun frá því drasli sem heyra má dags daglega.
Er lífið ekki dásamlegt?
4 Ummæli:
Voðalega er Hillary margsagna í þessu. Fyrst með þessa bjánalegu símaauglýsingu og svo að McCain sé hæfari en Obama. Hvað er hún að reyna eyðileggja fyrir Demókrötunum.
En allavega hlakka til að sjá listann hjá Kriss Kross.
kv,
Ívar
Hvers vegna að ómaka sig þegar næsti forseti verður hvort sem er Repúblikani?
Skrítið að enginn hafi komið með þetta lag í sínum hip hop listum http://www.youtube.com/watch?v=UCn5NSHguuo
Annars hefðiru alveg mátt taka fram í pistli þínum um Ísraelska Hraðsuðuketilinn, aka Jón Inga, að hann hafi gríðarlega þörf fyrir að sýna á sér punginn og rassinn og eru til ógrynni ljósmynda því til sönnunar. Fokking pervert!!
kv. Krissi
Ívar: Þetta var mjög vanhugsað og auðvitað algjör örvænting. Það styttist í Krissa.
Birgir: Það svíður í hjartað að lesa svona vonda setningu. Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því að sú verði raunin.
Krissi: Já það er rétt, leiðinlegt að lagið ,,Hiphop Halli" sé ekki þarna líka :)
Það væri annars gaman að fá fleiri íslensk rapplög á youtube t.d. Subterranean og Bounce Brothers.
Varðandi Jón Inga þá hefur hann marga fjöruna sopið og punginn strokið en ég mun ekki hætta mér í slíkar sögusagnir svo að menn segi ekki ,,Spegill" - en endilega látið sögurnar flakka :)
Kveðja Bjarni Þór
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim